Aðventfréttir - 01.04.1995, Side 27

Aðventfréttir - 01.04.1995, Side 27
Miðvikudagur „Ávöxtur andans er... gæska [og]... mildi.“ Minnisvers Lk 6.35: „Elskið óvini y'óar og gjöríd gott og lánið án þess að vœnta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn Hins hœsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda. “ Biblíusaga - Ég kom viö þig síöast Eg hef verið að lesa um ýmsa konunga og stjórnendur í heim- inum. Það er einkennilegt - mér sýnist að því meira vald sem stjórn- endur hafa, þeim mun grimmari verði þeir. Þeir nota vald sitt til að neyða skoðunum sínum upp á fólk. Þeir beita lögum, lögreglu, leyni- þjónustu ogjafnvel herjum. Eg fann eina stóra undantekn- ingu. Það er maður sem hafði meira vald en nokkur annar konungur í mannkynssögunni, en hann fór spar- lega með það. Hann hlýtur sannar- lega atkvæði mitt sem besti og mild- asti konungur sögunnar. Þið vitið nákvæmlega um hvern ég er að tala. Lfm hann, sem er konung- ur alls, Jesú Krist. Athugið hvernig minnisvers dagsins í dag segir að hann hafi jafn- vel sýnt kærleika „vanþakklátum og vondum.“ Okkur finnst auðvelt að vera mildur við gott fólk, en hversu mild erum við við vonda og vanþakkláta? Mér þykir vænt um söguna í Markúsarguðspjalli 5.22-43. Sam- komustjóri í samkomuhúsi Gyðinga, Jaírus að nafni, hafði kropið fyrir framan Jesú og beðið hann að lækna dóttur sína. Jesús féllst á að fara heim til mannsins. Jesús þurfti ekki bíl eða strætisvagn til að komast þangað - í fyrsta lagi var slíkt ekki til fýrir 2.000 árum, og í öðru lagi ýtti mikil mergð fólks honum áfram. Hefur þú nokkurntíma verið í mannþyrpingu? Kannski hefurðu verið á útisamkomu eða niðri í bæ í Reykjavík á sautjánda júní þar sem fólk þyrptist þúsundum saman. Þú rígheldur í hendur foreldra þinna og reynir að láta mannþröngina ekki slíta þig frá þeim. Manstu hvað þér létti mikið þegar pabbi þinn eða stóribróðir tók |:>ig loksins upp og hélt þér svo fast í fanginu að engin hætta var á að þú yrðir viðskila við fjöldkyldu þína? Nú skulum við aftur snúa okkur að mannfjöldanum í kringum Jesú. Þessi múgur hrinti og togaði eins og þúsund maurar sem eru að reyna að bera sama brauðmolann. Allt í einu stansaði Jesús og spurði: „Hver kom við mig?“ En næstum enginn tók eftir því sem hann sagði |)á stundina. Sennilega hafa þeir haldið að hann væri að gera að gamni sínu, þar sem svo margir höfðu snert hann. Bróðir minn, systir mín og ég fórum stundum í leik í aftursæti bílsins okkar á ferðalögum. Eitt okkar snerti annað og sagði stríðn- islega: „Eg kom við þig síðast!“ Það var merki um að hitt ætti að svara: „Nei, ég kom við þig síðast!“ Þessi litli leikur magnaðist brátt upp í að verða áflog þangað til mamma eða pabbi stöðvaði bílinn, dró ímyndað strik á sætið og sagði að við mundum ekki geta sest niður í viku ef við færum yfir þetta strik. Venjulega hlýddum við. En spurning Jesú: „Hver kom við mig?“ tengist ekkert neinum leik. Orð hans voru þrungin mildi. Þú skilur, Jesús hafði fundið græðandi mátt flæða gegnum líkama sinn til einhvers annars. Nú var hafin leit að manneskjunni sem hafði meðtekið þennan kraft. Hver var það? I mannþrönginni stóð kona sem hafði þjáðst af blæðingum í 12 ár. Dag einn fór ég út til að hlaða brenni. Einn af bútunum rann til og skrámaði á mér litla fingurinn. Eg komst í uppnám út af meiðslinu. Það var ekki bara sársaukinn sem ég amaðist við, heldur blóðið sem draup úr sárinu. Og sáraumbúð- irnar um fingurinn verða til þess að ég ýti tveim stöfum á tölvunni niður í staðinn fýrir einn. En óþægindi mín virðast smávægileg miðað við óþægindi konunnar sem hafði haft blæðingar í 12 ár. Þessi þjáða kona var búin að eyða öllum sínum peningum í lækna. Hún var búin að ntissa alla von, uns hún heyrði um mildi og góðvild Jesú sem læknaði alls kyns kvilla án endurgjalds. Vandinn var að hún skammaðist sín svo mikið fyrir sjúkdóminn sem hrjáði hana að hún vissi ekki hvernig hún gæti nokkurntíma fengið sig til að segja Jesú frá honum. Henni datt þá snjallræði í hug. „Eg snerti bara klæði hans, þá batnar mér.“ Það dugði! Tafarlaust! Jafnskjótt og hún gat teygt sig gegnum man- nþröngina og snert faldinn á kyrtli hans varð hún heil. Blæðingin stöðv- aðist. Hún var eins og ný manneskja. Kristur litaðist um til að sjá hver þetta hefði gjört, en konan sem vissi hvað fram við sig hafði farið, kom hrædd og skjálfandi, féll til fóta honum og sagði honum allan sannleikann. Jesús sagði við hana: „Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði og ver heil meina þinna." (Mk 5.32-34) Jesús auðsýndi mildi og góðvild. Hann gefur sama ávöxt öllum þeim sem helga sig honum. Uppfærsla Verkefni þitt í dag er að skrifa frásögn um nemendahóp sem leikur sér að því að stríða minni börnum. Sumir kristnir nemendur skólans vilja hefna fýrir það, en í staðinn stofna þeir til góðvildarsamtaka. Helgun í verki Stofnaðu góðvildarsamtök í hverfi þínu eða skóla. Hugleiðing til umræðu Er erfitt að vera góð(ur) við ein- hvern sem er leiðinleg(ur) við þig? Nefndu og rifjaðu upp sögur um Biblíupersónur sem launuðu illt með góðu. Ljúktu við þessa seningu: Það er auðvelt að vera mildur við....... Ávaxtarpróf Er ég GÓÐUR/MILDUR við þá krakka sem eru seinni til eða min- nimáttar en ég? (merktu við eitt) ...aldrei ..sjaldan..stundum...oft. AðventFréttir 27 Fyrir börnin

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.