Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 24

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 24
BJARNI BENEDIKTSSON FRÁ HOFTEIGI: i NYJUM ÓFRIÐI 24 DAGFARI Fimmtudaginn 12. júlí síðastliðinn skýrði Alþýðublaðið frá því í aðalfyrirsögn á forsíðu, að dauðaliðið á Keflavikurflug- velli væri að fá „nýjar þotur til varnar Is- landi“. Hafði blaðið það eftir Moore að- míráli, yfirmanni liðsins, að þessar orustu- þotur „væru hér til að verja þjóðina gegn hugsanlegum loftárásum". Tók blaðið fram tvisvar sinnum, með greinilega öryggis- kennd í orðunum, að flugvélar þessar flygju hraðar enhljþðið — rétt eins og næsta styrjöld yrði háð með tónum. Blaðið sagði ennfremur: „Moore aðmír- áll var að því spurður á blaðamannafundi í gær, hvort hann teldi að varnarstöðvam- ar á Islandi gerðu landið ekki að skotmarki fyrir kjarnorkuárásum, ef til nýrrar styrj- aldar drægi. Hann kvaðst alls ekki telja, að svo væri. Þýðing Islands mundi í nýjum ófriði fyrst og fremst verða í sambandi við yfirráð yfir hafinu umhverfis landið. Hver sá, sem réði landinu mundi fyrst og fremst hafa not af því á svipaðan hátt og gert var í síðasta ófriði. Það væri því fráleitt að byrja á því að þurrka bækistöðina út“. Orðalagið á þessari frásögn er vitaskuld ekki ljósara en hugsun aðmírálsins eða skilningur þýðandans —- enda taldi blaðið þörf að skýra það betur tveimur dögum síðar. Rifjaði það þá enn upp þau um- mæli aðmírálsins, að litlar sem engar lík- ur væru á kjarnorkuárás á Islandi í hugs- anlegum ófriði — þar sem „styrjaldaraðilar mundu vilja nota Island til yfirráða yfir Atlantshafi, en til þessu væru bækistöðv- ar nauðsynlegar. Það væri því fráleitt að byrja á því að þurrka út þessar sömu bæki- stöðvar...“ Að sjálfsögðu veit Moore aðmíráll full- vel, með hvaða vopnum og hvaða hætti næsta stórstyrjöld yrði háð — ef drauma- slátrurunum tækist að hleypa henni af stokkunum. Hinsvegar má vera að hann þykist vita af reynslu, að blaðamenn Al- þýðublaðsins — og annarra hernámsblaða — séu þeir skynskiptingar, að óhætt sé að ljúga þá fulla af hverskonar firrum, ef ekki sé á annað borð hagkvæmt að segja sannleikann; og verður þá ekki betur séð af nefndum frásögnum en hann hafi reikn- að rétt í þetta sinn. En því fólki, sem er óbrjálað af herópum stórveldanna, þýðir ekki að bjóða upp á málflutning hins bandaríska aðmíráls. Við skulum hyggja að honum stutta stund. Fyrsta: hinar hraðfleygu þotur „varn- arliðsins" og Alþýðublaðsins mundu ekki verja Island í næsta stríði. Orsökin er sú, að i næsta stríði yrðu ekki gerðar „loft- árásir“ á Island. 1 næsta stríði yrði skot- ið atómsprengjum á Island frá fjarlægum skotmörkum — og önnur vopn þyrfti ekki á okkur, eins og mölkúlurnar duga á möl- inn. Orustuþotur megna ekki að afstýra slíkum heimsóknum, enda er þeim ekki ætl- að það hlutverk. Hinar nýju þotur eru í sannleika aðeins liður í ævilöngu vopna- skaki Atlantshafsbandalagsins. Annað: í næsta ófriði hefði Island enga þýðingu „í sambandi við yfirráð yfir haf- inu umhverfis landið“. I hugsanlegu stríði yrði sem sé ekki barizt um yfirráð yfir neinu hafi; það yrði yfirleitt ekki barizt um yfirráð yfir nokkrum sköpuðum hlut — ekki einusinni yfir kirkjugörðunum. I næstu styrjöld yrði aðeins skotið eldflaug- um með atómsprengjum milli landa, yfir hafdjúpin, umhverfis hálfan hnöttinn. I næsta ófriði yrði barizt um það eitt að leggja herstöðvar og borgir í rústir; í næsta stríði yrði spurt um það eitt, hvor aðilinn yrði fimm minútum fljótari en hinn að drepa 500 milljónir manna í löndum and- stæðingsins. Jýæstu styrjöld yrði lokið með sameigin- legum ósigri allra tveimur dögum eftir að hún hæfist. 1 næsta ófriði mundi enginn aðili hlífa „bækistöðinni" á Keflavíkur- flugrvelli í trausti þess, að hann næði sjálf- ur yfirráðum yfir henni og landinu eftir svo sem tvo mánuði — þegar honum tæki að vegna reglulega vel í styrjöldinni. Það er röksemd ósvífins loddara, til afnota handa fíflum. Næsta styrjöld yrði ekki háð með byssum eða útkljáð í návigi. Hún yrði þvert á móti háð með helsprengjum og út- kljáð með eldstormum og eitri. I næsta ófriði mundi enginn halda yfirráðum yfir Islandi né heldur reyna að ná þeim. Næsta stríð hæfist og endaði í sömu andrá — með ólýsanlegri eyðing og dauða. Þriðja: herstöðin á Keflavíkurflugvelli er varnarstöð, segja Moore aðmiráll og Al- þýðublaðið; þessvegna yrði ekki gerð árás á hana né landið. Eg segi: ef Atlantshafs- bandalaginu væri eitthvert umtalsvert gagn í vörnunum á Keflavíkurvelli, þá mundu andstæðingar þess „í nýjum ófriði" reyna að sprengja hana í loft upp — þótt þeir kynnu kannski að hæfa Reykjavik í stað- inn fyrir Keflavík. Auk þess tekur enginn mark á þeim yfirlýsingum, að þessi her- stöð sé aðeins varnarstöð. Hugsanlegir andherjar Bandarikjamanna vita ekkert nema hún sé geymsla fyrir árásarvopn, bækistöð fyrir múgmorðstæki. Af þeirri ástæðu einni saman væru ærnar líkur fyr- ir því, að henni yrði ekki þyrmt: allur er varinn góður. En jafnvel þótt við gerðum ráð fyrir þvi að ekki yrði skotið á Island í næsta ófriði, þá værum við sennilega litlu hólpnari eins og vopnabúnaði er nú komið. Það er ein- róma álit allra skynbærra manna, sem ekki hafa látið glepjast stríðsópum i austri og vestri, að eftir atómstyrjöld milli aust- urs og vesturs lægi hálf jörðin i eyði — og afgangurinn af mannkyninu undirorp- inn eiturregni, sem drægi mestan hluta leifanna til dauða, en gerði afkvæmi þeirra sem enn tróðu að vanskapningum og skríp- um. Þetta er sú nýja heimsmynd, sem vopnakapphlaup stórveldanna býður upp á. Vígbúnaður er þannig efsta stig vitfirr- ingar nú á dögum, og hernaðarbandalög eru djöfullegt glæfraspil. I heimsstjórn- málunum getur nú aðeins eitt skynsamlegt úrræð, sem verulegu máli skiptir: afvopn- un, upplausn hernaðarbandalaga — og síðan tæki við heimslögregla undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Eg skal ekki krefjast þess af blaðamönnum Alþýðublaðsins, að þeir beri heill allrar þjóðarinnar og þaðan af síður alls mannkynsins fyrir brjósti. Eg hugsa það sé áhrifaríkast að skírskota til þeirra eigin skinns — og segja: hér er á dagskrá mál, sem varðar líf ykkar sjálfra. Og þessvegna skyldu þeir venja sig af þeim ósið að fá gæsahúð, þegar þeir heyra friðinn nefndan. 1 4

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.