Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 19

Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 19
komnu kynlífi, án þess að nokkr- ar fyrri tilraunir í þá átt hafi verið gerðar. Hins vegar geta þær einmitt orðið' til þess að gera þennan mikilvæga þátt sálarlífs- ins lítilsvirði í augum einstak- lingsins óeðlilega snemma. Með tilliti til alls þess, sem sagt hefur verið hér að framan, — er þá nokkur allsherjarlausn til á kynferðilegum vandamál- um hinnar ógiftu konu? Svarið er neitandi. En til eru þó leiðir, sem eru heppilegri en aðrar. Til dæmis eru hér átta athugasemd- ir, sem geta verið hverjum óró- legum kvenmánni til einhvers gagns: 1. Gerið yður grein fyrir því, að sérhver mannvera á við' að stríða einhverskonar vandamál, oftast eitthvert alvarlegt vanda- mál öðrum fremur. Það sem kemur til kasta hinnar ógiftu konu — einlcum þeirrar, sem gengur í augu karlmanna — er það, hvernig henni geti tekizt að lifa hreinu lífi. 2. Haldið yður sæmilega „fjarri“ mönnum. Forðist að eiga langar eða ýtarlegar umræður við menn um kynferðismál. Eng- inn lendir í vanda af þessum sök- um, sem forð’ast gálaust tal. 3. Minnist þess; að einar eða fleiri samfarir geta ekki leyst neinn vanda fyrir yður til lang- frama, heldur er mjög líldegt, að vandinn aukist. Ef til vill er erf- itt fyrir stúlku að forðast sam- líf við karlmenn; en sérhver góð- ur sálfræðingur, eða sálfræðirit, geta lijálpað henni til að ná þeirri sjálfstjórn, sem til þess þarf. 4. Reynið ekki að' ímynda yð- ur, að kynlíf sé „nauðsynlegt“ vegna andlegrar eða líkamlegrar heilbrigði. Enn kemur að þeirri staðreynd, að hið gagnstæða er sannleikur, og munu flestir lækn- ar sammála því. 5. Bælið ekki niður hjá yður livötina til þess að vera trygg þeim manni, sem þér að' lokum gangið að eiga — enda þótt ein- hverjir kunni að álíta yður gam- aldags. 6. Reynið að skapa hjá yður áhuga á sem flestum jákvæðum hliðum lífsins, svo að þér hafið jafnan nóg annað til að hugsa urn en kynferðismál. 7. Ef þér mögulega getið, þá ræðlð um vandamál yðar við sérfræðing eð'a vin, sem þér treystið fullkomlega og er lík- legur til að skilja yður án þess að láta sér bregða af undrun. 8. Að lokum, gerið yður grein fyrir þeirri staðreynd, að kynlíf- ið er ekki takmark í sjálfu sér, heldur aðeins leið’ að takmark- inu — því, að verða hamingju- samur í hjónabandi. Samfarir fyrir giftingu eru fremur til HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.