Heimilisritið - 01.06.1950, Side 23
hann í stólinn til að tala yfir hin-
um mikla söfnuði.
Hann hafði gleymt ræðunni á
náttborðinu í prestssetrinu, þar
sem hann ætlaði að gista, svo að
hann varð að tala blaðalaust. En
það gerði svo sem ekkert til, því
að kirkjugestirnir voru með allan
hugann við að telja saman skot-
silfur sitt og leggja niður fyrir
sér, hvernig þeir ættu að verja
því á inarkaðnum, svo að menn
voru ekki að gera sér neina rellu
út af ræðusnilld prestsins.
Þegar svo séra Jósep Dagnet
hafði lokið þessu verki, tók Jiann
á sig náðir og svaf svefni hinna
réttlátu án þess að láta á sig fá
glampana frá hátíðablysunum
og skrautlýsingunni, sem léku
um svefnherbergisþilið hjá hon-
um, eða blástur lúðrasveitarinn-
ar á torginu skammt frá.
Presturinn hafði tíu franka og
farmiða til baka í vasanum, og
þó að hann hefði ánægju af að
sjá glaðleg andlit í kringum sig,
þá fannst honum lítið gaman að
öllum gauraganginum á mark-
aðnum, og klukkan tíu um morg-
uninn kvaddi hann gestgjafa
sinn og stikaði fram hjá fánum
og marglitu glysi niður á aðal-
torgið til þess að ná í áætlunar-
bílinn.
Bílnum seinkaði um hálftíma.
Hann hafði verið á vesturvíg-
stöðvunum 1918 og hagaði sér
HEIMILISRITIÐ
þess vegna með þeirri duttlunga-
semi, sem frægðinni fylgir of't.
Fólkið þyrptist saman fyrir
framan bílinn og ætlaði alveg að
æra bílstjórann með góðum ráð-
leggingum og gamanyrðum, svo
að hann hamaðist einu sinni enn
í örvæntingu sinni á sveifinni, og
þá vaknaði stríðshetjan loksins
af svefni.
En á meðan þessu fór fram,
gekk séra Dagnet frá einni búð-
inni til annarrar og leit á varn-
inginn. Þar voru fataplögg, kex,
sælgæti, gosdrykkir og spýtu-
brjóstsykur, gjafamunir og þjóð-
legir minjagripir, sem búnir voru
til í París og Japan. Að lokum
hitti hann djöfulinn í dulargervi
við einn sölupallinn. Þar var sem
sé Alzani nokkur frá Provenee,
sem hafði fundið upp hinn
undraverða skóáburð „SAAM“
(Société Anonyme Alzani-Mont-
didier), og var hann nú að koma
framleiðslu sinni í verð. Þessi
skógljáasnilhngur var með stór-
an gljáfægðan skó á annarri
hendinni en veifaði burstanum
með hinni og talaði af miklum
móði um vöru sína. Fólkið hliðr-
aði til fyrir prestinum, svo að
hann þokaðist fram fyrir mann-
þröngina, og beindi hinn þá máli
sínu einna helzt til hans.
„Þessi áburður eykur endingu
skónna um helming“, sagði
mangarinn. „Sé honum núið vel
21