Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 28

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 28
RITAÐ UM BÚKMENNTIR BJARNI BENEDIKTSSON FRÁ HOFTEIGI LEYNDARMAL SKJALA- VARÐARINS Hannes Þorsteinsson ritaði ævisögu sína á sjöunda aldurstugi, en mælti svo fyrir að handritið skyldi geymast innsiglað þangað til á aldarafmæli hans. Það bar upp á 30. ágúst 1960; og þegar að því leið vissi ég til þess að nokkra útgefendur munaði í að lesa það, ef þar kynni að vera efni í arðvæn- lega bók. Bar það hvorttveggja til, að margt hafði drifið á daga sögumanns og fyrirmæli hans um innsiglið eggjuðu for- vitni manna: ljóstraði hann upp í bókinni æsilegum pólitískum leyndarmálum, sem hann vildi þó hlífa málsaðilum og vandaliði þ'eirra við fyrst um sinn ? Síðan var innsigl- ið rofið, og Almenna bókafélagið gaf bók- ina út í aprílmánuði síðastliðnum. Og þá kom það á daginn, að höfundurinn ljóstraði ekki upp neinum leyndarmálum — nema einu um sjálfan sig. Á síðum bókarinnar eru hvorki framin landráð né aðrar ó- dáðir; ég er ekki einusinni viss um, að orðin laumuspil og baktjaldamakk eða ígildi þeirra komi fyrir í bókinni — enda urðu þau hugtök ekki að list og lífsreglu á Islandi fyrr en nokkru síðar. Samt sem áður er hvergi hörgull á stór- um orðum; og væntanleg eru þau undir- rót þess, að innsiglið var sett á handritið. Það er sem sé staðreynd, að tuttugu til þrjátíu árum eftir að Hannes hefur stað- ið í stórdeilum í blaði sinu Þjóðólfi er hann ennþá fokreiður andstæðingum sínum og kemur ekki í hug að vera sáttur við þá. 28 Má það merkilegt heita — meðan annars fyrir þá sök að samkvæmt sínum eigin vitnisburði hefur hann borið hærri hlut í hverri einustu ritdeilu, og er með réttu hreykinn af. Einnig hefur honum farnazt svo snillilega að kjósa sér málstaði, að þegar hann lítur yfir langan farinn veg, þykir honum sem hann hafi jafnan tekið þá allrabeztu afstöðu í hverju máli — og má slíkt vera mikil hamingja. Við skulum láta það viðhorf höfundarins gott heita; en meiri vafi kynni að leika á sumum ritdeilusigrunum hans. Hannes Þorsteins- son var alls ekki leikinn blaðamaður, eftir þeim kynnum að dæma sem ég hef af Þjóðólfi hans; og það sést bæði af þessari bók og öðrum verkum hans, að hann hef- ur verið lítt minnilegur rithöfundur. Enda virðist hann í raun og veru meta úrslit deilnanna eftir því, hvorum aðilanum tókst að vera stórorðari um andstæðing sinn og gifuryrtari um málflutning hans. Og að sönnu virðist það hafa verið talsvert al- menn skoðun á þessum tíma, að deilu- listin fælist einna helzt i því að binda saman í eitt orð sem allra flesta stofna úr skammaryrðum tungunnar; — sá maður, sem hefði lánazt að búa til jafnlangt last- yrði um andstæðing sinn og til dæmis orð- ið hæstaréttarmálaflutningsmannsvinnu- konuútidyralykill, hefði varla tapað rit- deilu í íslenzku blaði um síðustu aldamót og upp úr þeim. Það var nú meira árans hnoðið. En þrátt fyrir lastmæli höfundar um andstæðinga sina, þá verður lesandanum ekki kalt til hans — og fer því fjarri. Og ástæðan er sú, að Hannes Þorsteinsson rægir menn ekki. Tunga hans er ekki rógs- tunga, í tönn hans er ekki eitur. Hann lastar aðeins, á hreinskilnislegan og hispurslausan hátt; manni finnst að allt sem hann ritar hér, í leynum skrifstofu sinnar, hefði hann alveg eins getað sagt upp í opið geðið á mótherjum sínum og í votta viðurvist. Yfirleitt fær maður þá mynd af Hannesi Þorsteinssyni, að hann hafi verið stórlyndur og geðríkur kapps- maður. Honum var í nöp við marga menn, án þess þó að þykja þeir fyrirlitlegir; og hann mátti hafa ærinn hluta þess sjálfs- trausts, sem gegnsýrir ævisögu hans. Hann var tæplega í hópi allra fremstu manna, en hann hefur þó bæði verið drengur og kempa. Vítur hans eru ekki baknag, held- ur ærlegt last; og margar þeirra styðj- ast vitaskuld við full rök — og þarf ekkl um að ræða. En fár bregður hinu betra, ef hann veit hið verra; og færi nú að verða tímabært að reisa Björn gamla Jónsson úr rústum þessarar bókar og annarra fleiri. Sjálfsævisaga Hannesar Þorsteinssonar skiptist í firnrn höfuðkafla: Bernskuár og æskuár, Námsár og kennsluár, Ritstjórnar- ár, Atvinnuleysisár, Embættisár. Miðkafl- inn er miklu lengstur, eða 170 blaðsíður — og að öllu samanlögðu rýrastur að gildi. Pyrsti þátturinn er vafalaust merkastur og fyllir enn mynd okkar nútímamanna af ís- lenzku sveitalífi á síðari hluta L9. aldar. Þar eru einnig settar læsilegar frásagnir af ýmislegum mannraunum og jafnvel lífs- háskum höfundar á bernsku- og æskuskeiði —. svo og af þrá hans til fróðleiks og skrifta, og ævintýrið af því hvernig hann komst inn í Lærðaskólann seint og um síðir. Þættir hans af fólki þessa kafla eru einnig minnst truflaðir af vil og dul höfundarins; sérstaklega er lýsing hans á föður sínum verulega sannferðug. Þessi kafli er langinnilegasti þáttur bókarinnar. Það kvika i honum undiröldur; en það er til dæmis eitt einkenni á ritstjórnarkafl- anum, hve öll frásagan er á yfirborðinu: hvergi reynt að leita inn í menn, rekja nokkum atburð til rótar eða skyggnast bakvið forhliðina. Öll pólitísk og söguleg innsýn liggur manninum viðs fjarri. Eg nefndi fyrr eitt leyndarmál, sem upp kæmist í bókinni; og er nú að segja frá því. Árið 1889 kvæntist sögumaður Jar- þrúði Jónsdóttur háyfirdómara Pétursson- ar. Hann var þá tæplega þritugur að aldri, en brúðurin fyrir nokkru komin á hinn nafntogaða öryæntingaraldur. Hef ég enda heyrt því fleygt, að Hannes hafi tekið Jarþrúði upp í skuld við föður hennar. Af hjónabandi þeirra fer ekki beinum sögum í þessari bók. En seinasti undirkafli hennar nefnist Gamlar æskuminningar; og segir þar frá því, er fermingarsystir höfundar heimsótti hann haustið 1928 og sagði honum að hún hefði unnað honum ungum, eins og hann segir fyrr í bókinni að hann hafi verið hrifinn af henni. Brást það eitt á, að strákurinn færi að manga til við stelpuna; og þykir honum þetta mikið mein, þar sem hann ritar þessa frásögn síðasta sumardag árið 1928. „Kom okkur saman um“, segir hann, „að við hefðum bæði farið mikils á mis og ævi okkar beggja orðið ánægjulegri og hamingju- samari, ef okkur hefði auðnazt að lifa saman . . .“ Og er nú Jarþrúður Jónsdött- ir sæl, að ekki skuli vera annað líf eftir dauðann — þannig að hún kemst þ6 hjá þvi að vita þennan dóm um sjálfa sig. Bjarni BenediJctsson. DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.