Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 4

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 4
ROSBERG G. SNÆDAL OLGEIR LUTERSSON: BROT ÚR BRÉFI GRASTEINN Eg hef ryfið til grunna bóndabæinn, byggt þar nýtízku höll. Beizlað lækinn í Brattahvammi, brotið móinn í völl. Þurrkað út allt, sem á æskuna minnir, örbirgð og kotungatrú. Hjáleigu gert að höfuðbóli, hrakhólinn — myndarbú. Mér storkaði lengi stóra bjargið, steinninn við Kvíjabarð. Tættumar jömuðu traktor og ýta, túnstæði gott þar varð, — en Grásteinn var eftir. Eg gat ekki látið Grettistak hæða mig: Bara dálítið dynamít, og djöfsi skal lækka sig. Svo fékk eg að láni hjá Landnámssjóði loftbor og sprengjuþráð, dálítinn slatta af dynamíti og dýrmæt, tæknileg ráð. — Nú skyldi gamli Grásteinn þoka, gleðin í brjósti mér hló. — Eg var þráinn, en hann var herzlan, hlaut að láta sig þó. — Eg sprengdi að kvöldi — og sparaði ekki sprengiefnið við hann, faldi mig inni í fjárhúshlöðu, funi á þræði brann. Hafðu nú þetta, horngrýtis dóninn! hraut mér af vörum þá. Grásteinn klofnaði, flísar flugu fjöllunum hærra. — Sjá: Þar sem hann stóð var urð ein eftir, yfirskyggð bláum reyk. En bak við hann höfðu bömin verið, bömin mín smá, að leik. — 4 DAGFARl HERSKYLDA Á Margt hefur verið rætt og ritað opin- berlega varðandi aðild Islands að Efna- hagsbandalagi Evrópu, en eitt alvarlegasta atriðið hefur þó ekki verið nefnt og það er, hver hlutur Islands yrði í vígbúnaði banda- lagsins. Gert er ráð fyrir, að bandalagið þróist I eina heild menningarlegTa, stjóm- arfarslegra og fjárhagslegra. Hlyti það ekki einnig að verða hernaðarlega. Mun þá ekki renna upp sú stund, að hér verði komið á herskyldu og ungmenni Islands leiddi til þátttöku í villimennsku hernaðar- andans ? Ekki yrði það öllum leitt. I Morgunblað- inu í ágúst í fyrra birtist eftirfarandi: „Ýmsir uppelendur æskulýðs og jafnvel starfandi prestar eyða orku sinni á að telja fólki trú um, að íslenzka þjóðin eigi að bregðast þeirri frumskyldu hverrar sjálfstæðrar þjóðar að tryggja sjálfri sér og landi sínu nauðsynlegar varnir. Með þessu vinna þeir að því að gera íslenzka þjóð að vanmetakindum, sem bíði þess jarmandi að vera leiddar til sátrunar. Æskulýður annarra landa veit, að hon- um er ætlað að verja land sltt og uppeldi hans miðað við það ....“ Vopnagnýr og vopnabrak verndar þjóðarfrelsi Vopnuð öld með vopnaskak veldur ógn og helsi. .... Sífellt býður jarðlífið mannkyninu meiri og fleiri dásemdir eftir því sem vís- ISLANDI? indi eflast og þekking vex. En þessara dá- semda verður þvi aðeins notið að þjóðim- ar lifi saman I sátt og friði. ölík hagkerfi og ólíkar lifsskoðanir einsog sósíalismi og kapitalismi verða að sanna yfirburða sína I friðsamlegri sambúð. Er ekkert efamál að slík friðarstarfskeppni mundi á skömm- um tíma lyfta þjóðunum á hærra velferð- arstig, en þær kenningar og hugmyndir hverfa sem ekki stæðust reynslunnar dóm. Það á að vera hið sanna markmið stjóm- málastarfseminnar að skapa almenna hag- sæld þegnanna og með hinum glæsilegu möguleikum nútímans gæti sú hagsæld orðið mjög fuilkomin, ef réttlætið og sann- leikurinn væri haft að leiðarljósi. .... Islenzkir menn, sem nefna mætti alikálfa hemaðarandans á Islandi eru nú teknir að baula uppá Bandaríkin eða NATO um meiri og djöfullegri herbúnað hér... það er þeirra draumur um fullkomnar líf: fullkomnari gerðeyðingarvopn. Getur nokkrum sönnum Islendingi bland- azt hugur um, að hlutverk Islands er barátta fyrir vopnlausum friði. Islendingar hljóta að þvo af sér hinn svarta blett, vig- búnaðinn í landinu og forðast að leggja nokkru sinni herskylduánauð yfir sín ungmenni. „Hver á sér meðal þjóða þjóð sem þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl vil ást og óð“. og auð, sem friösæld gaf“. Þetta var stolt íslenzku þjóðarinnar og væri henni ekki tU sóma að svo yrði áfram.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.