Aðventfréttir - 01.04.1995, Síða 16

Aðventfréttir - 01.04.1995, Síða 16
FIMMTUDA G UR Góðvild Vid þekkjum hana þegar víd sjáum hana. En það daþurlega er, að við sjáum hvergi nærri nóg af henni. EFTIR WERNER K. VYHMEISTER Ekkjan Thelma Gilbert, sjöunda dags aðventisti búsett í Morrice, Michigan, ákvað að flytja í sólskinið á Flórída. Fasteignasalinn kom og setti upp söluskilti fyrir framan húsið hennar. Þegar nágrannar hennar sáu skiltið, hófu þeir óvenjulegar aðgerðir. Einn daginn sá Thelma að skiltið hafði verið hulið með ábreiðu. Annan daginn hafði verið skipt um skilti, og á því nýja stóð: „Þorps- reglurnar banna að sett séu upp skilti sem hindra útsýn. Oskast tekið niður.“ Þegar Thelma leit nokkrum dögum síðar út um gluggann, sá hún 75 manns þramma upp heimkeyrsl- una að húsinu með skilti sem á var letrað: „Nágrannarnir munu sakna þín,“ „Mér þykir vænt um þig, farðu ekki,“ og „NEI, NEI, NEI!“ Þegar hún kom út var henni rétt bænar- skjal undirritað af 101 nágranna sem allir hvöttu hana til að fara hvergi. Thelma Gilbert hætti því við að flytja burt frá Michigan. Eins og í sögunni um Tabíþu (Dorkas) þótti nágrönnunum vænt um Thelmu vegna þess „að hún var mjög góðgjörðasöm og örlát við snauða“ (P 9.36). Líf hennar var í samræmi við hvatningu Ellenar White: „Vanræktu ekki að tala við nágranna þína og gera þeim allt það gott sem í þínu valdi stendur, því að með því gætirðu stuðlað að frelsun ein- hvers.“[" „En ávöxtur andans er ... góðvild" (G15.22). Hversdagsdyggð Omögulegt er að skilgreina góðvild til fullnustu í einni setningu, vegna þess að góðvild er tengd svo að segja öllum öðrum kristnum viðhorf- um og dyggðum. Merkingu hennar skiljum við með því að sjá hana að verki. Biblían er full af sögum sem lýsa mannlegri góðvild og áhrifunum sem koma fram þar sem hennar gætir. Sagan um Rut fjallar um ógæfu sem snerist upp í endanlegan sigur. Sagan fékk farsælan endi vegna góðvildar Rutar í garð tengdamóður sinnar. Athygli Bóasar, venslamanns þeirra, beindist að Naomi. Arang- urinn varð sá að Rut varð hlekkur í ættartölu Jesú Krists. Þegar Davíð var orðinn konungur og enn á unga aldri, spurði hann: „Er nú nokkur maður eftir orðinn af húsi Sáls? Honum vil ég miskunn auðsýna fyrir sakir Jónatans" (2S 9.1). Væn eiginkona hlýtur hrós í Orðskviðunum vegna þess að „hún opnar munninn með speki og ástúð- leg fræðsla er á tungu hennar“ (Ok 31.26). Þegar Guð kom öðru sinni til fun- dar við Móse á Sínaífjalli til að rita boðorðin á nýjar steintöflur, notaði hann tækifærið til að lýsa sjálfum sér með orðunum: „Drottinn, Drottinn, miskunnsamur og líknsamur Guð, þolinmóður og gæskuríkur og harla trúfastur“ (2M 34.6). Góðvild Guðs (Hebr. chesed) er altæk. Sagan um lýð Guðs, bæði ein- staklinga og heildina - raunar heim- inn allan - er lýsing á gæsku Drottins. Við þetta sama tækifæri, þegar Guð birdst Móse, tengdi hann gæsku við sannleik. Hann staðfesti einnig, að þessi gæska kæmi fram í fyrirgefningu misgjörða, lögbrota og syndar. En, sagði hann, hann „lætur þeirra þó eigi með öllu óhegnt“ (vers 7). Gæska Guðs, sannleikur og dómar, allt er það hluti af áformi Guðs um frelsun okkar frá syndum. Gæsku Guðs er lýst í Biblíunni og hún skýrð með dæmum af ýmsu tagi. Gæska Guðs er ástæðan til þess að Israel getur vonast eftir „gnægð lausnar ... frá öllum misgjörðum hans“ (S1 130.7, 8). Hún snertir ein- staklinga sem leita fyrirgefningar og auk þeirra allar þjóðir auk Israels. Fordæmi gæsku Guðs er hvatning til barna hans um góðvild. Við getum tekið okkur áminningu Krists í munn og sagt: „Verið þér því fullkomnir eins og faðir yðar himneskur er full- kominn" (Mt 5.48). Forsenda kristninnar I Nýja testamentinu er góðvild óhjákvæmilegur eiginleiki fylgjenda Krists. Með því að Kristur hefur fyrirgefið þeim, eru kristnir menn áminntir: „Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrurn" (Ef 4.32, sbr. G1 6.1, 2). Þessi góðvild verður að ná jafnvel til óvina þeirra, sem sýna ber góðvild án þess að vænta neins í staðinn - nema hinnar eilífu umbunar - þar sem þeir eru börn Hins hæsta, því að sjálfur Guð „er góður við vanþakkláta og vonda“ (Lk 6.35). Líf Krists á jörðunni var lifandi dæmi um góðvild í verki, Hann lækn- aði sjúka, útskýrði þolinmóður lær- dóm frelsunarinnar, tjáði jafnvel Júdasi, sem sveik hann, góðvild sína. Góðvild var útskýrð af Kristi í dæmisögunum um miskunnsama Samverjann, „sauðina“ og „hafrana“ í lok tímans, og er hann varði gerðir konunnar sem hellti dýrum ilmsmyrslum yfir höfuð hans á heim- ili Símonar í Betaníu. Gæska Guðs í garð mannkynsins 16 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.