Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 8

Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 8
Bankastjórinn gekk inn í klef- ann og kastaði svo handklæðinu fram fyrir hurðina. Rósa skaut hespunni að framanverðu fyrir og skrúfaði svo frá vatninu. En hún skrúfaði aðeins frá kalda krananum. Síðan settist hún aft- ur í baðkarið og tók að syngja hástöfum. Eftir stutta stund fóru að heyrast bylmingshögg á hurð klefans og eldrautt andlit klemmdist upp að rúðunni. En það sást þó óljóst, því að móða hafði setzt á rúðuna. Há ang- istaróp bættust nú við barsmíð- ina, en Rósa lét sem ekkert væri, söng eins hátt og hún gat og leit ekki einu sinni í á.ttina til klef- ans. Eftir svo sem tíu mínútur hættu höggin á hurðina að mestu, liturinn á andlitinu inn- an við rúðuna hafði smám sam- an breytzt úr eldrauðu í fjólu- blátt, og ópin líktust nú mest sáru kjökri. Þá reis Rósa upp úr baðinu eins og skínandi gyðja. Hún skrúfaði fyrir steypibaðið, fór í baðsloppinn og opnaði klefa- hurðina. Hamar bankastjóri skjögraði út. Hann skalf eins og köldu- sjúklingur. Hann gat ekkert tal- að. Hann var volandi. Rósa leiddi hann inn 1 svefn- © r herbergið, hjálpaði honum uppi rúmið og lagðist hjá honum. Það er óvíst, að Hamar banka- stjóri hefði tekið meira út þótt bankinn hans hefði hrunið, held- ur en hann tók út þarna í rúm- inu hjá Rósu. Það var þó ekki kuldinn, sem olli mestum sálar- kvölunum, heldur það, að finna sig nú ekki mann til að taka við þóknun fyrir þann greiða, sem hann hafði gert henni með því að veita föður hennar gjaldeyr- isleyfið. En smátt og smátt tók honum að hitna. Hann var nú hættur að skjálfa og lá grafkýrr, með lok- uð augu. Hann hafði lagt annan handlegginn yfir Rósu og hjúfr- að sig að henni meðan honum var að hitna. Nú fór hann að hreyfa sig, og vöðvarnir í lík- ama hans stríkkuðu, hver á fæt- ur öðrum. Þegar hann gerði sig líklegan til að kyssa hana, svipti hún ofan af þeim sænginni, stökk fram að dyrunum, opnaði hurðina og kallaði. „Bjössi, settu pönnuna yfir eldinn, ég kem eftir hálfa mín- útu.“ Síðan sneri hún sér við, leit á hrúgaldið í rúminu, sem mændi á hana sárbiðjandi aug- um, og sagði í þurrum skrif- stofutón. „Klukkan er tvær mínútur yf- ir tólf, herra bankastjóri.“ ENDIR 6 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.