Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 23

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 23
Ályktun Samtaka hernáms andstæðinga um E8E Áfall fyrir lýðræðið. Hvergi nýtur lýðræðið sín eins og meðal fámennra menningarþjóða. Því hafa smá- þjóðirnar enn hlutverki að gegna. Þær eru meira að segja æ nauösynlegri vinjar, þar sem lýðræðið getur staðizt í heimi, þar sem harka ræður í efnahagsmálum yfir- leitt. Lýðræðið á æ erfiðara uppdráttar, eftir því sem þjóðir heimsins skipa sér fastar í valdablakkir í efnahagsmálum, stjórnmálum og hermálum. Sjálfstjórn sveitarfélaga í Noregi og annars staðar á Norðurlöndum, hin litlu þjóðríki, sem hvíla á sjálfstjórn sveitar- félaganna, þroskuð pólitísk samtök og stéttasamtök bjóða einstaklingum skilyrði til að taka þátt í stjórn landsins á lýð- ræðislegan hátt. Einstaklingurinn mun tapa þessum réttinum, ef eitthvert Norð- urlandanna verður fullgildur aðili í miklu ríkjasambandi, sem stjórnað er af em- bættismönnum og þar sem ráða þau lög- Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu er örlagaríkasta vandamál, sem borið hefur verið upp við íslenzku þjóðina. Hinn endanlegi tilgangur með stofnun bandalagsins er sá að sameina ríki Vesturevrópu í nýtt stórveldi; með aðild að þvílíku bandalagi væri þannig verið að binda endi á allar hugmyndir Islendinga um sjálfstætt og óháð íslenzkt þjóð- ríki. Enda þótt hugmyndin um algeran samruna bandalagsríkjanna kunni að eiga langt í land, myndi þátttaka Islendinga þegar hafa þau áhrif að skerða sjálfsforræði landsmanna á hinum mikilvægustu sviðum. Erlendir aðilar hefðu heimild til þess að stofna fyrirtæki og reka þau til jafns við landsmenn sjálfa, og erlent verkafólk hefði rétt til búsetu og starfa hér á landi að eigin geðþótta. Fiskveiðilandhelgi Islendinga yrði opn- uð veiðiskipum frá öðrum bandalagsríkjum, og þau gætu lagt upp afla sinn í erlendar fiskvinnslustöðvar á Islandi. Islendingum yrði bannað að beita tollum eða öðrum hliðstæðum stjórnarráðstöfunum til þess að hafa áhrif á viðskipti við önnur lönd innan bandalagsins og myndu glata sjálfsákvörðunarrétti um viðskipti sín við lönd utan þess. Einnig yrðu Islendingar að afsala sér ákvörðunarvaldi á ýmsum öðrum sviðum efnahagsmála og félagsmála. Enda þótt sérstakir samningar kynnu að geta takmarkað sum þess- ara áhrifa um stund, gætu ákvæði um aukaaðild þó aldrei brotið í bága við þann tilgang bandalagsins að sameina þátttökuríkin öll í eitt stór- veldi. Aukaaðild væri því undanfari fullrar aðildar, og ákvörðun um hana gagnstæð þeirri meginstefnu íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, að Is- land skuli vera óháð og fullvalda ríki. Miðnefnd Samtaka hemámsandstæðinga skorar á landsmenn alla að kynna sér sem bezt þetta örlagaríka vandamál. Sérstaka áherzlu legg- ur miðnefndin á það, að ríkisstjórn og Alþingi hafa hvorki stjórnar- farslegan né siðferðilegan rétt til að tengja íslend Efnahagsbandalagi Evrópu í nokkurri mynd að þjóðinni forspurðri. mál í efnahagsmálum og stórpóltísk mark- mið eins og Rómarsamningurinn gerir ráð fyrir Valdamestu stofnanir í bandalaginu eru ekki valdar af alpýöu manna. Þingið er aðeins ráðgefandi í öllum venjulegum málum. Þingið getur því aðeins tekið í taumana, að kreppa sé. Þá getur þingið afsagt Nefndina með tveimur þriðju at- kvæða (144. gr.). Ef svo fer verður öll nefndin að leggja niður störf. Heimsfriðinum stafar hætta af hernaðarbandalögum. Þeir, sem ekki vilja koma auga á þá hættu, sem ég hef rætt um, eru jafn barna- legir og bandamenn voru að lokum heims- styrjöldinni fyrri. Þá létu þeir undan skref fyrir skref, þar til Þýzkaland var aftur búið til árásar. Og þeir, sem halda því fram, að lítil þjóð eins og Norðmenn og aðrar Norðurlandaþjóðir geti haft aftur af Þjóðverjum með þvi að vera á sama báti og þeir, þeir hafa ekki lært neitt af sögunni og hljóta að vera ruglaðir í ríminu. Norðurlönd hafa öðru og merkara hlutverki að gegna. Ef þau ráða sig ekki í skiprúm með Þjóðverjum, fá þau tækifæri til að sýna heiminum dæmi um raunverulegt lýðrœði bæði pólitískt og efnahagslegt. Og þau munu þá hafa tæki- færi til að draga úr þeirri dauðahættu, sem liernaðarbandalögin eru nú. Einu raunsæju og ábyrgu viðbrögðin, sem koma til greina fyrir þjóðir Norður- landa, er að bíða og sjá hvað setur, ef þær vilja hugsa um sína eigin framtíð og fram- tíð heimsins, bíða þar til staðreyndirnar hafa sannfært Norðurlandabúa um innsta eðli Efnahagsbandalagsins í efnahagsmál- um og stjórnmálum yfirleitt. Það er ekk- ert það I Rómarsamningum, sem segir að þau lönd, sem dragi að gerðast aðilar, nái lakari kjörum. DAGFARI 23

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.