Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 11

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 11
manna varnir sem eiga að vera í þvi fólgn- h- ar að grafa menn niður i jörðina eða flytja þá upp í óbyggðir ef hættu ber að hönd- um. Forsætisráðherra landsins hefur lýst yfir því að betra sé að deyja fyrir Atlanzhafs- bandalagið en lifa án þess. Enginn getur hrundið þessari vitfirringu nema fólkið sjálft, með því að neyta lýð- réttinda sinna. Við höfum með tvennum mótmælagöngum sannað stjórnarvöldunum að allur þorri Islendinga vill lifa einn og frjáls í landi sínu. Gerum Hvalfjarðar- gönguna í ár þeim mun áhrifaríkari sem tjlefnin eru alvarlegri en nokkru sinni fyrr. (Magnús Kjartansson ritstjóri) Gangan hafin. Timinn er stundum fljótur að líða og svo fannst þeim, er unnu að undirbúningi göngunnar vikuna 17—23. júní. En með miklum dugnaði og löngum vinnudegi tókst þó að ljúka öllu því, er nauðsynlega þurfti að gera, á tilsettum tíma. Að kveldi 22. júní höfðu yfir 200 manns látið skrá sig til göngunnar — og það leit út fyrir gott veður. Um miðjan dag 23. júní voru göngu- menn um 200 talsins komnir í hlað í Hvíta- nesi við Hvalfjörð. Áður en haldið var af stað ávarpaði Guðmimdur Böðvarsson skáld göngufólkið og mælti m. a. á þessa leið: Hér var um langan aldur búið í þeirri .*■—■ friðsemd, sem einkennir bændabýli hvar sem er í heiminum. Og ég þykist vita að hér í Hvítanesi hafi um aldaskeið búið margt ágætra manna og kvenna, sem unnu þessum stað, við einn hinn fegursta fjörð á norðurhveli jarðar. Og þó að misjafnt léti í ári og þó að hér hafi vitanlega, sem annarstaðar, sorgir og áhyggjur hversdags- lífsins sótt heim íbúa þessa litla staðar, þá veit ég ekki betur en hér hafi verið mann- líf gott — og batnandi eftir þvi sem þjóð- in óx að getu og fékk tækifæri meiri við vaxandi frelsi. En örlagadag nokkurn hófst hér innrás og hér settust útlendir gestir, sem allir höfðu fengið skólun í því að drepa menn og bréf uppá að þeir væru til þess hæfir. Þetta firðsama bændabýli með túni sínum og engjum, var gert að landgöngu- stöð fyrir sjóliða erlends flotaveldis. Þá varð hér mannlíf feikilega vont. Nú er eyddur staðurinn og hér er ekkert mann- líf, aðeins og hálfgleymdar sagnir um hroðaleg slagsmál og fylliri, plús nokkur morð, sem hér uppáféllu á frídögum sjó- liðanna. Eg ætla mér ekki hér á þessari stund og þessum stað að hefja árásir á þá menn íslenzka, sem ganga þá illu örlagagötu, til ófremdar sjálfum sér, að draga sam- an skýflóka tortímingarinnar yfir þessu landi, né kryfja það sálræna krabbamein sem þjáir þá. Eg vil heldur gera það seinna við annað tækifæri, því ég var, eins og ég sagði í upphafi, beðinn að flytja hér morg- unbæn. — Mér er að vísu ekki lagin bæna- gjörð, en samt vildi ég biðja hollvættir þessa lands að fylgja ykkur, sem þorið að ganga göngu þegar aðrir hika, þorið að vaka þegar aðrir sofa, þorið að trúa því að Islandi sé betri friður en stríð. Við vitum það öll sem eitt, hverjum brigzlum sá er borinn, sem mælir móti því að þessi fámenna þjóð sé strengbundin í svínfylkingu stríðsóðra stórvelda. En þó hafa bæði ég og fleiri ekki fundið betur Þetta unga par fór brúðkaupsferð í Hval- fjarðargönguna. Faðir brúðarinnar er lengst til hægri. upp á síðkastið, en að í sumum þeim brigzl- um séu orðin hausavixl á hlutunum. Nú á það að vísu að vera voðalegsta allt að vera kallur kommúnisti. Nú á það að vera hægt að rotslá í einu höggi hvern málstað, hversu góður sem hann er með því einu að æpa til hans: kommúnisti'. Hvar sem andstaða er frammi höfð gegn styrjöldum, arðráni, nýlendukúgun, sérréttindum, mannþrælkun, ofbeldi, morðum og siðleysi, þá er hrópið alltaf það sama. Hvar sem ungt fólk og frjálslynt freistar þess að spyrna fótum við þeirri óhæfu að því sé nauðugu fleygt á vit þeirra örlaga sem eru verri en dauðinn, þá er æ galaður hinn sami galdur. Hluturinn er sá, að það sem í okkar ungdæmi, sem nú erum gamlir orðnir var kallað húmanismi, það heitir kommúnismi í daga á tungu þeirrar hel- stefnu, sem æ má af máli þekkja. — En látum hvern og einn hrópa sem hann vill. Sagan mim dæma okkur og baráttu okkar, ef þjóðin á sér framtíð. Þess vegna dirfist ég að biðja ykkur góðs sem ég framast kann, þess vegna bið ég hamingju Islands að vera með ykkur. Þúsundir í göngulok. Að loknu ávarpi Guðmundar var lagt af stað frá Hvítanesi. Islenzki fáninn var bor- inn fyrir göngunni alla leiðina og borin spjöld, þar sem á mátti lesa kröfur sem þessar: Herinn burt. Engar kafbátastöðvar. Gegn afsali Hvalfjarðar. Friðlýst land. Ævarandi lilutleysi Islands. Eitt spjaldann bar áletrunina 1262 — DAGFARI 11

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.