Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 12

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 12
Þessi niyrul er tekin í tjaldstað á Kjalarnesi og sýnir hluta tjaldanna, sem göngu- menn gistu á jónsmessunótt. 1662 — 1962? Þarfnast þessi áletrun ekki skýringa. Auk þess var merki kjarnorku- vopnaandstæðinga um allan heim nú bor- ið í göngunni í fyrsta sinn. Gangan út með Hvalfirði um Kjósina og fram á Kjalarnes var mjög ánægjuleg. Sól skein í heiði á tilkomumikið landslag og góð stemning var meðal göngufólksins. Flest var þetta ungt fólk, en aldursfor- setinn í hópnum var Sigríður Sæland ljós- móðir. Áningarstaður var við Laxárbrú. Þar varð nokkur bið eftir nestisbílnum og seinkaði göngufólkinu nokkuð við það og kom því síðar en ætlað var í tjaldstað, sem var ofan við Ártúnsmela. Þangað var kom- ið laust eftir kl. 23. Kvöldvöku, sem þarna átti að vera, varð því miður að fresta, þar sem mjög var orðið áliðið. Flestir gistu i tjöldum um nóttina og undu sér vel. Að vísu fékk göngufólkið heimsókn óboðinna gesta, er hugðust gera einhvern óskunda, en þeir létu brátt undan síga. . Laust fyrir hádegi sunnudaginn 24. júní var svo lagt af stað að nýju. A Leiðvelli við Mógilsá var nokkuð bætt úr missi kvöldvökunnar, er Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur flutti yfirlit um elzta þing- stað landsins og örnefni í nágrenninu. Á leiðinni um Mosfellsveitina fjölgaði jafnt og þétt í göngunni og gífurlegur mann- fjöldi beið göngfólksins við Blliðaár, þrátt fyrir að þykknað hefði í lofti og gengi á með skúrum öðru hverju. Lúðrasveit verkalýðsins kom til móts við göngumenn við Elliðaár og lék göngulög á leiðinni gegnum höfuðborgina. Þegar farið var um höfuðborgina fjölg- aði gífurlega í göngunni. Á hverju götu- horni, meðfram öllum þeim götum, sem farið var um biðu stórir hópar fólks, sem slógust í gönguna. Fjöldi fólks fylgdist og með göngunni frá gangstéttum og svölum og gluggum húsa. Það er til marks um fjöldann, að þegar hinir fremstu í göng- unni komu að Miðbæjarskólanum voru hin- ir öftustu enn upp á Laugavegi. Gangan taldi nú þúsundir manna, er hlýddu máli ræðumanna á útifundinum sem settur var þegar við göngulok við Miðbæjarbarnaskól- ann. Stendur í voru valdi að sigra um síðir. Þóroddur Guðmundsson rithöfundur var fundarstjóri. Hann flutti fyrst ávarp, þar sem hann sagði m. a.: Mörg af oss, sem hér erum stödd, höf- um af eigin raun kynnzt íslenzkri stórhríð, staðið á engjum frá morgni til kvölds, leitað sauðfjár um óbyggðir, sótt sjó í háskabrimi, horfzt í augu við landsins forna óvin, hafísinn. En vér, sem ólumst upp á útigangi og höfum séð í tvo heima miskunnarlausrar lífsbaráttu, tengdumst um leið órofaböndum við mold þá, sem mæðrum og feðrum er vígð og lærðum jafnframt að meta gildi friðar og frelsis. Frelsið er fjöregg vort. Það egg má hvorki brotna né verða fúlt. Undir björgun þess, varðveizlu og aðhlynning er eigi aðeins komin tilvera vor sem þjóðar um alla framtið, heldum gerum vér og heiminum mest gagn með því að halda um það dygg- an vörð. Það er skilyrði þess, að vér getum orðið gefendur andans verðmæta meðal þjóðanna, eins og vér höfum jafnan verið, allt frá því að Helga kviða var kveðin þangað til punkturinn var settur aftan við Paradísarheimt. Samtök hernámsandstæðinga hafa heit- ið þvi að vinna íslandi allt það gagn, sem þeim auðnast. Þau berjast fyrir endur- heimtu sjálfstæði og hlutleysi Islands, leit- ast við að fá aflétt hemáminu, sem nú er og sýkir allt þjóðlíf vort, og mótmæla kröftuglega því áformi að gera Hvalfjörð eða annan stað við ísland að flotastöð og lægi fyrir kjarnorkukafbáta. Heiti þessu og mótmælum til áréttingar er Hvalfjarð- argangan þreytt. En hún er líka ofurlítil ástarjátning til Islands, sýnd i verki. Með ferðalögum, helzt fótgangandi, um heima- haga og óbyggðir treystum vér kærleika vorn til þjóðar og lands. Aðeins á göngu um landið komast menn í náin kynni við um- að þess, tign og hörku. Tengsl myndast við árhvamma, fjallstrendur og vöð, mýramar og garðana hrundu, allt það, sem liönar kynslóðir hafa helgað sér og eftirkom- endum sínum í baráttu lífsins með svita, tárum og blóði og bundið tryggðir við. I samvistum við náttúruna yngist hug- urinn, hjartað verður þrungið tregablöndn- um unaði, og vér verðum eitt með syst- kinum voru, blómunum, sem era sprottinn upp úr sömu moldinni og vér. Fyrri áfanga göngunnar Iolíið. Nokkrir göngumemi sjást liér í næturstað á Kjalar- nesi. Farangur er tekinn úr bifreiðinni. Göngumenn búa sig undir að tjalda, nærast og sofa stundarkorn og safna kröftum fyrir morgundaginn. 12 DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.