Aðventfréttir - 01.04.1995, Síða 20
HVÍLDARDAGJJR
Trúfesti
Heilagur andi gœðir okkur trúfesti.
EFTIR ROBERT S. FOLKENBERG
Páll lagði meir en nokkur
annar Biblíuhöfundur út af
réttlæti fyrir trú sem megin-
sannleik kristninnar.
Það er frá Páli sem við lærum að
„maðurinn réttlætist af trú án lög-
málsverka" (Rm 3.28) og „vér vitum
að maðurinn réttlætist ekki af lög-
málsverkum," skrifaði hann, „heldur
fyrir trú á Jesú Krist. Og vér tókum
trú á Krist Jesú til þess að vér réttlætt-
umst af trú á Krist, en ekki af lög-
málsverkum. Enda réttlætist enginn
lifandi maður af lögmálsverkum“ (G1
2.16).
Trú, ekki lausung
Já, hversu sterklega sem postulinn
brýndi fyrir mönnum frelsun af trú
óháð lögmálsverkum - jafnvel þeim
góðum verkum sem unnin eru vegna
innblásturs Heilags anda - þá var öll
lausung fjarri Páli. í hans huga tákn-
aði frelsi í Kristi frelsi frá þeirri
ánauð að reyna að frelsast af verkum
sínum, tilgangslausri og vonlausri
tilraun. „Til þess frelsaði Kristur oss.
Standið því stöðugir og látið ekki ...
leggja á yður nauðungarok“ (G1 5.1).
Páll átti þó aldrei við það - eins
og sumir á hans dögum gáfu í skyn -
að frelsun fyrir trú á Krist hafi gefið
mönnum heimild til að gefa ver-
aldlegum, holdlegum fysnum lausan
tauminn. Því fór fjarri. „Þér voruð,
bræður, kallaðir til frelsis. Notið
aðeins ekki frelsið til færis fyrir
holdið, heldur þjónið liver öðrum í
kærleika“ (vers 13).
Samkvæmt því sem Páll segir skulu
krismir menn - þeir sem endurleyst-
ir eru fyrir blóð Krists - ekki þjóna
holdinu sem leiðir til dauða, heldur
andanum, sem leiðir til lífs. Páll stillti
þessum tveim athafnasviðum hvoru
gegn öðru. „Eg segi: Lifið í and-
anum, og þá fullnægið þér alls ekki
girnd holdsins. Holdið girnist gegn
andanum, og andinn gegn holdinu.
Þau standa hvort gegn öðru“ (vers
16,17).
Ellen White lýsti uppsprettu sigr-
andi lífernis okkar með þessum
orðum: „Helgun er mælikvarði full-
komleika okkar. A þeirri stundu sem
við gefum okkur á vald Guði, trúum
á hann, höfum við réttlæti hans. ...
Kristur krefst þjónustu óskipts hjarta.
... þegar við gefum okkur Kristi
þannig á vald veitir hann hugum
okkar hvíld, og [Kristur] helgar
hjörtu okkar og hendur í sina þjón-
ustu. ... Við opinberum náð hans í
hugarfari okkar; því við höfum hans
líf. Hann kynnir okkur flekklaus fyrir
föður sínum, því við erum helguð
fyrir blóð hans.“ (Review & Herald,
25. júlí 1899; leturbr. R.S.F.)
Páll telur upp sem „holdsins verk“
frillulífi, óhreinleika, skurðgoða-
dýrkun, saurlífi, fjölkynngi, öfund,
ofdrykkju, svall, o.s.frv. „Eins og ég
hef áður sagt,“ áminnti hann, „þeir
sem slíkt gjöra munu ekki erfa Guðs
ríki“ (vers 21).
Næst á eftir kemur hjá Páli „ávöxt-
ur andans“ sem andstæða „verka
holdsins.“ Sennilega var það til að
leggja áherslu á að gagnstætt syndum
sem drýgðar voru óháð Kristi - sem
eru verk, koma ávextir andans aðeins
frá andanum og vinna að því að end-
urskapa í okkur Kristseðlið. Meðal
ávaxta andans eru kærleikur, gleði,
friður, langlyndi, mildi, gæska og trú-
mennska (vers 22).
Áhersla á trúmennsku
I þessari grein ætlum við að íhuga
„trúmennsku.“ Orðið samsvarar
gríska orðinu pistis og merkir bæði
„trú“ og „trúmennska.“
Vitanlega er trú viðhorf trausts og
öryggiskenndar gagnvart einhverju -
í þessu tilfelli Guði. Trúmennska er
hegðunareinkenni sem gefur öðrum
ástæðu til að treysta okkur. Þótt
ómögulegt sé að sjá af orðinu einu
við hvort sé átt, gefur samhengið til
kynna að trúmennska sé merkingin
hérna, þar sem hún samræmist betur
öðrum víddum ávaxta andans.
Stundum virðumst við gera okkur
ánægð með lægri viðmiðunarmörk
trúmennsku í andlegum efnum en
veraldlegum. Mundir þú til dæmis
telja J:>að góðan árangur ef níu af
hverjum tíu áætlunarflugvélum
kæmust heilu og höldnu á ákvörðun-
arstað? Eg gæti líka spurt hvort við
teldum það traustvekjandi þjónustu.
Mundirðu kalla það góðan árangur
ef bíllinn þinn færi í gang aðeins í
einni tilraun af hverjum þrem?
Mundi húsbóndi þinn kalla J)ig
traustan starfsmann ef þú mættir til
vinnu aðeins tvær til þrjár vikur í
mánuði hverjum? Mundi lánardrott-
inn Jjinn segja, ef þú slepptir mán-
aðargreiðslum af húsnæðisláninu
tvisvar á ári: „Nújæja, tíu af hverjum
tólf er hreint ekki slæmt?“
Trúfesti
Við syngjum sálminn „Great is Thy
Faithfulness“ (Mikil er trúfesti Jjín).
En hvað táknar það ef vitnað er til
okkar, kristinna manna? Hvernig
kemur trúfesti fram í lífi okkar?
Webstersorðabók skilgreinir trú-
mennsku, trúfesti sem „stranga eða
fullkomna skyldurækni í störfum.“
„Trúr orðum sínum, heitum, lof-
orðum o.s.frv.“; „traustur í viðskipt-
um eða vináttu, trygglyndur“;
„áreiðanlegur, sem hægt er að treysta
eða trúa.“ Iðkun kristins manns á
þessum dyggðum mundi því vera
trúfesti.
Eiginleikarnir sem lýst er í ofan-
20
AðventFréttir