Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 14

Dagfari - 01.07.1962, Blaðsíða 14
Arftakar „verndara frelsis og Iýðræðis“ komu og til móts við göngumenn og höfðu að sjálfsögðu uppi kröfur sínar. segja, að hin frjóu hernámsblöð hafi orð- ina, en einnig þögnin talar sínu máli. Eg ið steingeld — þau hafa valið sér þögn- hef aðeins rekist á tvær stuttar kveðjur í hernámsblöðunum til okkar í sambandi við gönguna. I báðum er kommúnistum lýst að venju og allir taldir kommúnistar, er gönguna fara og eitthvað eru að ybbast við erlendum her, erlendri ásælni yfirleitt og eftirlátssemi islenzkra ráðamanna. Fyrri kveðjan endar á þessum orðum: „ef nokkrir fást þá til þess að ganga“. Ösk- hyggjan leynir sér ekki og talar sínu máli um óttann við áhrif af öflugri göngu. Nið- urlagsorð hinnar kveðjunnar eru og at- hylgisverð. I>ar er sagt, að kommúnistar séu með Hvalfjarðargöngu sinni að mót- mœla eigin skáldskap um það, að fyrir dyr- um standi að afhenda erlendu herveldi Hvalfjörð fyrir kafbátalægi. Það er hár- rétt, að gengið er frá Hvalfirði að þessu sinni einmitt vegna þess, að við hernáms- andstæðingar óttumst að verið sé að semja um flotahöfn í firðinum. Víst vildum við að satt væri hjá nefndu blaði, að þetta væri skáldskapur einn, en þvi miður get- ur það ekki ætlazt til þess, að orð þess séu tekin of hátiðlega í þessum efnum og ber þar margt til. Þjóðin var ekki spurð, þegar hinn bandaríski her var kallaður hingað. Þvi hafði hins vegar þvert á móti verið lýst yfir við inngöngu í NATO, að sérstaða landsins væri tekin til greina og hér yrði ekki her. Við vorum og fullvissuð um, að ekki væri verið að semja við Breta um landhelgina. Því var jafnvel neitað af ráðherra í sölum Alþingis. Við viturn hins vegar nú, hversu þar var I pottinn búið. Og eins verður með Hval- f jörð. Stjórnarherrarnir þekkja andúð þjóð- arinnar og þeir vita að hún er meiri en kommúnista einna, enda þótt á því sé hamrað. Þvi verður aldrei viðurkennt, að verið sé að semja um Hvalfjörð. Flotanum sem nú hefur tekið að sér það, sem nefnt er varnir Islands hefur auðvitað engann áhuga á Hvalfirði og síst af öllu aðmírálar og flotaforingjar þeir amerískir, sem hér hafa verið í kurteisisheimsókn!!! Eða dett- ur nokkrum slíkt í hug. Nei, þjóðinni verður ekkert sagt, fyrr en allt er klappað og klárt. Þá verður og slegið upp myndum af gaddavir, rauðum hömrum og sigðum. Sigurður Agústsson, umferðarlögregiu- þjónn stjórnaði umferð af mikilli rögg- semi alla leið. Þar með er málið réttlætt og hver sá, sem eitthvað vill segja á móti ósköpun- um verður stimplaður samsekur um mann- dráp Stalíns. Þetta er tiltölulega einföld formúla.... • Orð hæstvirts forsætisráðherra sem fyrr eru nefnd eru hvorki karlmannleg né sann- færandi. Hann elur þá von í brjósti eins og við öll hér, að aldrei muni til þess koma, að þjóðir heims berizt á banaspjót og hann muni aldrei þurfa að standa við orð sín. En hættan er fyrir hendi. örlítið glappa- skot gæti leitt af sér ófyrirsjáanlegar hörmungar. Það á ekki að vera hlutskipti Islands að auka á þessa hættu. Það er ekki virðingu okkar samboðið, að hrópa eftir manndrápstækjum og lýsa blessun okkar á sprengingu kjarnorkuvopna, ef réttur aðili á í hlut. Slík lýsir dæmafárri fyrirlitningu á tilveru alls mannkyns. Hlutlaust íslands er það, sem koma skal. Hlutlausu þjóðirnar verða æ sterkari á al- þjóðavettvangi. Þær einar eru þess megn- ugar að sætta tröllin í austri og vestri og þær einar geta skapað það almennings álit, er heldur aftur af valdagráðugum og mis- vitrum stjórnarherrum. Við erum lítil þjóð, vopnlaus þjóð. Við erum nú aðeins skotmark, ef kæmi til hild- Hér er gangan kominn niður í Bankastræti. I henni voru nú þúsundir manna. Lauga- vegurinn og Bankastræti eitt mannhaf. 14 DAGFARI

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.