Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 27

Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 27
um“, sagði Serreau við konu sína, meðan hann var að bíða eftir því, að humrarnir soðnuðu í pottinum og breyttu smám saman um ]it frá blásvörtu í fagurrautt. „Það er eins og liann hafi umsnúizt við að fara þarna til Moncontour og prédika þar á Maturinsmessunni. Það var ekki vanalegt, að það væri neitt dómoll á honum, þegar hann var að hjálpa mér að setja bátinn. Hann öslaði í sjónum og var ekki h’issa á því, þó að hann blotnaði í fæturna, en nú í dag var hann með einhvern- mjöl- kisuhátt og stiklaði á milli poll- anna eins og tilhaldsdrós frá París“. Meðan presturinn var á heim- leið, varð kvöldsett. Tunglið kom upp og varpaði drauga- legri birtu á akrana og engin, og hér og þar glitti í engjatjarn- irnar innan um víðirunna og sef. Humarinn fór að brjótast um undir hendinni á klerki og revndi að losa á sér gripklærnar, sem voru bundnar með snæri, og varð því presturinn að stanza til þess að sinna honum. Hann var þá staddur móts við Cartiers- tjörn, sem kýrnar fara í á sumr- in, þegar hitamolla er, til þess að drekka og flýja undan flugna- varginum. Þegar prestur var að hagræða humarnum, sem hann ætlaði að hafa í kvÖldmatinn, heyrði hann mannamál. Það’ voru þeir Feret og Moreau, mestu sóma- menn á daginn en fjárans veiði- þjófar á nóttunni. Prestur heyrði ávæning af tali þeirra, þar sem hann stóð. „. . . Eitthvað hlýtur að ama að honum . .. Eg mætti honum hjá Kollabæ. Hann var með höfuðið ofan í bringu og sá mig ekki . . . Krakkarnir segja, að hann hafi sýnzt vera sofandi í skólanum í dag, og svo vaknaði hann og spurði heilmargra bjána- legra spurninga . . . Ef ég á að segja þér, eins og er, þá held ég, að presturinn okkar sé að verða eitthvað ruglaður í kollinum af að gegna rellunni í hverjum, sem er, og fá ekki grænan túskilding fyrir það . . .“ Mennina bar frá, og mál þeirra dó út í fjarska, en blessaður presturinn stóð eftir í tunglsljós- inu og átti í stríði við humarinn og samvizku sína. Þegar liann hafði sigrazt á annarri mein- vættinni, sneri hann sér að hinni. Hvað hafði komið yfir hann? Hvers vegna voru sóknarbörn hans að tala um hann? Hann rifjaði upp fyrir sér allt, sem liann hafði gert síðasta mánuð- inn, en fann ekki margt frá- brugðið því venjulega. Þó var það víst og satt, að í dag hafði hann skort einbeitingu hugans, HEIMILISRITIÐ 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.