Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 24

Aðventfréttir - 01.04.1995, Blaðsíða 24
Fyrir börnin Veldu þurfandi einstakling til að hjálpa á komandi frídögum. Tilgreindu dag og gakktu frá öllum nauðsynlegum undirbúningi. Hugleiðing og umræður Er eitthvað fólk hér í heimi sem við ættum ekki að elska? Hvernig getum við best auðsýnt kærleik í heiminum? Þarftu að komast í tengsl við ein- hvern tíl að auðsýna kærleik? Ljúktu við þessa setningu: Mér mundi þykja vcenna um fólk ef Ávaxtarpróf Auðsýni ég fólki sem mér finnst furðulegt kristilegan KÆRLEIKA? (Merktu við eitt) aldrei sjaldan stundum oft. Sunnudagur „Ávöxtur andans cd ■ ■ ■ gleði" Minnisvers Lk 15.7: „Eg segi yður, þannig verbur meiri fógnubur á himni yfir einum synd- ara sem gjörir íbrun, en yfir níutíu og níu réttlátum er ekki hafa ibrunar þörf. “ Biblíusaga - Óheftur fögnuður Páll og Sílas voru í Filippíborg að segja Gyðingum sem þar voru búsett- ir frá Jesú. Guð blessaði boðunarstarf þeirra. Satan reynir ævinlega að þagga niður í boðberum Guðs. Hvað gæti hann gert til að spilla vitnisburði Páls og Sílasar? Hann gæti fengið áhangendur sína til að berja Pál og Sílas. Hann gæti jafnvel látið setja þá í fangelsi. Hann gæti æst kaupmenni- na til reiði gegn prédikurum Guðs. Satan gæti líka gert hvoru tveggja og meira til. Hvað gerði Satan? Þið getið sjálf lesið það í Postulasögunni 16.11-40. Fyrst fann hann tvo kaupmenn í borginni sem áttu ambátt (kona sem er þræll). Ambáttin var raunar haldin illum anda Satans. Húsbændur hennar létu fólk borga hátt verð fýrir að fá að tala við hana. Og hvernig skyldi standa á því að menn voru fáanlegir til að borga okurgjald fyrir leyfi til að tala við ambátt? Þegar fólkið spurði stúlkuna um framtíð sína, svöruðu illu andarnir í henni. Stundum spurðu menn hvernig þeir ættu að haga ákveðnum viðskiptum þar sem miklir peningar voru í húfi. Illu andarnir gáfu þeim ráð. Þeir voru ánægðir með ráðin sem þeim voru gefin og komu aftur og aftur. Eigendur stúlkunnar voru líka ánægðir, því þeir græddu á tá og fingri. Þar sem það var Satan sem stjórn- aði stúlkunni, sendi hann hana út á strætin til að elta lærisveinana og gera hróp að jreim svo allir gætu heyrt: „Menn þessir eru þjónar Guðs hins hæsta, og boða jæir yður veg til hjálpræðis!" (P 16.17). Hún sagði þetta ekki bara einu sinni, heldur mörgum sinnum um alla borgina, og hélt því áfram dögum saman. Var hún að segja ósatt? Nei, Páll og Sílas voru þjónar Guðs. Var jtetta lærisveinunum til hjálp- ar? Nei, jrví að allir vissu að stúlkan var haldin illum anda. Þegar þeir heyrðu hana segja að lærisveinarnir væru þjónar Guðs, töldu flestir víst að orðin kæmu frá illa andanum í henni, og að hún ætti við að Satan stjórnaði líka Páli og Sílasi. Loksins hafði Páll fengið nóg af jDessu, og hann sagði við hinn illa anda stúlkunnar: „Ég býð þér í nafni Jesú Krists að fara út af henni.“ (vers 18). Andinn hlýddi samstundis. Mér sýnist þetta vera mikið gleðiefni! Satan varð að gefast upp! Nú hugsar þú kannski: Vá maður! nú hljóta kaupmennirnir að verða glaðir að ambáttin þeirra skuli vera laus við illa andann. Nei, það var nú öðru nær. Nú gátu þeir ekki lengur fengið peninga frá fólki fyrir að láta ambátt- ina sína spá. Spádómsandinn var á bak og burt! Nú var tekið fyrir þessa miklu gróðalind kaupmannanna. Þeir ákváðu því að draga Pál og Sílas fýrir dóm, og sögðu: „Þessir menn eru Gyðingar og skaðvaldar í borginni.“ Dómarinn féllst á það. Hann skipaði að láta rífa fötin af Páli og Sílasi og húðstrýkja þá. Síðan lét dómarinn kasta þeim í fangelsi. Þeir sættu hörmulegri meðferð um nóttina. Með bökin flakandi í blóðugum sárum eftir barsmíðina og enga hjúkrun, voru þeir látnir sitja á harðri, ójafnri brún með fæturna festa í gapastokk. Þú ættir að reyna það. Sestu á stól- bak með fæturna beint fram uppi á borði og sittu svona í stundar- fjórðung (kannski þarftu fyrst að biðja leyfis og láta einhvern halda stólnum svo hann sporðrísi ekki). Er það byrjað er verða óþægilegt? Ef brúnin á stólnum er þótt ekki væri nema svolítið hvöss, þá tollirðu þar ekki lengi. Hinir fangarnir sáu þegar lærisveinarnir voru bornir inn. Þeir sáu rifið og blæðandi hörundið og sögðu sín á milli: „Strákar, þessir pil- tar eiga heldur betur eftir að kveina og kvarta í nótt!“ Svo biðu þeir og hlustuðu. En í staðinn fyrir angist- arvein heyrðu þeir þessa þjóna Guðs biðjast fýrir og syngja Guði lof. Þeir trúðu ekki sínum eigin eyrum! Ég get varla trúað Jm'! Hvernig gátu þeir þolað sársaukann og líka verið glaðir? Þarna getið Jjið séð ávöxt sem Guð getur framkallað í sínu fólki. Fanga- vörðurinn varð mjög undrandi. Þegar jarðskjálfti varð um nóttina og Páll og Sílas losnuðu úr fjötrunum reyndu jjeir jafnvel ekki að flýja. Gleði lærisveinanna í Jesú og heiðar- leiki að reyna ekki að flýja hafði svo djúp áhrif á fangavörðinn að hann bað þá segja sér sannleikann um hjálpræðið og var skírður þá um kvöldið. Helgun í verki Veldu tvær manneskjur og segðu jDeim eitthvað sem gerir þig verulega glaðan. Segðu: „Þið vitið, eitt af því sem gerir mig mjög glaða(n) er ... ...............1“ Uppfærsla og umræður Hvers vegna eru englar svo glaðir þegar syndari iðrast? Ljúktu þessari setningu: Eg gœti verib hamingjusamari ef... Ávaxtarpróf Er ég GLAÐUR (GLÖÐ) í bragði, jafnvel þegar ég hef átt erfiðan dag? (merktu við eitt) ..... aldrei ....sjaldan....stundum......oft. 24 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.