Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 28
Upp frá því hefur hún jafnt og þétt unnið að því að auka stuðning við fjölskyldur geð- sjúkra innan heilbrigðiskerfisins. Eitt af því sem hún átti þátt í að koma á fót var svokölluð Fjölskyldubrú, sem er þverfaglegt teymi á geðsviði Landspítalans sem sinnir forvörnum með áherslu á þarfir barnanna. „Við erum langt á eftir Norðurlöndunum á þessum sviði þar sem mikið er til af fræðslu- efni og unnið er markvisst í þessum málum,“ segir Eydís. Án fótfestu í ólgusjó Kona Styrmis veiktist árið 1968. Þegar Styrmir er spurður að því hvernig það hafi verið að vera faðir tveggja ungra dætra í þessum aðstæðum á þessum tíma, svarar hann: „Ég held ég geti eiginlega ekki lýst því. Ég var allt í einu kominn í einhvern ólgu- sjó og gat ekkert fótað mig. Ég gerði bara það sem lá beinast við: önnur fór til móðurömmu sinnar og hin fór til föðurömmu sinnar og þar voru þær meira og minna í hálft ár. Það voru mín fyrstu viðbrögð – og ekkert hægt að gera það neitt öðruvísi. Það sem ég ekki vissi fyrr en einhverjum áratugum seinna, þegar ég fór að lesa mér til, að það geti haft svo gríðarleg áhrif á barnið ef samband móður og barns rofnar á þessum tíma. Yngri dóttir okkar var aðeins fimm mánaða þegar mamma hennar varð svona veik. Ég hafði ekki hugmynd um þetta og það var enginn sem sagði mér þetta,“ segir Styrmir. Hann las sér til um þessi mál tuttugu árum síðar, þegar dætur hans voru komnar yfir tvítugt. „Ég hélt að þetta hefði allt saman gengið upp hjá mér. Ég bara kom þeim í burtu úr aðstæðunum. Svo fór ég að tala um þetta við þær þegar þær voru 7 og 9 ára af því að ég varð að gera það – þær voru farnar að spyrja þannig spurninga. Ég hélt samt vanda- málinu áfram frá þeim. Ég kveikti ekki á þessu fyrr en fyrir um tuttugu árum að þetta væri bara allt í vaski hjá mér, að ég hefði ekki höndlað þetta rétt. Ég hefði átt að tala um þetta við þær strax í upphafi og reglulega,“ segir Styrmir. Hann segist hafa spurt sig að því hvers vegna enginn hafi sagt sér hvernig best væri fyrir börnin að hann tæki á þessum málum. „Það er ofboðslega stórt gat í okkar geðheil- brigðiskerfi sem snýr að börnum. Það er hægt að flytja langan fyrirlestur um það sem snýr að mökum en það er sér mál sem ég ætla ekki að gera núna. Ótrúlegur fjöldi fólks á við vandamál að stríða í dag vegna þess sem það upplifði í æsku,“ segir hann. Eydís segir það tiltölulega nýja þekk- ingu að það skipti máli að foreldrarnir tali við veikindin og ástandið við börnin sín og hversu mikið forvarnargildi það hafi. Ef for- eldrarnir treysti sér ekki til þess geti fagfólk hjálpað en rannsóknir sýni að það sé lang trúverðugast fyrir börnin að heyra það frá foreldrunum sjálfum. „Það kemur æ betur í ljós hvaða stuðning aðstandendur hafa þörf fyrir. Eitt er aðstoð við börnin en einnig er mikilvægt að veita tilfinningalegan og hug- rænan stuðning og á ég þar við fræðslu um sjúkdóminn. Ef fagfólk gerir það á ákveðinn hátt og af einlægni þá hefur það áhrif á líðan aðstandenda,“ segir Eydís. Dóttir Styrmis reið á vaðið Í bók Styrmis birtist meðal annars erindi sem eldri dóttir þeirra hjóna, Hulda Dóra Styrmisdóttir, flutti á fundi um málefni að- standenda geðsjúkra árið 2008. Eydís segir að með því hafi Hulda Dóra riðið á vaðið og opnað umræðuna um áhrif geðsjúkdóma á börn. „Það kom mörgum fagmanninum á óvart hversu mikil áhrif geðsjúkdómur foreldris hefur á líðan barna,“ segir hún. Styrmir segir að það hafi verið honum ofboðslega erfitt að lesa erindi dóttur sinnar. „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hvaða áhrif þetta hafði haft á þær systur,“ segir hann. Anna Mar- grét segist hafa lifað í stöðugum ótta, líka þegar mamma hennar var ekki veik. „Ég held að maður sé alltaf hræddur. Það er hluti af þessu undarlega ástandi – hvernig maður reynir að lifa af, þessi stöðugi ótti. Maður veit aldrei hvað gerist og ástandið breytist svo fljótt,“ segir hún. Eydís segir að hluti af stuðningi við fjöl- skyldur og börn sé að leyfa börnunum að tjá hræðslu sína – annars sitji þau uppi með hana. „Ég man eftir móður og dóttur sem komu í viðtal við mín og voru að ræða saman. Þá kom í ljós að dóttirin var alltaf svo hrædd þegar mamman fór á kóræfingu – hún var svo hrædd um að eitthvað myndi gerast. Þetta var leyst með því að mamman hefði kveikt á farsímanum og myndi svara ef dóttirin hringdi til að athuga hvort væri allt í lagi með hana. Svona lítil atriði skipta miklu máli,“ segir hún. Hún segist leggja upp úr því að fjölskyld- urnar segi veikindasöguna. „Ekki aðeins sjúkdómssöguna og einkennasöguna heldur einnig hvernig líðan og hegðun hins veika hefur haft áhrif á alla í fjölskyldunni. Þegar makanum er loksins boðið að tjá sig – um hvernig honum hefur liðið – fer hann bara að gráta og fellur saman því hann hefur aldrei verið spurður,“ segir Eydís. Enginn tími fyrir óttann Aðspurður segir Styrmir að óttinn hafi ekki verið ríkjandi þáttur í lífi hans. „Fyrsta upp- lifun var hræðsla en eftir fyrsta sjokkið var sú tilfinning ekki lengur fyrir hendi. Ég held ég hafi bara ekki haft tíma til að vera með einhverjar óttatilfinningar í tengslum við þetta. Manni er bara allt í einu hent út á ólgusjó og maður verður einhvern veginn að lifa af – og sjúklingurinn verður að lifa af og börnin verða að lifa af. Kannski tileinkaði ég mér einna helst í sambandi við þetta að lifa frá degi til dags – að láta hverjum degi nægja sínar þjáningar, að vera ekki að hugsa um morgundaginn, heldur bara daginn í dag,“ segir hann. Styrmir faldi geðsjúkdóm konu sinnar markvisst fyrstu tvö árin en talar um það í bók sinni hversu mikill léttir það sé að fá að segja alla söguna. „Við vitum hvers konar umtal verður í kringum svona veikindi. Alls konar hlutir í daglegu lífi verða svo flóknir – maður er beðinn um að taka þátt í hinu og þessu og svo getur maður ekki gert það, þarf að fara að útskýra hvers vegna og lendir í vandræðum með það. Þegar upp er staðið er raunveru- lega miklu betra að segja hreint út frá því hvernig málin standa heldur en að reyna að fela það – sem voru mín fyrstu við- brögð,“ segir Styrmir. „Mín fyrstu viðbrögð voru að þetta skyldi enginn fá að vita. Og af hverju? Móðursystir mín var alvarlega geðveik. Það var ekkert um það talað en ég bara vissi það. Það voru gefnar einhverjar aðrar skýringar á því, mað- ur varð sérfræðingur í því að fela. Það voru áfengisvandamál í kringum mig sem maður varð líka sérfræðingur í að fela. Þess vegna voru þetta mín eðlislægu viðbrögð, að þetta skyldi enginn vita. Svo fór ég að kveikja á því á svona tveimur árum að þetta þýddi ekki neitt svo ég fór bara að tala um þetta eins og þetta væri eðlilegur hlutur eins og hver önnur veikindi. Þegar ég var spurður gaf ég hreinskilin svör en uppgötvaði þá að það var mjög óþægilegt fyrir viðmælandann þannig að þetta varð mjög snúið. Ég hætti hins vegar að gera lítið úr þessu og fór þess í stað að segja frá því eins og það var,“ segir Styrmir. Allt leit vel út Anna Margrét segist hafa verið svakalega flink að fela. „Það kom mér á óvart hvað ég hafði verið flink að fela – ég vissi það ekki. Ég ólst upp í mjög litlu samfélagi í Garðabæ og við vinkonur urðum fimmtugar á síðasta ári og hittumst af því tilefni. Þegar ég fór af einhverjum ástæðum að tala um þetta við þær komst ég að því að engin þeirra hafði hugmynd um hvað á hefði gengið á heimili mínu, og oft gekk mikið á. Ég fór að efast um að þær væru að segja mér satt, að þær vissu þetta ekki, ég trúði því ekki sjálf hvað mér hefði tekist að fela þetta vel, ég hélt ég hefði getað talað um þetta en augljóslega gat ég það ekki,“ segir hún. Anna Margrét segir að hún hafi verið mjög dugleg í að láta allt líta vel út. „Ég var ofvirk að gera heimilið fallegt. Ég var alltaf úti í garði að gera fínan garðinn, sífellt að flikka upp á húsið, mála og þess háttar. Ég var rosa- lega dugleg að vinna og ofboðslega dugleg að láta allt líta vel út. Þetta var greinilega mjög mikill feluleikur. Enginn í skólanum vissi af þessu – ekki einu sinni kennararnir, það vissi þetta að sjálfsögðu enginn,“ segir hún. Eydís segir að áhrif þess að alast upp hjá foreldri með geðsjúkdóm séu ekki ólík því sem verður hjá börnum alkóhólista. „Það má alveg tala um fullorðin börn geðsjúkra eins og fullorðin börn alkóhólista, það er ekki ósvipað fyrirbæri og sami stuðningurinn sem þarf að veita sem við höfum því miður ekki gert nægilega mikið af. Við höfum ekki gert eins mikið fyrir geðsjúka eins og alkóhólista sem er athyglisvert, kannski vegna þess að fordómarnir eru meiri í geðsjúkdómunum en í alkóhólismanum. Okkur hefur tekist að vinna meira opinberlega með alkóhólismann en geðsjúkdómana,“ segir hún. Styrmir segir að ef til vill megi sameina krafta þeirra sem berjast fyrir bættri þjón- ustu við aðstandendur alkóhólista og þeirra sem berjast fyrir aðstandendur geðsjúkdóma. „Mjög öflugur hópur alkóhólista kom fram fyrir um 30 árum sem unnið hefur ótrúlegt afrek. Mun meira hefur verið unnið í mál- efnum aðstandenda alkóhólista en meðal geð- sjúkra,“ segir Styrmir. Hann bendir á verk- efni sem SÁÁ stendur að um þessar mundir, Betra líf, sem Gunnar Smári Egilsson stend- ur fyrir og spyr hvort hægt sé að sameina krafta þessara hópa að einhverju leyti. Aðstandendur vilja aðstoð Ekkert félag aðstandenda geðsjúkra er til á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Geð- hjálp er um helmingur þeirra sem leita þang- að aðstandendur sem vantar upplýsingar, úr- ræði og stuðning. Styrmir, Anna Margrét og Eydís segjast tilbúin til að leggja slíkum sam- tökum lið. „Svo hefur Anna Margrét tækifæri til þess að beita sér á pólitíska sviðinu,“ segir Styrmir. Anna Margrét er varaþingmaður Samfylkingarinnar og hefur hug á að komast á þing á næsta kjörtímabili. Eydís segir að þrátt fyrir að fjölmargir þingmenn og ráð- herra hafi sýnt málefninu áhuga þegar hún leitaði til þeirra hafi hugur ekki fyllilega fylgt máli. „Það virðist sem það þurfi fólk með persónulega reynslu af geðsjúkdómum til að beita sér fyrir því að meiri fjármunum verði varið í þennan málaflokk,“ segir hún. Styrmir tekur undir þetta. „Við höfum mörg dæmi um hvernig vandamál tengd geð- sjúkdómum flytjast frá einni kynslóð til ann- arrar og verða með einum eða öðrum hætti ákveðið álag á þjóðfélagið. Það þarf að gera ráðstafanir til þess að vandinn framlengist ekki milli kynslóða. Þeir fjármunir sem þarf að leggja í þetta verkefni í dag sparast eftir tuttugu eða þrjátíu ár. Samfélagið þarf að horfast í augu við að það skiptir mjög miklu máli að setja peninga í þessi mál. Það þarf að sinna þessum málaflokki betur og það kostar peninga hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ segir hann. „Við þurfum að horfa á stóru myndina,“ segir Styrmir. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Að vinna bug á þögninni Ég veit til dæmis ekki hvað ég var gömul þegar ég áttaði mig á því að ég átti mömmu sem gat dáið hvenær sem var. Ég veit svo sem ekki hvernig ég vissi það, ég vissi það bara. Hvernig eða hvenær ég áttaði mig á því að dauðinn kæmi ekki endilega annars staðar frá því mamma mín gæti sjálf tekið sitt eigið líf veit ég ekki heldur en mér finnst að sú vitneskja hafi nánast alltaf verið til staðar. [...] Skömmin er tilfinning sem ekkert barn á að þurfa að burðast með, hvorki gagnvart sjálfu sér né þeim sem því þykir vænst um. [...] Þessi þögn er nátengd skammartilfinningunni sem ég minntist á áðan. Líka hinum gamla en kannski ekki svo góða sið að bera harm sinn í hljóði. Að vinna bug á þessari þögn sem svo lengi hefur um- lukið geðsjúkdóma er gríðarlega mikilvægt. Þögn er samfélagsfyrirbrigði sem getur haft ómæld skaðleg áhrif því hún kemur í veg fyrir að hægt sé að vinna með erfiðleika, hún skapar feluleik og ógn og ýtir undir ótta og fordóma. Þögnin sem slík fyrir þá sem upplifa hana og lifa með henni getur á stundum verið nánast óbærileg. Hún byggist upp og hleður utan á sig og eignast á einhvern hátt sjálfstætt líf. Eftirmáli Huldu Dóru Styrmisdóttur í bók Styrmis Gunnars- sonar Ómunatíð sem Veröld gaf út árið 2011. 28 viðtal Helgin 2.-4. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.