Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 2

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 2
FRA FRAMKVÆMDANEFNDINNI Ekkert deiluefni eftir stríðslok liefur valdið jafn miklum og langvinnum storm- um í þjóðlífi lslendinga og hernámsmálið. 1 hálfan annan áratug hefur það verið á dagskrá; tvísýn barátta milli þjóðar og þings og enn er ekki ljóst, hvor stefnan verður endanlega ofan á, hernámsstefnan eða stefna vopnleysis og friðar. En dæg- urþras stjórnmálanna er býsna liávaðasamt og getur jafnvel til lengdar yfirgnæft mestu stórmál. Þrátt fyrir brenuandi mik- ilvægi, haldast ekki deiluefni efst á dag- skrá áratugum saman, nema einhverju só til kostað, — og ekkert væri hernámsvin- um kærara en að umræðum væri liætt og þjóðin sætti sig við orðinn hiut. Samtök hernámsandstæðinga eru stofn- uð til sóknar og varnar í þessu máli sem öðrum þjóðfrelsismálum; þeim er ætiað það hlutverk að haida merkinu á lofti. En ef þau eiga að haida áfram að gera sig gildandi í íslenzku þjóðlífi, verður að eyða til þess miklu fé. Hinar voldugu mótmæla- göngur oklcar kosta tugi þúsunda hver um sig, en einmitt göngumar hafa öllu öðru fremur þjappað hernámsandstæðingum saman og vakið alþjóð til vitundar um ógnarveruleik þessa máls, — að hersetið eða herlaust land er spurning um lif eða dauða þjóðarinnar á styrjaldartímum. Með skrifstofu okkar, erindrekstri og útgáfu, sem einnig kostar stórfé, hefur okkur gef- izt færi á að viðhalda samstarfi hernáms- andstæðinga úr hinum óliku og innbyrðis- stríðandi stjórnmálaflokkum, um leið og unga kynslóðin, sem nú vex úr grasi og þekkir ekki annan tíma en hersetið Iand, er með starfi okkar vakin til vitundar um sjálfsagt markmið allra Islendinga: frið- lýst land. Loks má minna á, að ef að lik- um lætur mun mikið starf bíða samtak- anna, þar sem er það verkefni, að koma í veg fyrir endanlegt afsal islenzkra lands- réttinda við inngöngu þjóðarinnar í Efna- hagsbandalag Evrópu. Sérhver andstæðingur hernámsins verð- ur að gera sér ljóst, að úrslit þessara mála eru að nokkru leyti í höndum hans sjálfs. Við berum ábyrgðina, ég og þú, á fram- tíðarstarfi samtakanna, og því aðeins að við leggjum eitthvað að mörkum er von til þess, að starfinu verði haldið áfram. Miðnefnd samtakanna hefur ákveðið að leggja fjárhagsgrundvöll að starfi sam- takanna með kerfi styrktarmanna og söfn- un áskrifenda að Dagfara. Væntanlegum stuðningsmönnum er boðið eitt af þrennu: að verða styrktarmenn og greiða 200 eða 500 króna framlag á ári eða að verða á- skrifendur að Dagfara en árgjald hans er 100 krónur. Þess ber að geta, að styrktar- menn munu fá sent eintak af allri útgáfu samtakanna í framtíðinni, þar með talin útgáfa Dagfara. Við biðjum héraðsnefnd- armenn og aðra stuðningsmenn að hug- leiða, hvort þeir muni vilja eiga hlut að þessu máli. Ritvélarnar frá BORGARFELLI Laugaveg 18 STIMIAR STIMPLAR STIMPLAR STIMPLAR EFTIR VÐAR VALI. Steindórsprent h.f. TJARNARGÖTU 4. - R.VÍK - SÍMI 11174 Nokkur eintök til af eftirtöldum ritum: Friölýst land Keflavíkurgangan 1960 Þingvallafundur 1960 Tíðindi Þingvallafunda Rit Þingvallafunda Hvalfjarðargangan (dreifiblað) íslenzkar raddir (dreifiblað) 1, 2, 3. HVERSKONAR PRENTVINNA SAMTOK HERNÁMSAIVDSTÆÐIMGA MJÓSTRÆTI 3. SIMAR 23647 og 24701 Prenlsmiðja Jóns Helgasonar Bergsfaðastræli 29 Sími 14200

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.