Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 5

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 5
SIGRIÐUR EIRIKSDOTTIR ERU iSLENDINGAR ÞJÚÐRÆKNARI EN AÐRAR ÞJÖÐIR? Eg hefi undanfarið verið að lesa fróð- lega og skemmtilega bók, sem fjallar um danskt athafna- og menntafólk. Þeir, sem að bókinni standa, segja í stuttum köflum frá orsök og aðdraganda þess lífsstarfs, sem síðar var valið, enda ber bókin heit- ið: Hversvegna valdi ég lifsstarf mitt? Allt er þetta fólk komið yfir miðjan ald- ur, og vegna þess efnis, sem skrifa átti um er því tíðrætt um minningar og áhrif frá æsku- og uppvaxtarárum sínum. Á meðal höfunda eru nokkrir ættaðir frá Suður- Jótlandi, eða frá þeim hluta sem Þjóð- verjar hertóku í styrjöldinni við Dani árið 1864. Lýsingarnar á því ástandi, sem ríkti í byrjun þessarar aldar í þesu danska landi, sem hafði þá verið undir menningar- áhrifum erlendrar stórþjóðar í nærfellt 4 áratugi, virðist mér vera tilefni til alvar- legrar umhugsunar, ekki sízt fyrir Islend- inga, sem hafa dregizt undir áhrifavald eins mesta stórveldis heimsins, og þar með verið neyddir til þess að varpa dýrmætu hlutleysi sínu fyrir borð og gerast um leið meðvirkir i hinu kalda stríði, sem getur auðvitað ekki staðið eilíflega, en líklegt er að því lengur sem það varir, því erfiðara verði að leysa vandamálin og afleiðingarn- ar verði að lokum háskalegri. Margir munu segja að hér sé ólíku sam- an að jafna, þar sem Þjóðverjar tóku Slésvík með vopnavaldi, en hinn erlendi her á íslandi sé hér með meirihlutasamþykki á Alþingi Islendinga. Að mlnu áliti stafar okkur þó margfalt meiri hætta af hinni ,,frimsamlegu“ hersetu með öllum þeim blekkingum og ósinnindavaðli sem henni fylgja, og ætti andstaðan þó að vera auð- veldari hér en hjá smáþjóð, sem á landa- mæri upp að ágengum og mörgum sinnum stei'kari aðilja. Lítum nú svolítið á þær tvær aðstæður, sem hér eru gerðar að umtalsefni. Þegar Þjóðvei-jar höfðu náð Slésvík imdir sitt vald, hófu þeir strax að prússneskum sið að koma hinni dönsku þjóð, sem þar bjó, undir þýzkt áhrifavald. Það gerðist bezt með því að gera skólakerfið og kirkjulífið þýzkt. Þeir dönsku vinir mínir, sem hér segja frá, höfðu allir gengið i þýzka ríkis- skóla með dönskunám 2 stundir á viku. Heimili þeirra var hinsvegar aldanskt, og segir einn þeirra frá því, að algengt hafi verið, að einungis 5% nemenda, sem hófu nám í barnaskóla, hafi skilið eitthvað í þýzku, enda hafi einskonar málleysingja- aðferðir verið notaðar í byi'jun kennslunn- ar. Allt var þetta fólk mjög trúað og kirkju- rækið, en gat ekki sótt kirkju nema sjald- an, vegna þess, að hvorki skildu foreldrarn- ir þýzku né gátu hugsað sér að samþykkja þannig óbeinlínis ofbeldið og sækja þær kirkjur, sem danskir sálusorgarar þeirra höfðu verið reknir frá. Þannig myndaðist leynisöfnuður í Suðui'jótlandi fyrstu árin eftir hertökuna. Málsmetandi danskir prest- ar og annað menntafólk héldu uppi leyni- legu skólahaldi í móðurmálskennslu og öðr- um þeim námsgreinum, sem stefndu að því að styrkja böndin við föðurlandið. Árið 1870, þegar Þjóðverjar herjuðu á Frakka, voru danskir Suðurjótar herskildir með Þjóðverjum, og höfðu sumir farið í það sti-íð jafnvel af fúsum vilja í þeirri full- vissu, að Frakkar yrðu sigurvegarar og þeir myndu þá endui'heimta hinn danska rétt sinn. En það fór á annan veg, með stórsigri Þjóðverja í þeim hildarleik. Svona geta örlögin stundum leikið grátt þá, sem telja sig hafa vinninginn sin megin. • Þrátt fyrir þi-otlausa vinnu danslura ætt- jarðarvina, bæði í heimalandinu og á hinu hersetna landsvæði, varð hið danska þjóð- erni smátt og smátt að þoka fyrir ofurefl- inu, og átti það sér margar orsakir. Þjóð- vei'jar búsettu sig unnvörpum í þessu fi’jó- sama landi og áttu þýzku ríkisskólarnir og kirkjan auðvitað drjúgan þátt í þeii'ri þró- un. Gömlu ættjarðarvinirnir, sem mundu styrjöldina, týndu tölunni, og áróðrinum var hellt yfir ungu kynsslóðina. Þegar heimsstyi'jöldin fyrri skall á, var hin danska þjóðerniskennd samt sem áður svo sterk, að sagt var að danskættaðir menn undir þýzkri stjórn hafi farið mjög nauðug- ir í styrjöldina með Þjóðverjum, minnugir atbui'ðanna 1870. En hörð herskylda hvíldi þá sem fyrr á Þjóðverjum. I þetta sinn varð atburðarásin önnur. Þjóðverjar töp- uðu leiknum og misstu þá hið gamla her- fang sitt frá 1864. Danir gátu aftur sam- einast, og það hefur sagt mér góð vinkona mín, formaður danska hjúkrunarkvenna- félagsins, ser er ein þeirra er í framan- greinda bók ritar, og alin upp norðan Flensborgarfjarðar, að aldrei á æfi sinni hafi hún upplifað aðra eins tignarstund og þegar Kristján X. reið á hvítum hesti sín- um yfir landamærin hinn 10. júlí 1920, til hins gamla endurheimta ríkishluta, sem þó ekki vannst allur til baka. Suðurjótlandsmálið er enn mikið sárs- aukaefni fyrir Dani, því að þrátt fyrir ætt.jarðarást og tryggð við móðurlandið, höfðu hin þýzku áróðursöfl náð miklum árangi’i. Mikill fjöldi Þjóðverja er nú bú- settur í þessum landshluta, og áhrifanna gætir í hvívetna á hina dönsku íbúa. Þvi hefur t. d. verið haldið fram, að hvergi innan dönsku þjóðarinnar hafi danskir nazistar verið eins fjölmennir í síðustu styrjöld og einmitt á Suðui'jótlandi, enda héldu Þjóðvei'jar þar alla tíð uppi skólum og áróðri. Þetta er auðvitað ekki óeðlilegt. Á landamærasvæðum skarar hver eld að sinnar þjóðar hugðarefnum, og mætti þar lengra fara og vitna í hinar stöðugu landa- mærakröfur og erjur í landshlutum Áust- urríkis og Italíu. Snúum okkur nú augnablik að okkur sjálfum, sem erum þó svo lánsöm að eiga hvorki í landamærastreitu né tungumála- þrasi, og athugum, að þessum hugleiðing- um loknum, hvort við gætum ekki lært eitt- hvað af því, sem sagt hefur verið, og i fullri einlægni viðurkennt, að við erum sennilega ekkert siðferðislega eða þjóðern- islega sterkari en t. d. Danir. Nú er talið álitamál, hvort hinn hertekni hluti Slés- víkur hefði þolað áratuga hersetu til við- bótar, enda þykir mörgum líklegt, að þá hefðu Danir í Slésvik verið orðnir miimi- hlutabi'ot og smátt og smátt misst öll áhrif á gang mála þar. Mörgum málsmet- andi Dönum ber saman um, að sameining- in mátti ekki seinni vera, ef ekki átti illa að fara. Island var hertekið gegn vilja sínum vor- ið 1940. Þó óþai'ft sé að rekja þann atburð hér, skal aðeins minnt á, að þá þegar komu DAGFARI 5

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.