Aðventfréttir - 01.04.1995, Síða 8

Aðventfréttir - 01.04.1995, Síða 8
MÁNUDAGUR Gleði / heimi eins og okkar ? Hvernig má það vera ? EFTIR JONATHAN NG mörg ár ævi minnar sem kristinn maður skipaði gleðin lágan sess í verðmætakerfi mínu, þangað til daginn sem augu mín opnuðust fyrir boðskap- num í Rm 14.17, 18: „Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í Heilögum anda. Hver sem þjónar Kristi á þann hátt, hann er Guði velþóknanlegur og vel metinn manna á meðal.“ I þessum versum segir Páll okkur að ríki Guðs sé ekki aðeins réttlæti og friður, heldur einnig fögnuður. Raunar segir hann að kristilegt líf okkar verði ekki þóknanlegt okkar himneska föður nema því fylgi gleði. Jesús sagði: „Eg er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð“ (Jh 10.10). Hann hefur gert allt sem hann getur til að gera okkur kleift að lifa glaðir. Jóhannesarguðspjall segir okkur að kvöldið sem Drottinn var svikinn hafi hann nokkrum sinnum vitnað til þeirrar gleði sem hann vildi að lærisveinar hans nytu. í 1Þ 5.16 býður Páll okkur að vera ætíð glaðir. Og í F1 4.4 segir hann: „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.“ í huga Páls postula er það ljóst að Guð ætlar börnum sínum að vitna um ávexti gleðinnar í lífi sínu. Ellen White skrifaði: „Guð hefur gnægð kærleiks, gleði, friðar og dýr- legs sigurs handa öllum þeim sem honum þjóna í anda og sannleika“ (Testimony Treasures, 3. bd., bls 251). Hún sagði líka: „Til þess að njóta fullkominnar heilsu verða hjörtu okkar að vera full af von og kærleik og gleði“ (Counsels on Health, bls 587). Meðan ég var í framhaldsnámi við Loma Linda háskóla, sagði prófessor í streitumeðferð mér að þegar menn séu glaðir, útleysi líkaminn endorfín, efni sem styrkir ónæmiskerfið. Þannig hefur glaðlegur andi jákvæð áhrif á líkamslíðanina. Undanfarin 12 starfsár mín sem sjúkrahússprestur hafa sannfært mig um að glaðlegt viðmót flýti fyrir bata sjúklinganna. Gleði er ekki einungis valkostur þeirra sem að eðlisfari eru móttækilegir fyrir hana; hún er eiginleiki sem okkur öllum er boðið að rækta. Kjósið að vera hamingjusöm Við getum hugsað sem svo: „Ég kýs að vera hamingjusamur, því ég kýs að treysta Drottni.“ Ef við byrjum daginn með gleðisvip, þá mun gleðin halda áfram að dafna í lífi okkar með Guðs hjálp. Páll sagði við Rómverja: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti Heilags anda“ (Rm 15.13). Gleðin er ávöx- tur andans. Hún er afleiðing áhrifa andans á hjörtu okkar. Við geturn notið fagnaðar endurlausnarinnar gegnum áhrif andans, jafnvel þegar á móti blæs. Við eitt tækifæri, þegar mér virtist framtíðin ískyggileg, gat ég fagnað í Drottni vegna fyrirheitsins í Jer 29.11: „Því að ég þekki þær fyriræt- lanir sem ég hef í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirædanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð." Svo er Guði fyrir að þakka að orð Heilags anda eru okkur sannarleg hvatning og styrkja gleðina í hjörtum okkar. Ég hef séð það gerast aftur og aftur meðal hel- sjúks fólks. Það er í mannlegu eðli okkar að gera ráð fyrir hinu versta og glata allri gleðitilfinningu þegar eitthvað mótdrægt hendir okkur. Við ein- blínum á ástandið fremur en á Drottin. A slíkum stundum bendir Heilagur andi okkur á fyrirheitin í Rm 8.28: „Vér vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, [teim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs.“ Það auðveldar okkur að fagna í þeirri vissu að Guð sé við stjórnvölinn og vinni okkur til heilla. Sem einstaklingar í fjölskyldu Guðs erum við áminntir að vera ábyr- gir og ósjálfbjarga í senn. Það er vilji hans að við látum í ljósi fögnuð í lífi okkar og séum háðir því að Heilagur andi veiti okkur styrk til þess. Um leið og við lítum til hans skulum við muna að tilgangurinn með því að gleðjast er ekki fyrst og fremst að okkur líði betur andlega, jafnvel þótt gleðinni fylgi vellíðan, heldur að við gefum Drottni dýrðina með því að sýna fólki í kringum okkur að okkar ástríki, himneski faðir lætur sér annt um okkur og sjái okkur farborða hvernig sem annars kann að vera ástatt um okkur. Þegar ég veiti dauðvona sjúk- lingum þjónustu, ber ég oft upp þessa spurningu: „Þarft þú að biðja einhvern fyrirgefningar, eða þarftu að fyrirgefa einhverjum áður en þú deyrð?“ Venjulega vekur þetta sjúk- linginn til umhugsunar. Það er líka andleg reynsla fyrir alla sem málið varðar. Sambönd eru endurnýjuð og fýrirgefning Guðs er mér undrunar- efni. Varanleg tryggð Guðs, að hann fyrirgefur mér og tekur mig í sam- félag sitt, er gleðiuppspretta, og ég get sungið: „Fögnuður Drottins er minn styrkur“ og „Fagnandi, fagn- andi tilbiðjum við þig!“ I Rm 15.13 er talað um hversu fús Guð er til að fylla okkur gleði og friði ef við treystum honurn. Ellen 8 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.