Aðventfréttir - 01.04.1995, Síða 30
Fyrir bömin
Hugleiðing og umræða
Hvaða aðferð notaði Jósef til þess
að vera Guði trúr?
Hvaða freistingar gætirðu staðist
til að þóknast Jesú?
Ljúktu við þessa setningu: Ef ein-
hver reynir wbfá mig til ab prófa fíkniefni
eba áfengi, cetla ég ab ..........
Ávaxtarpróf
Hef ég SJÁLFSSTJÓRN jafnvel
þótt ég hafi ástæðu til að vera
reið(ur)?
(merktu við eitt) ....aldrei
...sjaldan....stundum...oft.
Hvíldardagur
„Ávöxtur
andans
er...
trúfesti.“
Minnisvers
Heb 11.8: „Fyrir trú hlýddi Abraham
er liann var kallabur og fór burt til stabar
sem hann átti ab fá til eignar. Hann fór
burt og vissi ekki hvert leibin lá. “
Biblíusaga - Abraham, var hann
trúíastur þótt hann skorti
stundum trú?
Trúfastur. Eg veit að fólk segir
hann vera það. En stundum finnst
mér trúlítill vera betur við hæfi.
Við skulum gefa stig: trúfastur eða
skortur á trú.
I upphafi ævi sinnar bjó Abraham
á stað þar sem mjög fátt þeirra tíma
fólks trúði á lifandi Guð, Jahve.
Flestir dýrkuðu skurðgoð og hluti í
náttúrunni. Abraham trúði ájahve
og tilbað hann. Ædi trúfesti fái ekki
eitt sdg.
STIG
TRÚFESTI I SKORTUR Á TRÚ 0
Næst segir Biblían frá því er Guð
hafi komið til Abrahams og boðið
honum að flytja til fjarlægs lands. I
því landi muni Guð gefa honum
eignir og gera afkomendur hans að
mikilli þjóð. Nú er Abraham hálfátt-
ræður - nokkuð gamall tíl að standa
í búferlaflutningum! En Abraham
trúir og tekur sig upp. Það er
trúfesti!
STIG
TRÚFESTI 2 SKORTUR Á TRÚ 0
Hungursneyð herjar á Kanaans-
land eftir að Abraham sest þar að
með hjarðir sínar. En í Egyptalandi
er matur. Svo fjölskyldan flyst um
stundarsakir til Egyptalands og
dvelur þar þangað til hungursneyðin
er liðin hjá.
En þá kemur upp vandamál. Sara,
kona Abrahams, er fegurðardís, og
Faraó, einvaldur Egyptalands, er
veikur fyrir fögrum konum.
Abraham tekur til sinna ráða.
„Sara,“ segir hann, „segðu engum að
þú sért konan mín. Segðu að þú sért
systir mín.“ Að hugsa sér! Reyndar
var hún sysdr hans, að minnsta kostí
hálfsystir. En samt er hér blekking á
ferðum. Abraham óttast nefnilega að
Faraó mundi koma sér fyrir kattarnef
til að fá konu hans, svo hann kynnti
Söru sem systur sína.
STIG
TRÚFESTI 2 SKORTUR Á TRÚ 1
Þetta reyndist ráð sem dugði að
mestu. Þegar Faraó heyrði að Sara sé
systir Abrahams tekur hann hana í
höllina til sín án þess að lífláta
Abraham. Faraó taldi sig hafa fundið
sér enn eina fyrirmyndarkonu þang-
að til undirleg atvik fóru að gerast í
höllinni. Fólk veiktist. Guð virtist
leggja bölvun á heimili konungs.
Faraó var ekki skemmt þegar
hann heyrði sannleikann, að Sara
væri kona Abrahams. Hann rak
Abraham burt úr landinu með allt
sitt hafurtask. Hann lét hann jafnvel
fara í fylgd hermanna til að hann
færi alveg örugglega.
Skömmu eftir þetta atvik gerðu
fjórir konungar innrás og tóku Lot,
bróðurson Abrahams, ásamt allri fjöl-
skyldu hans herfangi. Innrásarher-
irnir tóku auk þess margar borgir
herskildi.
Auðvitað veitti Abraham árásar-
seggjunum eftirför með þjálfuðu liði
sínu og leysti bróðurson sinn, vini
hans og fjölskyldu úr haldi, auk allra
hinna stolnu auðæva þeirra. Öllum
til undrunar neitaði Abraham að fara
að venju þessa tíma og leggja hald á
herfangið. I staðinn skilaði hann
upphaflegum eigendum því öllu.
Það bar mikilli trúfesti vitni
STIG
TRÚFESTI 3 SKORTUR Á TRÚ 1
í næstu sögú um Abraham birtist
Guð honum í sýn og minnir hann á
að niðjar hans skuli verða mikil þjóð.
Abraham stingur upp á því að þar
sem hann eigi engin börn gæti ráðs-
maður hans, Elíeser, orðið forfaðir
allra þessara niðja. Ekki nema það
þó! Hér verður vantrúin víst enn að
fá stig.
STIG
TRÚFESTI 3 SKORTUR Á TRÚ 2
Biblían segir okkur síðar að
Abraham haldi að Guð muni gefa sér
son. En Sara efast um að fyrirheitið
um börn rætist. Hún fer til manns
síns og segir: „Af hverju áttu ekki
barn með ambáttinni minni, Hagar
hinni egypsku?“ Með því að segja
þetta er hún í rauninni að gefa í skyn
að Guði hafi skjátlast. „Hann gefur
mér ekki barn. Þú ættir því að leggja
Guði lið, Abraham." Abraham sam-
sinnir því að Guð þurfi aðstoð til að
láta fyrirheit sitt rætast, og hann
tekur Hagar sér fýrir konu.
Þar fór nú verr! Þetta jafnar
metín.
STIG
TRÚFESTI 3 SKORTUR Á TRÚ 3
Eftir að Ismael, sonur Hagar,
fæddist, reiðist Sara af því að henni
finnst Hagar ambátt sín njóta of
mikillar athygli. Sara biður Abraham
leyfis að reka Hagar og barnið burt. I
stað þess að framfylgja því sem rétt er
samþykkir Abraham að hrekja son
sinn og Hagar burt af heimilinu. Og
hann lætur Söru taka að sér þetta
ranglætisverk.
STIG
TRÚFESTI 3 SKORTUR Á TRÚ 4
Enn kemur Guð til Abrahams og
minnir hann á að hann og Sara eigi
að eignast mikinn fjölda afkomenda.
Nú gengur yfir Abraham. „Hvernig
getur hundrað ára gamall maður
eignast son með níræðri konu?“
Hann fer að skellihlægja."
STIG
TRÚFESTI 3 SKORTUR Á TRÚ 5
Næst segir Guð Abraham að hann
hyggist tortíma hinum ranglátu
borgum Sódómu og Gómorru. Abra-
30
AðventFréttir