Aðventfréttir - 01.04.1995, Page 17

Aðventfréttir - 01.04.1995, Page 17
lýsir sér í æðsta veldi í endurlausnar- áforminu. Gæska Krists sjálfs og kær- leikur sáust greinilega í fresluninni sem var „ekki vegna réttlætisverk- anna sem vér höfðum unnið“ (Tt 3.5). Nafngöfgi Gríska nýjatestamentisorðið chrestos er almenn þýtt sem „góðvilj- aður“. Rithátturinn er næstum sá sami og gríska orðið Christos (Krist- ur). I ævisögu Kládíusar keisara (41- 54 e.Kr.) nefnir rómverski sagn- fræðingurinn Svetoníus Jesú og notar latneska mynd nafnsins, Chrestus. Tacítus, annar rómverskur sagnfræðingur, vitnar til fylgjenda Jesú sem Chrestioni. Svo er að sjá sem fyrstu aldar rit- höfundar, þeir sem fyrstir fengu nafn frelsarans okkar til umfjöllunar, hafi átt hægara með að tengja nafnið Chrestos eins og það var dregið af lýsingarorðinu chrestos (góðviljaður), en að átta sig á merkingu orðsins Christos (smurður). Rithátturinn var í sjálfu sér yfirlýsing um að Jesús væri gæskuríkur öllum öðrum fremur. Góðvild er á all mörgum stöðum í Nýja testamentinu talin með í lista yfir kristnar dyggðir. Hún er einn mikilvægasti þátturinn í hinni allt- umlykjandi kærleiksdyggð. Hagnýt dyggð Ellen White sagði að sann- leikurinn ætti að gera fólk góðviljað. Raunar ætti siðbótarfólk að skara fram úr öðrum að góðvild. Góðvildin skal koma fram í máli og athöfn, og jafnvel í svipmóti. Strangar áminn- ingar skyldu fram bornar af góðvild, þegar þeirra væri þörf. „Einlægni og hreinskilni bæta ekki fyrir skort á góðvild og kurteisi," sagði hún.121 Hún sagði réttilega að til margra „er hægt að ná með óvilhallri góðvild. Fyrst verður að bæta úr líkamlegum þörfum þeirra. Þegar menn sjá tákn óeigingjarns kærleiks okkar, verður þeim auðveldara að trúa á kærleik Krists.“131 „Kær- leiksríkur og hæverskur kristinn maður er sterkasta röksemdin sem hægt er að bera fram kristninni til eflingar."141 „Ef við vildum auðmýkja okkur frammi fyrir Guði og vera gæskurík og hæversk og hjartahlý og vorkunnsöm, mundu hundrað snúast til sannleikans þar sem nú er aðeins einn.“151 Það skiptir máli „Tamatoe konungur í Huahiné, ey um 80 mílur frá Tahiti, tók kristna trú árið 1818 fyrir áhrif trúboða frá Trúboðsfélagi Lundúna. Sumir af nágrönnum Tamatoe á nálægri eyju hötuðust við kristindóminn og ákváðu að drepa Tamatoe og þá sem tekið höfðu trú ásamt honum. „En hinir kristnu komust að sam- særinu, og hópur þeirra faldi sig nálægt lendingarstaðnum. Þegar óvinir þeirra hlupu upp úr bátum sínum í myrkrinu voru þeir afvopn- aðir, án þess að þeim væri veittur nokkur líkamlegur áverki. Nú þegar heiðingjarnir voru orðnir vopnlausir, voru þeir vissir um að þeirra biði grimmilegur dauðdagi. Við getum ímyndað okkur undrun þeirra þegar Tamatoe og kristnir vinir hans komu vingjarnlega fram við þá, vegna þess, eins og þeir sögðu, að Jesús kenndi fylgjendum sínum að auðsýna óvinum sínum góðvild. En kristnu mennirnir létu ekki þar við sitja. Þeir framreiddu rík- mannlega máltíð og buðu fyrrver- andi fjandmönnum sínum að neyta hennar með sér. Þegar þeir höfðu matast reis einn hinna heiðnu höfðingja úr sæti sínu og sagði að sökum hinnar óvenjulegu góðvildar þeirra hefði hann ákveðið að verða fylgjandi Krists. Aðrir tóku undir með honum, og innan nokkurra daga hafði hvert heiðið skurðgoð á ey þeirra verið brotíð og fólkið varð kristið.“[6] Ahrif góðvildar á trúleysingja hafa ótal sinnum komið í ljós hjá fólki jregar jrað hefur kynnst kristnum nágrönnum sínum, þegar sjúkir hafa orðið fyrir áhrifum frá kristnu hjúkrunarfólki, jregar börn hafa verið í gæslu á kristnum fósturheim- ilum, þegar fangar hafa fengið heim- sóknir safnaðarmeðlima, þegar fólk sem hefur komist á hrakning af völd- um náttúruhamfara, styrjalda eða annarra skelfinga, hlýtur aðhlynn- ingu í nafni Krists, og fagnaðar- erindis vonarinnar er sameiginlega notið í anda Krists. Einungis ómenguð kristin góðvild getur haft slík áhrif. I 3. kafla Kólossusbréfsins talar Páll um mikil- vægi þess að kristnir menn séu „upp- vaktir með Kristi“ (vers 1) og líf þeirra sé „fólgið með Kristi í Guði“ (vers 3), og hafi „íklæðst hinum nýja (manni) sem endurnýjast til full- kominnar þekkingar og verða þan- nig ímynd skapara síns“ (vers 10). Síðan bætir hann við að „eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir," verði kristnir menn að íklæðast „hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum“ (vers 12, 13). Sönn góðvild, sem eðlileg afleiðing af sambandi okkar við Krist, mun styrkja böndin milli safnaðar- fólksins og hjálpa til að opna hjörtu hinna vantrúuðu. „En ávöxtur andans er ... góðvild.“ Spurningar tilumræðu 1. Hefur sá tími komið í lífi þínu, að ein einstök vingjarnleg athöfn hafi komið í veg fyrir að þú villtist andlega af vegi? Geturðu greint frá því í fáum orðum? 2. Er unnt að „skipuleggja" góðvild eða „forrita" hana? Eða kemur hún bara sjálfkrafa? 3. Eru kristnir menn skyldugir til að vera vingjarnlegir við fólk sem þeir hafa megna andúð á (t.d. afbrotamenn, braskara, lýðskru- mara)? Sé svo, í hvaða mynd ætti Joá alúðin að vera? [1] Ellen G. White: Christian Service, bls 116 [2] Ellen G. White: Spámenn og konungar, bls 237 [3] Ellen G. White: Testimonies 6. bd., bls 84 [4] Ellen G. White: Gospel Workers, ls 122 [5] Ellen G. White: Testimonies, 9. bd. bls 189 [6] Donald Ernest Mansell og Vesta West Mansell, Sure as the Dawn (Hagerstown, Md.; Review and Herald, 1993), bls 307. Wemer K Vyhmeister er deildarstjóri gudfrœdi- deildar Andrewsháskóla í Berrien Springs, Michigan. AðventFréttir 17

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.