Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 15

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 15
Göngumenn leggja af stað úr Hvítanesi. Fánaberi er Sveinbjörn Beinteinsson, skálil. Myndin hér að neðan er af Gísla Sigurðssyni, lögregluþjóni úr Hafnarfirði, en hann bar fánann nær allan daginn til skiptis við Hauk Einarsson prentara, sem sést í farar- broddi á næstu siðu. arleiks með heimströllunum. Það er engin ástæða til þess að fagna slíkri stöðu, hún er ekki til þess að státa sig af og sízt af öllu til þess að deyja fyrir. Hitt, að vera sáttarboði, reyna að eyða erjum og koma í veg fyrir, að eldar kvikni, er markmið til þess að lifa fyrir. Þessi ganga mun aldrei enda. Síðari ræðumaður á f undinum var Jóhannes skáld úr Kötlum og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr hans ræðu: Góðir hlustendur: Einu sinni var íslenzkur bóndi vestur i Ameriku sem hugsaði til jónsmessunnar hér þeim á þessa leið: Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. Eins og heyra má var maður þessi ekki einungis bóndi — hann var líka eitt hið mesta skáld og að vísu ekki síður eitt hið mesta stórmenni sem þetta land hefur al- ið. Að sér heilum og lifandi hefði hann áreiðanlega ekki talið eftir sér að ganga ofan úr Hvalfirði hingað til Reykjavíkur ef honum hefði sýnzt þau spor þjóna mikil- vægum málstað. Hann hefði þá jafnan leitt sjónum einn hinn fegursta fjarða á Is- landi. Hann hefði séð í anda Helgu jarls- dóttur bjarga sonum sínum yfir sundið milli lands og hólma. Hann hefði skynjað and- vörp hins holdsveika passíusnillings í báru- gjálfrinu við ströndina. En hann hefði lika rekizt á oliugeymana og vígbúnaðardrasl- ið innan um fíflana og sóleyjarnar — og þá án alls efa skipt litum. En því minni ég nú á þennan bónda að enginn Islendingur hvorki fyrr né síðar gæti verið okkur jafn leiftrandi fordæmi sem hann — og það einmitt vestan úr Ameríku. Svo djúpstæð voru tengsl hans við náttúrima hvar í heiminum sem var að hann gat hræsnislaust kveðið: DAGFARI 15

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.