Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 25

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 25
Eigandi plantekru nokkurrar lamdi verkamenn sína áfram með svipu. Ná- búa iians geðjaðist ekki harka hans, og sendi liami lionum skilaboð: — Látir þú eigi af að lemja menn þína með svipu, mun ég koma og lemja sjálfan þig með linútasvipu. I»á mælti eigandi iilantekrunnar við verkamenn sína: — Nábúi minn ógnar mér með linútasvipu sinni. Setjið svipu- ól mina göddum, svo að hann áræði ekki að veita mér lilræðið. — I>eir gerðu svo. Eftir það barði hann þá með gadda- svipu. Maður nokkur var svo hræddur um að fá rauða liunda, að hann fór að taka inn eitthvert sull, sem honum var sagt, að veitti ónæmi fyrir þessum leiða sjúk- dómi. — Ekki leið á löngu, unz honum varð bumbult af ólyfjan þessari — og fylgdu annarleg litbrot, — en þótt hon- um versnaði daglega, þá liélt hann inntökum áfram, því að hann vildi mik- ið á sig leggja að fá ekki rauðu hund- ana. — Og gleði hans var mikil, þegar hann gaf upp öndina og gekk úr skugga um það í hinzta sinn, að dauðablettim- ir sem þöktu líkama hans voru allir — svartir. Svo bar til á síðasta hausti, að Sovétríkin hðfu að sprengja kjarnorkusprengjur í and- rúmsloftinu yfir norðurhöfum. Forystumönnum þeirra þóttu þetta hörmulegar gerðir að eigin sögn, en undan þeim varð ekki komizt, ella væri heimsfriönum stefnt i voða o.s.frv. Síðan bentu hin voldugu stjórnarvöld á það, að Frakk- ar hefðu haldið áfram sprengingum suður á Sahara og Bandaríkin hætt þeim mun seinna en Sovétríkin á slnum tíma. Þetta forskot vesturarmsins væri hættulegt hinum sósialíska heimi og þarmeð heimsfriðnum, sögðu þeir visu menn austur í Sovét. Þessum háskaleik var mótmælt um allan lieim, enda þótt kommúnistaflokkar allra landa tækju þessu með jafnaðargeði. Hernámsand- stæðingar sendu strax frá sér harðorð mótmæli, enda samtökin andvíg öllum kjarnorkuspreng- ingum, sem hafa munu í för með sér ófyrir- sjáanlegar hörmungar fyrir allt mannkyn. En það mótmæltu fleiri en hernámsandstæðingar. Islenzkir NATO-menn létu málgögn sín og sjálft Alþingi mótmæla svo kröftuglega, að blöðin komust I hallæri með fyrirsagnaletur, gerð voru kort um dreifingu hins banvæna strontíum 90, Rússar taldir framkvæma glæp gegn mannkyn- inu og röksemdir þeirra taldar haldlitlar. Svo mörg voru þau orð, vissulega ástæða til að gleðjast, ef einlægni lægi að baki, en . . . . Allt í lagi, cin af okkar. . . . . svo kom vorið. Og viti menn, Bandarikin fóru að sprengja, neðanjarðar og ofanjarðar suður í Kyrráhafi. Rússar höfðu byrjað, það varð að ná jafnvægi aftur til þess að vemda friðinn o.s.frv. Sprengjur voru sendar upp I háloftin með eldflaugum. Þær létu illa að stjórn, þ.e.a.s. menn gátu það eitt gert að stinga þeim I hafið með sprengjunum ósprungnum. Vonandi eiga þær ekki eftir að snúa sér við I gröf sinni, en menn geta hins vegar hugleitt hvað skeð hefði, ef einnig hefði bilað útbúnaðurinn til þess að steypa eldflaugunum í hafið. Allir heil- vita menn mótmæltu þessum tilraunum einnig og töldu þær jafnmikinn háska og glæp við mannkynið, en Nato-menn heima á íslandi æmtu hvorki né skrymtu. Þeirra orð voru: Rússar byrjuðu og svo ekki meirri, þvi þá er allt gott, sem vestrið gerir, ef Rússinn hefur byrjað, þótt glæpur hafi það verið hjá þeim. En eitthvað er jafnvægið ótryggt, þvi nú þurfa Rússar að sprengja, af því að Bandaríkin sprengdu og síðan Bandaríkin, af því að Rússar gerðu það o.s.frv., o.s.frv. Þetta eru ekki börn að kita heldur voldugustu aðilar í lieimi að rökræða og vernda friðinn. En mikið megum við fagna hér við yztu höf að FÁ að vera með í leiknum við að fordæma og blessa liið sama. Og þótt þessi leikur geti endað með dauða alls mannkyns I strontíum 90, þá skulu menn ekki hryggjast, því livað segir ekki einn þeirra spámanna, sem nú eru helztir með þjóðinni: það er betra að deyja fyrir liáleitar hugsjónir en lifa án þeirra. DAGFARI 25 TVÆR STUTTAR DÆMISÚGUR TEXTI: ÞORVARÐUR ÖRNÓLFSSON MYNDIR: BARBARA ÁRNASON

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.