Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 3

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 3
RAGNAR ARNALDS: BOÐAÐ TIL LANDS- FUNDAR DAGFARI Blað um þjóðfrelsis- og menningarmál 3. tbl. júlí-ágúst 1962 2. árg. Útgefandi: Samtök hernámsandstæðinga. Ritstjóri: Sverrir Bergmann (ábm.). Afgreiðsla Mjóstræti 3. Símar 23647 og 24701. Verð 25 kr. — árg. 100 kr. — Prentað í Steindórsprenti h.f. Samtök hemámsandstæðinga eru samstarfsvettvangur manna úr ýms- um ólíkum stjómmálaflokkum. I starfsreglum samtakanna er sérstak- lega tekið fram, að samtökin taki ekki þátt í pólitískum kosningum en leitist við að vinna menn úr öllum stjómmálaflokkum til starfs fyrir stefnu hemámsandstæðinga. Enda þótt þannig sé fyrir það girt, að samtökin hafi áhrif á kosningabaráttu flokkanna, er þó ekkert því til fyrirstöðu, að hið gagnstæða eigi sér stað: kosningabaráttan hafi áhrif á störf samtakanna. Einmitt þetta átti sér stað nú í vor í fyrstu flokkspólitísku kosningunum, sem fram fóru eftir að Samtök hemáms- andstæðinga voru stofnuð. Starfsemi samtakanna raskaðist allverulega og var talið nauðsynlegt að gera mánaðarhlé á störfum, enda var rúm- ur þriðjungur miðnefndarmanna (12 af 14) og helmingur framkvæmda- nefndar (6 af 10), þar með taldir starfsmenn, á framboðslistum hinna ýmsu flokka, en margir aðrir áhrifamenn samtakanna tóku þátt í kosn- ingabaráttunni eins og vænta mátti með ræðuhöldum og skrifum, hver fyrir sinn flokk. Nú em kosningar gengnar um garð og starfsemi samtakanna hefur aftur færst í eðlilegt horf. Mótmælaganga hemámsandstæðinga úr Hval- firði tókst með miklum ágætum. Hásumarið er að vísu ekki heppi- legur tími til fjöldafunda í Reykjavík, því að stór hluti bæjarbúa er í sumarleyfi eða helgarferðum, en einmitt þess vegna var athyglis- vert hve gangan hlaut glæsilegar undirtektir; um tvö hundmð manns gengu alla leiðina frá Hvítanesi og þúsundir Reykvikinga bættust í hóp- inn seinasta spölinn og breyttu litlum göngumannahópi í feiknarlegt mannhaf á leið um götur borgarinnar. Hvalf jarðargangan var fyrsti þátt- ur sumarstarfsins, öflug hvatning til hemámsandstæðinga um land allt að hefja starfið á ný og vinna vel að undirbúningi landsfundar sam- takanna í haust. Tvö ár eru liðin síðan lagður var gmndvöllur að skipulögðu starfi hemámsandstæðinga með fyrstu Keflavíkurgönguxmi, fundarhöldum, stofnun héraðsnefnda og Þingvallafundi haustið 1960. Fyrsti landsfund- ur samtakanna sem nú er ákveðið að halda í Reykjavík 14.—16. sept- ember n.k. mun taka til meðferðar starfsemi samtakanna undanfarin tvö ár og jafnframt marka stefnuna í baráttu hemámsandstæðinga næstu árin. Helzta verkefni sumarsins er því undirbúningur fyrsta landsfundar- ins. Ákveðið er að efna til funda víða um land í ágúst og byrjun sept- ember og héraðsnefndir allar verða endurskipulagðar eins og gert er ráð fyrir í reglum samtakanna. Fjárhagur samtakanna hefur fram að þessu byggzt á frjálsum samskotum og sölu happdrættismiða, en stefnt verður að því að koma fjáröflun samtakanna í fast horf með kerfi styrktar- manna og áskrifendasöfnun að Dagfara. Liðinn er rúmur hálfur annar áratugur síðan Bandaríkjamenn tóku að ásælast land okkar undir hernaðarmannvirki. Þaxm tíma allan hafa íslenzkir hemámsandstæðingar staðið í vöm í baráttu sinni gegn er- lendri ásælni. Það er vissulega þreytandi að heyja vamarbaráttu ára- tugiun saman. Þátttaka tugþúsunda Islendinga í starfi hemámsand- stæðinga um land allt undanfarin ár hefur þó sýnt og sannað, að hvorki skortir þolinmæði né þrautsegju, þótt seint gangi; það er ljóst orðið að flestir Islendingar hafa staðfastan vilja til að berjast áfram gegn hverskonar erlendri ásælni og þeim er kleyft að breyta vamarbaráttu í sókn. Aldrei fyrr hefur þó verið unnið jafn skipulega og markvisst að því eins og einmitt nú að reyra landsmenn í efnahags- og hemaðar- fjötra erlenda stórvelda. Við skulum því minnast þess, öll sem lesum þessar línur, að sérhvert okkar hefur ábyrgð að bera, — í sameiningu ráðum við úrslitum þessa máls. DAGFARI 3

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.