Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 13

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 13
Oss finnst það varla geta verið satt, að vort blessaða land sé enn troðið her- mannahælum og eigi að verða birgðastöð ægilegustu manndrápstækja nútímans, það hljóti að vera martröð eða draumur, sem vér innan skamms vöknum af, blekking, sem verði afhjúpuð, líkt og ský sviptast brott fyrir vorblæ á morgni. Vér óskum, að þessi geigvænu ský megi sem fyrst hverfa af hugarhimni vorum og að oss gefist loks tóm til að syngja í einingu og kinnroða- iaust vísuna hennar Huldu, sem allir kunna: Ö, Island, fagra ættarbyggð, um eilifð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum i, svo verði Islands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð. En óskin ein megnar lítið, og draumurinn rætist ekki af sjálfsdáðum. Uppfylling ósk- ar og draums krefst látlausrar baráttu. Og það stendur í voru valdi að sigra um síðir. Heill sé hverum þeim, sem það strið heyr til þrautar af einurð, trúmennsku og þolgæði. Aldrei meira reynt á íslenzku þjóðina. Að loknu ávarpi Þóroddar talaði Sverr- ir Bergmann læknastúdent og birtast hér nokkrir kaflar úr ræðu hans: Margir spyrja: Hví í ósköpunum er fólk- ið að leggja allt þetta á sig? Hvað rekur það til þess að þramma langa leið slíta skóm og fá í sig harðsperrur? Svörin við þessum spurningum eru augljós og spurn- ingunum liefur verið svarað aftur og aftur og þeim er enn svarað hér í kvöld og það af enn meiri þunga en nokkru sinni fyrr. Við hernámsandstæðingar krefjumst þess, að enginn her og engar herstöðvar séu á Islandi. Við viljum Island hlutlaust í hern- aðarátökum og viljum að það skipi sér í sveit hinna hlaulausu þjóða á alþjóðavett- Þar við liggur sómi okkar og æra, að við glötum ekki þessari trú, — að við glöt- um ekki okkur sjálfum. Aldrei hefur meira reynt á íslenzka þjóð í þessum efnum en einmitt nú. Aldrei fyrr hefur verið rekinn jafn purrkunarlaus áróður fyrir þátttöku Islands í tortýmingardansi kalda striðs- ins. Hér má sjá á lofti spjöld með nokkrum af kröfum þeim, er uppi voru hafð- ar í göngunni. Mymlin er tekin í Hvítanesi og sést Guðmundur skáld Böð- varsson flytja ræðu sína. vangi. Það er m. a. til þess að undirstrika þessar kröfur, að við hernámsandstæðing- ar efnum til mótmælagangna. En gangan okkar felur þó í sér annað og enn meira: Við viljum hvert um sig láta í ljós andúð okkar og dýpstu fyrirlitningu á hernaðar- anda, múgmorðstækjum og vígbúnaði. Við viljum, að land okkar sé sáttarboði á al- þjóðavettvangi en ekki múlbundið í hern- aðarblokk. Við viljum iifa í sátt og sam- lyndi við allar þjóðir jafnt í vestri sem i austri. Við viljum frið, niðm’ með vopnin, þagga þeirra mál, bægja burt ótta og tor- tryggni. En menn kunna að spyrja: hvað gagna slík orð og frómar óskir einstak- lingsins í vondum heimi? Þessu má svara með annarri spurningu: Hversu væri okk- ur þá komið, ef við gæfum upp trúna á frið á jörð og sátt með þjóðum heims? Fólk verður að gera það upp við sig, hvort það vill heidur fylgja stefnu stríðs og dauða eða friðar og iífs — hvort það vill heldur helga sig hugsjónum þeim, sem birtast í vetnissprengjum og kjarnorku- kafbátum, eða þá hinum, er boða sátt og vináttu manna og þjóða. Hver hugsandi maður velur siðari kostinn og neitar að láta teyma sig til hernaðar- og mann- drápsdýrkunar. Islenzkir undirlægjumenn vinna af kappi heima fyrir, — markvisst er fólkið sljógvað og blekkt með skefjalausum á- róði'i, en þrátt fyrir það sannazt hér í dag, að Island nýtur þeirrar gæfu að eiga enn syni og dætur, er kjósa sér málstað friðar og lífs. Gangan okkar er e. t. v. fyrst og fremst tákn staðfestu okkar að duga þeim málstað. Hér sézt gangan fara um Mosfellssveit. Göngufólki fjölgaði jafnt og þétt, þótt mest- ur yrði f jöldinn, er komiS var inn í höfuðborgina. ' En hefur þá gangan okkar nokkur áhrif. Ná þessar aðgerðir til fólksins og fá þær það til þess að velta fyrir sér þeim mál- efnum, er við berjumst fyrir. Eg svara þessum spurningum hiklaust játandi. Mjög er athyglisvert að taka eftir, hver orðið hafa viðbrögð málgagna andstæðinga okk- ar. Skömmu áður en Hvalfjarðargangan var endanlega ákveðin, var haldin hér í æðstu menntastofnun þjóðai’innar og skóla samvinnumanna ráðstefna NATO-dýrk- enda og vakti að vonum xnlkla gleði og hrifningu hernámsblaðanna, enda kom fram á ráðstefnunni ekki ómerkari maður en hæstvirtur forsætisráðherra og lýsti yfir fúsleika sínum að deyja fyrir NATO. Eitt hernámsblaðanna skrifaði um það í leiðara, og loksms væri NATO komið í afgerandi sókn og kommúnistar og aðrir vondir menn myndu nú ekki fara áróðursgöngu frá Keflavík. Var kommúnistum síðan lýst með hefðbundnu orðalagi os. frv .En eftir að Hvalfjarðargangan var ákveðin má DAGFARI 13

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.