Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 40
því fólki, sem kemur til þess
að tala við mig.“
„Sjálfsagt," sagði ég. „Ég
vona að ungfrú Tyler hafi ekki
ónáðað ---------“
„Síminn yðar er að hringja,"
sagði A. J.
Ég hafði mikið að gera, allan
daginn. Um kvöldið hringdi ég
til Lindu. Hún var ekki heima.
Klukkan átta morguninn eft-
ir sat ég við skrifborð mitt. Tíu
mínútum síðar kom A. J. Hann
blístraði fjörugt lag og var með
nellíku í barminum. „Carson,“
sagði hann og sendi mér angur-
blítt augnatillit, „minnið mig á
að hitta herra Zybisko klukk-
an þrjú.“
„Er það viðskiptavinur?“
„Hm!“ sagði hann. „Ég held
— hm — að hann kalli sig
nuddara. Maður á mínum aldri
verður að hugsa um vaxtarlag-
ið.“ Hann leit á mig geislandi
augum. „Ekki — hm — af því
að ég sé feitur. Alls ekki.“
„Nei, alls ekki,“ endurtók ég.
„En maður verður að vera
vel vakandi. Maður í minni
stöðu, forvígismaður. Það erum
við, sem gefum tóninn.“
Ég sagði ekkert. Andlit A. J.
varð ennþá rauðara en það var
frá náttúrunnar hendi. „Carson,
ef þér hefðuð hugsað yður að
fara í brúðkaupsferð, hvert
mynduð þér þá fara?“
„Tja,“ sagði ég. „Til Bermuda
eða — en hvað! Þér hafið þó
ekki í hyggju að gifta yður!
Nei, ekki þér!“
„Hvers vegna ekki? Menn
gifta sig á hverjum degi.“
„Jæja, svo að það voruð þér,
sem Linda var úti með í gær,“
sagði ég. „Skammist þér yðar!
Þér eruð nógu gamlir til þess
að geta verið afi hennar.“
„Carson,“ öskraði hann, „þér
voruð ráðnir hingað sem verzl-
unarmaður, en ekki sem sið-
ferðispostuli.11 Hann stormaði
inn í skrifstofuna sína og skellti
hurðinni á eftir sér.
Klukkustund síðar kallaði A.
J. á mig inn til sín. Mig tók
strax að gruna sitt af hverju,
því að hann kallaði mig Harry
og bauð mér vindil.
„Harry,“ sagði hann, og það
skein í gulltennurnar. „Ég er dá-
lítið órólegur út af deild okkar
í Chicago. Ég vildi gjaman að
þér færuð þangað og lituð eft-
ir bixinu þar. Ég hef pantað
svefnvagn handa yður þangað
annað kvöld. Gefið yður bara
góðan tíma!“ Hann sagði þetta
með heimsins mesta ærlegheita-
svip, Júdasinn sá ama!
„Einmitt það,“ sagði ég og
reyndi að stilla mig. Ég var
stunginn í bakið, búinn að vera!
... Það hélt hann.
Ég fór beina leið í ritstjóm-
38
HEIMILISRITIÐ