Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 19
efnahag'smálum. Þetta bandalag er nýr lið-
ur í viðnámsbaráttu borgaranna; það sæk-
ist eftir afli, en hvorki hagsæld né full-
komnari þegnrétt almennings, og er þess
vegna í heiminn borið með dauðameinið í
sér.
—O—
Einvaldshyllingin í Kópavogi var full-
komnun þeirra atburða, sem gerðust á al-
þingi 1262. 1 400 ár höfðu Islendingar
reynt að halda nokkrum hluta ríkisvalds-
ins í sínum höndum, en voru sviptir því
gjörsamlega. Þeir urðu fjarstýrð nýlenda,
og íslenzk höfðingjastétt hvarf von bráðar
úr sögunni. Með nokkrum rétti má segja,"
að Páll Vidalín hafi verið siðasti íslenzki
höfðinginn. Fátt er svo með öllu illt, að
ekki boði nokkuð gott. Þegar forréttindin
og eignirnar voru algjörlega úr sögunni,
biskupiim meira að segja varla orðinn mat-
vinnungur, þá gat endurreisnin hafizt. Hér
voru allir komnir í sama öreigabátinn, öllu
sviptir nema fátæktinni. Danska ríkið lið-
aðist að verulegu leyti sundur, og þjóð-
frelsishreyfingar blésu Islendingum kapp
í kinn. Við endurheimtum fullveldið, stofn-
uðum lýðveldi og hér hefur á ýmsan hátt
eflzt „velferðarríki". Borgararnir hafa yfir-
leitt haft ríkisvaldið í sínum höndum, en
það hefur reynzt ógjörlegt til lengdar að
leysa svonefnd ,,vandamál“ atvinnuveg-
anna með einhliða aðgerðum. Hér hefur
löngum verið pólitísk þráskák milli borg-
aranna og verkalýðshreyfingarinnar. Borg-
ararnir ympra á því, að þá skorti sterk-
ara ríkisvald. Verkalýðshreyfingin virðist
hins vegar allalmennt láta sér nægja jafn-
vægið, keppir yfirleitt ekki að öðru en
jafnrétti við samningaborðið. Nú eygir a.
m. k. nokkur hluti borgarastéttarinnar þá
leið út úr þráteflinu, að ganga i Efnahags-
bandalagið, sækja þangað þann styrk, sem
stéttina skortir til vinnings í valdataflinu
við verkalýðshreyfinguna. I liðveizlunni
fælist, að íslenzkt rikisvald yrði að nýju
erlent að meira eða minna leyti, og hún
myndi kippa fótum undan efnahagslegu
sjálfstæði íslenzkra iðnrekenda. 1 tilvitn-
aðri skýrslu hér að framan segir, að stund-
um hafi eindregin flokkssjónarmið veikt
aðstöðu Islendinga í samskiptum við aðr-
ar þjóðir. Þessara eindregnu sjónarmiða
er þegar farið að gæta, en framtíðin ein
fær úr því skorið, hvort árið 1962 verður
talið mesta óhappaár íslenzkrar sögu.
Við lifum á mestu þjóðfrelsisöld mann-
kynsins. Breytingar á atvinnuháttum og
tækni gera það að verkum, að miklu smærri
heildir en áður geta verið fullvalda. Stóru
ríkjabáknin eru að miklu leyti að leysast
sundur. Nýlenduþjóðirnar vinna hver af
annarri sigra í sjálfstæðisbaráttu sinni, og
á hagsmunasvæðum stórveldanna eru smá-
ríki miklu djarfari í athöfnum en nokkru
sinni fyrr, eins og dæmin frá Iraq, Kúbu,
Júgóslavíu og Albaníu sanna og mörg
fleiri mætti nefna. Þegar þannig standa
sakir, þá er Efnahagsbandalagið örþrifa-
ráð hrynjandi heimsvelda til þess að rétta
við taflstöðuna, en það ráð breytir ekki
þróuninni.
ERIK BLOMBERG
HINN KROSSFESTI
Ég leitaði aldrei píslardauðans — ég elskaði jörðina.
Mig dreymdi um faðm að sökkva í ástúð minni,
heimili að vemda.
En er ég beygði mig undir byrðina,
var lagður kross á bak mitt,
og er ég lauk upp lófa til að strjúka,
var rekinn silfurgandur í gegnum hann.
Og loks
brennandi af þorsta
var tunga mín negld föst við krossinn.
í þögn,
blæðandi,
dag eftir dag,
stund eftir stund
í árþúsunda kvöl
bíð ég eftir frelsun.
Unz rennur sá dagur, er fortjald myrkursins rifnar
og hellubjörgin bresta niðrí grunn.
Þá skal ég rykkja mínum blóðuga krossi úr jörðu,
og sem ég sveifla honum einsog sverði yfir höfði mér
skal ég ryðjast gegn himnanna heljargrimmd
og hrópa;
„Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig!“
Holgi H&Udonaroon þýddi.
Björn Þorsteinsson.
DAGFARI 19