Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 5
honum krafðist sigurs — jafn-
vel þótt hann yrði að kúga hana
til undigefni við sig.
Hann hafði góða aðstöðu núna.
Faðir hennar var smákaupmað-
ur, og svipað fleirum stóð hann
mjög höllum fæti um þessar
mundir, — já, svo höllum, að
aðeins eitt gat bjargað honum
frá gjaldþroti innan nokkurra
vikna, og það var að hann fengi
vörur þær, sem hann átti niðri
í pakkhúsi Eimskipafélagsins og
hann vantaði gjaldeyrisleyfi fyr-
ir. Þetta voru mjög verðmætar.
og eftirsóttar vörur. Hann mundi
hagnast nægilega mikið á þeim
til að rétta verzlunina algjörlega
við.
En það var Hamar banka-
stjóri, sem réð yfir gjaldeyrin-
um.
Og það vissi Rósa.
Og um þetta voru bæði að
hugsa á þessu hátíðlega augna-
bliki.
Bankastjórinn ræskti sig. Síð-
an sagði hann hikandi:
„Rósa, stendur faðir yðar tæpt
um þessar mundir?“
„Það vitið þér eins vel og ég,
herra bankastjóri. Við höfum
rætt nóg um það mál.“
„Þér eruð mjög eigingjörn
stúlka, kæra Rósa, að láta úrelt-
ar kerlingabækur, um samlíf
karls og konu, sitja fyrir lífs-
hamingju og afkomu föður yðar.
Ég gæti hvorki réttlætt þaðfyrir
sjálfum mér né öðrum, ef ég
færi að láta hann ganga fyrir
gjaldeyri núna, þegar svo mörg-
um, sem eru líkt á vegi staddir
og hann, er synjað. — Aðeins
eitt er afsakanlegt, og það er, að
gera það í gegnum kunnings-
skap.“
„Og þér álítið, að við séum
ekki nægilega kunnug til að þér
gerið þetta fyrir mín orð.“
„Kæra barn, þér eruð aðeins
vélritunarstúlkan mín. Þér fáið
yðar laun og vinnið fyrir þeim
eftir því sem ég skipa fyrir. Þér
eruð mér persónulega jafn ó-
kunnug og prinsessan á Marz.
Og er það þó ekki mín sök — ég
hefði gjarnan viljað kynnast yð-
ur nánar, en ....“
„Já, herra Hamar. Ég hef
kannske hagað mér kjánalega,
en ég er svo óvön að umgangast
ókunnuga. Þetta er í fyrsta
skipti, sem ég vinn hjá öðrum.
Ég hef nefnilega unnið húsmóð-
urstörfin heima, síðan mamma
dó.“
„Ekki eruð þér lakari fyrir
það. Það er sennilega húsmóður-
svipurinn, sem gerir yður svona
töfrandi.—Ég held ég hafi aldrei
á ævi minni orðið jafn hrifinn
af neinum kvenmanni eins og
yður, Rósa.“
Bankastjórinn hafði staðið
upp og gengið yfir til stúlkunnar.
HEIMILISRITIÐ
3