Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.06.1950, Blaðsíða 5
honum krafðist sigurs — jafn- vel þótt hann yrði að kúga hana til undigefni við sig. Hann hafði góða aðstöðu núna. Faðir hennar var smákaupmað- ur, og svipað fleirum stóð hann mjög höllum fæti um þessar mundir, — já, svo höllum, að aðeins eitt gat bjargað honum frá gjaldþroti innan nokkurra vikna, og það var að hann fengi vörur þær, sem hann átti niðri í pakkhúsi Eimskipafélagsins og hann vantaði gjaldeyrisleyfi fyr- ir. Þetta voru mjög verðmætar. og eftirsóttar vörur. Hann mundi hagnast nægilega mikið á þeim til að rétta verzlunina algjörlega við. En það var Hamar banka- stjóri, sem réð yfir gjaldeyrin- um. Og það vissi Rósa. Og um þetta voru bæði að hugsa á þessu hátíðlega augna- bliki. Bankastjórinn ræskti sig. Síð- an sagði hann hikandi: „Rósa, stendur faðir yðar tæpt um þessar mundir?“ „Það vitið þér eins vel og ég, herra bankastjóri. Við höfum rætt nóg um það mál.“ „Þér eruð mjög eigingjörn stúlka, kæra Rósa, að láta úrelt- ar kerlingabækur, um samlíf karls og konu, sitja fyrir lífs- hamingju og afkomu föður yðar. Ég gæti hvorki réttlætt þaðfyrir sjálfum mér né öðrum, ef ég færi að láta hann ganga fyrir gjaldeyri núna, þegar svo mörg- um, sem eru líkt á vegi staddir og hann, er synjað. — Aðeins eitt er afsakanlegt, og það er, að gera það í gegnum kunnings- skap.“ „Og þér álítið, að við séum ekki nægilega kunnug til að þér gerið þetta fyrir mín orð.“ „Kæra barn, þér eruð aðeins vélritunarstúlkan mín. Þér fáið yðar laun og vinnið fyrir þeim eftir því sem ég skipa fyrir. Þér eruð mér persónulega jafn ó- kunnug og prinsessan á Marz. Og er það þó ekki mín sök — ég hefði gjarnan viljað kynnast yð- ur nánar, en ....“ „Já, herra Hamar. Ég hef kannske hagað mér kjánalega, en ég er svo óvön að umgangast ókunnuga. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég vinn hjá öðrum. Ég hef nefnilega unnið húsmóð- urstörfin heima, síðan mamma dó.“ „Ekki eruð þér lakari fyrir það. Það er sennilega húsmóður- svipurinn, sem gerir yður svona töfrandi.—Ég held ég hafi aldrei á ævi minni orðið jafn hrifinn af neinum kvenmanni eins og yður, Rósa.“ Bankastjórinn hafði staðið upp og gengið yfir til stúlkunnar. HEIMILISRITIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.