Aðventfréttir - 01.04.1995, Side 3

Aðventfréttir - 01.04.1995, Side 3
HVÍLDARDAGUR Leidd af Andanum* Þegar saman fara helgun og persónulegur vitnisburbur EFTIR ELLEN G. WHITE Texti: Gl 6.16-26 (góbfúslega lesvb). Ifyrsta versi þessarar ritningar- greinar eru taldir upp þeir flokkar manna sem ekki munu hljóta inngöngu í Guðsríki. Þeir sem iðka það sem þar er tilgreint munu ekki erfa það ríki. En einnig er tilgreindur annar flokkur sem getur og mun ganga inn í Guðsríki, sem mun öðlast rétt til að komast þangað; og það eru þeir sem vinna að því að öðlast siðferðislegan hrein- leika til að standa við hið mikla hvíta liásæti í hvftum skikkjum lyndis- einkunnar sinnar. A reynsludögum þeirra varð þeim ljóst mikilvægi starfsins sem vinna þurfti, og þeir tókust það á hendur af skynsemd og skilningi. Þeir sáu að mikið verk var óunnið til þess að öðlast það hugar- far sem gerir menn hæfa til Guðs- ríkis. Þeir vissu að enginn gæti unnið verkið fyrir þá. Það var einstaklings- bundið starf, persónulegt átak. Hér er einmitt bent á þau atriði sem okkur ber að keppa að: Ávöxtur andans er kærleiki." Ef við höfum kærleik Krists í sálum okkar, verður eðlileg afleiðing að við eigum allar hinar dyggðirnar - gleði, frið, lang- lyndi, gæsku, góðvild, trúmennsku, hógværð og bindindi; og „gegn slíku er lögmálið ekki.“ Lögmál Guðs dæmir ekki þá sem eiga slíkar dyggð- ir og hneppir þá ekki í ánauð; því að þeir hlýða ákvæðum lögmáls Guðs. Þeir hlýða lögmálinu, og þess vegna eru þeir „ekki undir lögmáli.“ Fyrir nokkru, þegar við áttum leið í gegnum Oswego, New York, sáum við tvo hörkulega lögreglumenn, og með þeim voru tveir menn hlekkj- aðir saman og báru stórar blýkúlur í höndunum. Við ályktuðum ekki að þeir hefðu haldið lög New York-ríkis, heldur að þeir hefðu brotið gegn þeim, og að þeir gætu ekki gengið um frjálsir vegna þess að þeir væru lögbrjótar. Við reyndum að lifa í samræmi við allar lagagreinar New York-ríkis, og við lögmál Guðs; og við gengum frjáls - við vorum ekki „undir lögmálinu." Ef við lifum í samræmi við líf Krists, við lögmál Guðs, þá dæmir það lögmál okkur ekki - við erum ekki undir lög- málinu. Kærleikur fær ekki dulist Við eigum um tvær leiðir að velja. Onnur leiðir okkur burt frá Guði og útilokar okkur frá ríki hans, og á þessari leið eru öfund, flokkadrættir, morð og öll illvirki. Hin leiðin er sú sem við eigum að fara, og þegar við göngum hana veitist okkur gleði, friður, eindrægni og kærleikur. Kærleikur - hann er það sem við eigum að ástunda; og það sem okkur er brýnust þörf á er kærleikur Krists í hjörtum okkar. Okkur skortir þessa dýrmætu blessun meira en nokkuð annað. Það er kærleikurinn sem blómstraði í brjósti Jesú sem við þörfnumst öllu öðru framar; og þegar hann er í hjartanu, mun hann opinbera sig sjálfur. Getum við átt kærleik Jesú Krists í hjartanu án þess að sá kærleikur streymi út til ann- arra? Hann getur ekki verið þar án þess að votta að hann sé þar. Hann mun opinbera sig í orðunum, í svip okkar og látbragði. Fyrir skömmu heyrði ég veikan ungan dreng segja að tilteknum manni þætti ekki vænt um hann. Hann var spurður hvers vegna hann segði það. „Hvernig veistu að honum þykir ekki vænt um þig?“ „Eg sé það strax um leið og ég lít á hann að honum geðjast ekki að mér. Eg veit að honum þykir ekki vænt um mig.“ Barn les augnaráðið og skilur svipinn á andlitinu; og getur þá ekki fólk sem náð hefur meiri aldursþroska greint hvenær kærleikur er í hjart- anu? Því að hann lýsir sér í lát- bragðinu, í orðunum, í athöfnunum, í svipbrigðum andlitsins. Er það okkur undrunarefni að barn getur fundið á sér hver er vinur þess? Eru það nokkur undur að það skuli vita að sumu fólki þykir vænt um það? Það ætti því ekki að taka okkur lang- an tíma að skynja hvort kærleikur Krists sé í hjartanum, hvort það sé gagntekið af honum. Þegar kærleikur Krists er geymdur í hjartanu verður hann ekki falinn fremur en sætur ihnur. Hin heilögu áhrif sem af honum ljóma í hugarfar- inu verða öllum augljós. Kristur mun mótast hið innra, „von dýrðarinnar.“ Ljós hans og kærleikur verður þar; návist hans verður áþreifanleg. Við getum öðlast gleðina Komið hefur fyrir, þegar blessun Guðs hefur verið veitt sem svar við bæn, að þegar aðrir hafa komið inn í herbergið, þá voru þeir ekki fyrr stignir yfir þröskuldinn en þeir hrópuðu: „Drottinn er hér!“ Ekkert orð hafði verið sagt; en blessuð áhrif heilagrar nærveru Guðs voru áþreifanleg. Fögnuðurinn sem kemur frá Jesú Kristi var þar; og í þessari merkingu hafði Drottinn verið í herberginu jafn sannarlega og AðventFréttir 3

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.