Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 49

Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 49
Nei, setztu þarna í góð'a stól- inn“. Robert hafði ekki breytzt. Hjarta Kaju sló óeðlilega. Hann var sami beini, herðabreiði og aðlaðandi pilturinn, dálítið yfir- lætislegur í fasi. Hann leit for- vitnislega umhverfis sig í stof- unni. „Hér fer bærilega um þig. Býrðu hér ein?“ „Nei, ég bý hér með vinstúlku minni, en af hendingu er hún ekki heima í kvöld“. „Já, það er auðvitað ódýrara“. Hann lét fara vel um sig í hæg- indastólnum, tróð í pípu sína og púaði mikinn. „Hvað sýslar þú eiginlega liér í höfuðstaðnum?“ masaði hann. „Þú lifir auðvitað hreinasta bí- lífi“. Nú fyrst vottaði fyrir á- liuga í svip hans, er hann virti fyrir sér fína, græna kjólinn hennar. „Það er eitthvað annað en láta sér leiðast úti á landi, eða hvað?“ Kaja kyngdi munnvatninu. Hún gat ekki sagt honum, að líf- ið hér væri stórum leiðinlegra en heima. „Þetta er stórborg“, sagði hún og brosti. ... Brosið átti að túlka allt það, sem hún gat ekki sagt frá. Síminn hringdi í sama bili og Robert fylgdi henni fast með augunum, er hún anzaði. „Hver er það? ... Já, það er Kaja Manner. Hver . . . ?“ Rödd hennar var afar spennt. „Hver? Alan!“ „Já, víst er það Alan Dall“, sagði röddin í símanum. Hvern- ig ég hef komizt að því hvað' þér heitið og hvar þér eigið heima, það skulum við ekki tala um nú. En ég veit, að nú þurftum þér einmitt á símhringingu að halda. Hvernig gengur? Er sú stóra, mikla ást komin?“ „Já, jú, það gengur ágætlega“, stamaði Kaja. Hún varð að þrýsta annarri hendinni að hjartanu, svo ákaft sló það. „Eg skal ekki tefja yður leng- ur, aðeins endurtaka ráðleggingu mína. Haldið áfram á sömu braut, þá fer ekki hjá því, að hann verði ólmur eftir yður. Hringingin kom í góðar þarfir, var ekki svo?“ „Já, en Alan . . .“ Kaja sagði það nijög hátt, en hún heyrði smell í símanum: Hann hafði lagt hann frá sér. „Það hefur verið gamall vinur, sem hringdi?“ spurði Robert tor- trygginn. „Eg er nýbúin að kynnast honum“, svaraði Kaja, og það var öldungis satt, en hún lét fylgja orðúnum dularfullt bros. „Mér heyrðist þið nákunnug, en ég skil, að í stórborg sé fólk ekki lengi að kynnast. Við fórum hægar í sakirnar úti á landi“. HEIMILISRITIÐ 47

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.