Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 7

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 7
HÆTTUM AÐ STÍGA HRUNA- DANSINN 1 22 ár hafa Islendingar haft hermenn og vítisvélar á grund sinni .Hin fyrstu 6 árin að sér forspurðum, eða við skulum segja, óumbeðið, en hin 16 árin síðustu með vilja og samþykki stjórnarvalda, sem þó hafa aldrei þorað að leggja það mál undir úrskurð þjóðarinnar við kosningar, heldur kosið að blekkja og svíkja, smjaðra og skrökva ár af ári í því sambandi. Allan þennan svokallaða „friðartima", síðan 1945, hafa brjálæðisöskur „kalda- stríðsins“ verið flutt að bæjardyrum okk- ar fyrir atbeina blaða og útvarps, svo sam- viskulega samviskulaust að hvern einasta dag, sem guð gefur, fáum við hellu fyrir eyrun og glýju á augun vegna hryllings- sagna og hernaðarskjálfta, sem hefur þó upptök sín óralangt frá okkur og ætti ekki að gæta hér fremur en eldgoss í Kyrrahafi. Enga möguleika eigum við þó, hver og einn persónulega til varnar eða sóknar, sem áhrif mætti hafa á djöfulgang „hinna tröll- vöxnum hálfvita,“ stói’veldanna. Islenzkir ráðamenn hafa hinsvegar af eigin hvötum en með hæpnu umboði, gert það aleina, sem í þeirra valdi stóð til að færa okkur nær hættunni og hrottaleikn- um, þ. e. að binda land og þjóð á klafa annars aðilans og sprikla þar og æpa þegar risinn spriklar og æpir, steyta barns- hnefa að baki þess „stóra bróður", sem hvenær sem er getur seilst sér um bak og borið okkur fyrir sig gegn spjótalögum mótpartsins. Slíkur er glæpur hinna grunnhyggnu að- dáenda vestur-risans, — og þvi miður eru litlar líkur til að þeir missi þann glœp á næstu árum og öldum. • En snúum okkur svo snöggvast að hinu innhvera í þessu máli; áhrifanna sem þessi stríðslæti hafa á sálarlíf og siðvenjur is- lenzkrar æsku sem alist hefur upp í her- numdu og herseldu landi, með allan gaura- ganginn fyrir augum og eyrum frá fæð- ingu. Var ekki hægt að taka þann kaleik frá henni, eða a. m. k. milda bragðið og slá á fnykinn. Hér höfum við líka dansað og sogast að ófyrirsynju og að óþörfu inn í „hrunadans heimsveldanna". Það þótti einu sinni fínt á Islandi að „tyggja upp á dönsku“. Nú höfum við tuggið uppá ensku í tuttugu ár. Gert Reuter og B.B.C. að okkar stofnunum og rennt öllu ómelt niður, sem þessir áróðurs- jötnar hafa skirpt út úr sér. Því hefur ver- ið og er endalaust haldið að íslenzkum blaðalesendum og útvarpshlustendum, að við þurfum ekki að vita neitt og lesa neitt nemu um stríð og styrjaldarhœttu. Oft á dag flytur Ríkisútvarpið okkur erlendar fréttir. En hvað er í fréttum? Ekki neitt, nema hvað þessi eða hinn svig- urmæltur pólitíkus í vestri eða austri, hef- ur sagt við þetta og þetta tækifæri, I þess- ari og þessari veizlunni eða á blaðamanna- fundinum. Og okkur varðar nauðalítið um þetta, því flest af þvi sem út gengur af munni þessara kalla er stóryrði, en fátt af sannleika og enn meinna af lífsspeki. Dag- blöðin eru heldur ekki eftirbátar útvarps- ins. I þeim er heimsstríðið ævarandi og helsprengjan alltaf að springa. Þessa hol- skeílur sefjunar og brjálæðis brotna á höfuðskeljum okkar allra, fleyta burt sjálf- stæðri hugsun og lífstrú, en gróðursetja hatur og skelfingu í staðinn. En skeður þá ekkert í heiminum nema þetta, að Kennedy og Ki’jústjoff segja hvor öðrum að éta skít og hóta að „kíla hinn á kjaftinn ?“ Jú, áreiðanlega er ekki svo illa komið. Það er lifað og starfað á bak við bölvið og ragnið, hávaðann og helmistrið. Það mætti færa okkur meiri fréttir og gleðilegri, af framförum og menningu, visindum og tækni, ræktun og uppbyggingu, bókmennt- urn og listum, menntun og mannbótum. Og þetta væri gert, ef seku • mennirnir, sem seldu vestur-risanum landið okkar hefðu ekki einnig samtimis lofað honum sál okk- ar. Þeir vinna markvisst að því, að standa við kaupin af sinni hálfu. Þvi er sem er. Þessvegna er Berlínardeilan flutt nær okk- ur af útvarpi og auðvaldsblöðum, en Þjóð- verjum sjálfum. Þess vegna er alltaf stríð í Morgunblaðinu og Rússar alveg að því komnir að brenna „allan hinn frjálsa heim“ til ösku: Verið glaðir og di’ekkið, fyrr í dag en á morgun logar jörðin og við er- um ekki til (það er sama þó gengið lækki). Upp með Kanann, niður með Rússana! En hvað er hættulegt ef ekki svona mál- flutningur? Hvei’s er hægt að krefjast af þeirri æsku sem er alin upp í stöðugum ótta og við stöðuga spádóma um dauða á morgun? Er nema von að hún Záti nótt sem nemur og grípi djarflega til drykkjar og deyfilyfja? Nei. Svai’tagaldri stórvelda- og styrjaldaáróðurs vei’ður að linna á Is- landi ef þjóðin á að lifa. Við höfum séð hann svartan fyrr og ekki æðrast. En trúna á lífið, sjálf okkur og land okkar vei’ðum við að hafa og getum haft. Bol- nxagn höfum við hins vegar ekkert til að veita vestrinu eða austrinu í átökum þeii’ra milli, hver svo sem hugur okkar er. Land okkar getum við enn frelsað og friðlýst og til þess vei’ðum við að bera gæfu ef við- takandi kynslóð á að erfa land og líf. R. G. Sn. DAGFARI 7

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.