Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 26
1
Þegar við hugleiðum þá andlegu myrkvun
sem gleypti íslenzku þjóðina uppúr siða-
skiptum verður okkur fyrir að hugsa um
danska nýlenduokið, galdrabrennurnar,
umvandanir og hótanir hins nýja siðar, —
og hið mikla og stránga höfuð biskup
Guðbrand: Þar er pisl og pína í eldsins
loga óaflátanlega; ólykt slik er af eldsins
kveikju — og meinfullum brennisteini; —
bann á sögum og skemmtan, þess í stað
er lýðnum sökkt í auðmjúkar, hjáróma og
staglfullar sálmastælíngar. María móðir
skærust og önnur lofsúngin helgiteikn fyr-
ir róða lögð, hliðstætt athvarf er því ekki
að finna nema kannski — kukl og hól-
gaungur. Jarðlífið er og ber að vera þján-
ínganna reitur; eymdaráróðurinn vinnur
dyggilega í þágu Hans Majestets.
Þá er samt ekki þess að dyljast — að
við rekumst á ljómandi persónur, nöfn, sem
eru okkur mörg hver ærið kunn þegar á
allt er litið. Af þessum nöfnum ymur mjög,
enda kveða þau að vild margt og mis-
jafnt, hvað sem boðið er. Menn kveða
eymdaróði; Þórður á Strjúgi segir: „Reynd-
ar verður stutt stund — að standa náir
Island"; og séra Ölafur Einarsson: „Fyrn-
ist Island fríða — fölnar jarðar blóm“.
Samtímis er klerkur sá samt lítt snortinn
af Hólaboðskapnum:
Þótt mín sé drykkjan megn og stór
og mjög við of,
mun þó ei reiðast drottinn vór.
Sumir þessir kveðandamenn deyja „úr
sulti, nakleika, kröm og kvöl,“ sumir ærir,
og enn nokkrir úr brennivíni. Einstaka
bragabróðir kveður sig dauðan.
Og við sem ef til vill höfum sokkið um
stund í krapahraungl af óttafullum griða-
bænum aumra jarðarmaðka, rekumst á
íbyggnar stökur þarsem við fáum að vita
að eitthvað lifir í glæðum:
Hjálminn ber þú höfði á
og hlífarnar góðar fleiri,
í raunum muntu reiknast þá
riddara hverjum meiri.
Það er þrátt fyrir allt verið að „kliða
lífseigju í þjóðernið". Og stundum er
tónninn sefandi, það er eins og veraldar-
myrkrinu létti og kvölunum hljóti að linna
í bili:
Blessi drottinn berin á því lýngi;
hægt og leingi harpan mín sýngi.
2
Ofanskráð brot tvö hin síðari eru viðlög
úr kvæðum og sálmum Bergsteins blinda,
en annars er það sem varðveitt er af kveð-
skap hans hvorki talið margt né merki-
legt. Fyrrum var hann í vitund margra
26 DAGFARI
sem töluverður skáldjöfur, mest fyrir þá
sök að honum voru ránglega eignaðar
margar rímur, einkum þó Andrarímur
hinar fornu; en þær eru eftir annan blind-
an, Sigurð. Bergsteinn átti að hafa kveðið
Öndrur þessar frá upphafi til enda á einni
jólanótt fyrir tíðir; hafi það mælzt illa
fyrir og verið álitið misbrúkun náðargáfu.
Þa ' um var vísa kveðin af lítilli hlýju:
Hann í staðinn hafi það
honum verði aldrei rótt,
sem Andrarímur allar kvað
fyr embætti á jólanótt.
Flest er á huldu um Bergstein blinda,
og brot þau sem geta hans að nokkru, eru
varðveitt fyrir tilviljun eina einsog fleira
sumt í munnmælum og nokkur viðbót í
öruggari gögnum. Menn vita ekkert um
ætterni hans né uppvöxt, nema fullyrt er
að hann væri „lítilla manna“, Þorvaldsson
og ættaður úr Mýrdalnum.
Hann ferðaðist um Suðurland -— á Ráng-
árvöllum, í Árnesþíngi og á Suðurnesjum,
„aumur þurfamaður, haldinn liðugt skáld,
og lifði mest af því hjá höfðingjum"; sum-
ir hafa að sjálfsögðu annað orðalag: „skáld
mikið á sinni tíð, og heldur en ekki þótti
honum góður sopinn“. Þá er og mælt að
hann væri ekki nema miðlúngi fyrirleitinn
og hafi jafnvel gert sér upp blinduna sem
hann var við kenndur að nafninu. Hann átti
og að hafa notað skáldskap sinn til ákvæða
ef honum þótti henta. Sagt er að eitt sinn
hafi liann lagt svo mikið land undir fót,
að hann fór norður, heim að Hólum og
fann Guðbrand biskup.
Nú eru til einúngis níu kvæði eftir Berg-
stein og hafa fæst þeirra mikið gildi:
Kappakvæði, þar sem hann telur upp hetj-
ur úr sögum einsog mörgum skáldum var
títt; árnaðarósk til konu; sex guðrækileg
kvæði — og ein dýrt kveðin vísa:
Hresst næst hraust vist
hreysti treysti leyst, reist,
leizt ást ljóst stærst,
lastakastið brast hvasst,
glæstra kosta geyst raust
gisti vistar list fyrst,
festi á Kristó fast traust
flest mest bezt sést.
Viðlögin sem Bergsteinn velur kvæðum
sínum eru hinsvegar fögur, og hvort sem
nokkurt þeirra er eftir hann eða ekkert,
bera þau vott um smekkvísi. I einu hinna
andlegu kvæða þarsem Bergsteinn likir líf-
inu við sjóferð, er þetta erindi, og er talið
með hinu skárra sem honum er eignað
(virðist afbakað):
Stjórnar kenni ég stýrimanninn,
styður oss enn nú guðsson þanninn
heim og inn um himnaranninn
þá harmur og stríð á enda er kljáð.
— Vökvann klekur víða um láð —
Jesús minn og vísdóms granninn
veit, þar finni ég trúarsanninn,
leiðsögn fróða.
— Lof skal bjóða ljóða
lífsteininum góða.
Kvæðið til konunnar hefst svo:
Viðlag:
Guð þér veiti góða
gæfu, blóma seim,
sæl sæmdin fljóða
með sómanum þeim.
Beztur er svanninn kostur kvenna
kominn til manna í heiminn þenna,
lindin hranna þúsund þrenna
þekki lukku gróða —
guð þér veiti góða —
virðing kann sú verðug renna,
við nam kvendið höndum tveim
gæfu, blóma, seim —-
þægur er hann, er þig skal spenna
þýðum guði fróða,
sæl sæmdin fljóða, —■
dýrðleg þann 'mun kærleik kenna
kurteis virtrar ljóma eim;
sæl sæmdin fljóða með sómanum þeim.
Bergsteinn „var tölugur og gerði vísur
orðgífrar og málgar“. Þótt við höfum eing-
an rétt til að vefeingja þennan vitnisburð
sögunnar, er það af kveðskap Bergsteins
sem enn er til sízt í samræmi við hann.
Þess ber samt að gæta að til er í Árna-
safni skrá sem hljóðar uppá mörg kvæði
eftir Bergstein, en sjálf eru þau glötuð,
svo á því er ekkert að græða framar.
3
Oddur biskup Einarsson vígðist til Skál-
holts á Maríumessu á lángaföstu 1589. Ar-
ið eftir hélt hann prestastefnu í Skálholti
í þvi skyni að „umbæta lærdóm lítt lærðra
og lifnað presta og siðferði í þeirra em-
bætti". Voru reglur samdar í fimm liðum;
um fimmtu greinina, „um frillulíf presta
kom sjálfum prestunum ekki saman.
Nokkrir vildu, að fyrir fyrstu barneign
skyldi presturinn vera fyrir utan prests-
embættið þrjá sunnudaga, svo sem í tíð
pápisku biskupanna, en aðrir af prestun-
um héldu tilheyrilegra, að það væri þrjá
mánuði fyrir fyrstu barneign, fyrir aðra
sex mánuði, fyrir þá þriðju tólf mánuði,
eins og fyrir hórdóm í fyrri tíðinni, en
fyrir hórdóm skyldi prestur hafa forbrotið
bæði kallið og embættið, nema yfirvaldið
gerði þar á meiri miskunn, hvað þeir settu
til höfuðmannsins Lauritz Kruss en þar var
hans ályktan, að fyrir fyrsta hórdómsbrot
skyldi prestur missa bæði kall og embætti
og aldrei eiga von til kallsins aftur, en
eftir þrjú ár mætti hann náðast aftur til
embættisins og fá eitthvert uppeldi, sem
yfirvaldið vildi honum skikka og liðugt
væri. Og þessu urðu biskuparnir og lög-
mennirnar samþykkir, svo þeir hefðu vissu-
grein fyrir sér í slíkum tilfellum, þar til
kongur gerði vissa skikkan hér á.“ — Og
sagan bætir við:
„Herra Oddur tók ei strángt á þessu
um það leyti, því þá fæddist hans ýngri
laundóttir Bergljót".
Og enn síðar gefur sagan nánari upp-
lýsíngar: að Bergljót var „getin í Skál-