Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 29
Bergsteinn blindi
Framhald af bls. 26.
holti á hans fyrstu embættisárum við at-
kvæðalausri vinnukonu þar, Hallfriði
Bergsteinsdóttur (að sumra sögn); móðir
þess Bergsteins er sögð Agnes, hjágetin
dóttir Halldórs Skúlasonar Þykkvabæjau:-
klausturhaldara ... Biskup galt barnssekt
höfuðsmanninum fyrir gamlan karl í
Biskupstungum, er hét Oddur E(inars)s-
(on).“.
Hallfríður, síðan kölluð Biskups-Fríða,
atkvæðalausa vinnukonan sem ásamt
Bergljótu litlu varð þarna til £ið gera
herra Odd mýkri á manninn við fallna
bræður (þótt barnssektin væri sögð greidd
fyrir „gamlan karl í Biskupstungum"),
hefur einmitt verið álitin dóttir Bergsteins
blinda, þótt ekki sé það fullvíst. Bergljót
giftist á sínum tíma séra Brýnjólfi Bjarna-
syni prófasti I Hjarðarholti vestra.
Samkvæmt því einu sem framan er skráð
um Bergstein skáld kann þessi dóttureign
hans að þykja ósennileg, en honum er þó
eignaður sonur að auki, Ivar að nafni; og
það er vitað að Bergsteinn var kvæntur,
hvernig svo sem þau hjón hafa háttað hjú-
skap sínum, sitjandi í búi eða á faralds-
fæti. Kona Bergsteins upplýsir nafn sitt í
plaggi einu sem greinir nokkuð frá láti
skáldsins.
4
Þann 17. júlí 1635 sitja fjórir menn að
kófdrykkju útá Eyrarbakka, kumpánar
þessir eru: séra Jósep Loftsson — hann
var þá prestur á Mosfelli, þrítugur að aldri,
dóttursonur Odds biskups, síðar var hann
einkum kenndur við Ölafsvelli, „mikill mað-
ur og sterkur og hinn mesti raddmaður...
hann gerði það eittsinn til þrekraunar að
hann vóð Hvítá á Þeingilseyri um vetur í
frosti, svo hann hakaði vatnið og studdist
við járnstaf, en settist á bæjarþrepskjöld
er hann kom heim í Skálholt, og drakk
blöndu kalda — en eftir það sló að honum
hroll“ —- (Espólín). Annar er Einar Þor-
steinsson frá Kirkjubæjarklaustri og þriðji
Eiríkur Skaftason frá Búlandi. Allt eru
þetta úngir menn — en fjórði maðurinn er
reyndar Bergsteinn skáld blindi, þá æva-
gamall. Hvað þarna hefur farið á milli
f jórmennínganna yfir skálum vita menn að
vísu ekki; en Gísli biskup Oddsson í Skál-
holti skrifar skömmu siðar í bréfabók sina
„um greftran Bergsteins blinda“:
„Anno 1635 þann 25. júlí kom fyrir mig
sú fátæka kona Ölöf Hallsteinsdóttir og
klagaði sárlega fyrir mér, hversu að lík-
ami Bergsteins heitins Þorvaldssonar hefði
verið jarðaður utan kirkjugarðs á Stokks-
eyri þennan næst fyrir farandi sunnudag"
(þ. e. 19. júlí). „Segir hún: Maðurinn minn
hafði drukkið á föstudaginn fyrir með séra
Jósep Loftssyni, Einari Þorsteinssyni og
Eiríki Skaftasyni og síðan lagzt fyrir að
sofna, orðið lítt krankur, og sofnað vært
aftur, síðan um nóttina fundizt látinn, þar
sem hann lá, og ekki séð neitt á hans
líkama, en séra Oddur Stefánsson" (próf.
í Gaulverjabæ) „helzt gengizt fyrir því, að
hann skyldi ekki innan kirkjugarðs graf-
inn vera“.
Hverjar lyktir gamla konan hefur feing-
ið sins máls, vitum við ekki, en menn skýra
kirkjulegs-neitunina á þann veg að ærið
ískyggilegt hafi þótt um drykkjur hins
blinda skálds. Enda er þá handhæg — og
sízt verri en hver önnur — skýring þjóð-
sögunnar: að Bergsteinn karl hafi þenn-
an örlagaríkan júlíaftan kveðið sig drukk-
inn í hel eftir boði annarra. Hin villu-
gjarna saga seytjándualdarskáldsins er i
senn kaldkimin og vægðarlaus.
Bergsteinn og hans líkar voru kannski
ekki allir góð skáld á seinni tíma mæli-
kvarða, en um sjálfstæða viðleitni þeirra í
þágu hins betri vegar á tímum andlegrar
kúgunar gætu nútíðarmenn óskað á sinn
hátt:
Blessi drottinn berin á því lýngi.
(Heimildir: Páll E. Ölason: Menn og
menntir; Jón Þorkelsson: Þjóðsögur og
munnmæh; Jón Halldórsson: Biskupasög-
ur; Árbækur Espólíns; o. fl.).
PIERPONT,
ROAMER
KVENN- OG KAKLMANNSÖR
SJALFTREKKT MEÐ DAGATALI
HÖGG OG VATNSÞÉTT.
STAL OG GULLPLETT.
ÓSLlTANLEG GANGFJÖÐUR.
GANGA A 5 TIL 30 STEINUM.
VERÐ FRA KR. 895,00.
SENDUM 1 PÓSTKRÖFU.
SIGURÞOR JÚNSSON & CO.
Hafnarstræti 4
P. O. Box 162 Reykjavík
URSIVIIÐIR — GULLSMIÐIR
DAGFARI 29