Heimilisritið - 01.06.1950, Side 52
þér mat, þegar þú varst lasin.
Hitt gat ég með hjálp símskrár-
innar. Eg sá strax, þegar við sát-
um hvort gegn öð'ru og borðuð-
um, að þú þarfnaðist aðstoðar.
Ég sá á döprum augum þínum,
að þú áttir enga góða vini, sem
þú gætir fengið til að hringja á
því sálfræðilega rétta augna-
bliki“.
„Og svo veittir þú liðsinni
þitt. . .. Robert var ástfanginn
upp fyrir eyru þegar hann varð
að fara“.
„Það ætti hann að láta ógert“.
Alan þrýsti henni að' sér. „Þú
átt nefnilega ekki að hitta hann
oftar. Þegar hann hringir, segír
þú honum að ómaka sig ekki oft-
ar“.
„Hvers vegna?“ Kaja var blóð-
rjóð. Hún gaf pvlsumanninum
hornauga, og hann sneri sér hæ-
versklega undan.
„Af því að ég er sjálíur orð-
inn ástfanginn af þér. Og Ro-
bert er enginn maður handa
þér“.
Hann skildi ekki, hvers vegna
Kaja hló að þessari athugaseind,
en hann skildi hana, er hún
teygði andlitið upp móti honum.
Hún var kysst umsvifalaust.
ENDIB
SNJALLIR HÚSBÆNDUR
Landkönnuðurinn og stjórnvitringurinn T. Conyn-Patt, segir eftirfar-
andi sögu:
„Ég spurði þjóninn minn að því, hvers vegna hann og hinir svörtu
bræður hans teldu Berkeley fulltrúa (í Uganda) svo undraverðan. Hann
svaraði mér því, að kvöldið áður hefðu þeir venð að ræða fram og aftur
um miklu mennina, og hefðu skoðanir orðið ærið skiptar. Einn hefði sagt,
að enginn gæti staðið húsbónda hans á sporði, því hann gæti náð öllum
tönnunum út úr sér í einu og fest þær svo aftur á augabragði upp í
munninn aftur.
„Ekki kalla ég það mikið," sagði gamall Núbíumaður. „Allt hárið
hvarf af höfði húsbónda míns, þegar sólin var hæst á lofti, en kom svo
aftur, þegar kvöldkulið kom.“
„Mjög furðulegt,“ svaraði soðkarl einn frá Sómalí. „En þegar ég var
ungur, þá sá ég húsbónda föður míns reka hníf á kaf í fótinn á sér
án þess að kveinka sér. Og eftir langa göngu einn daginn, tók hann
fótinn alveg af sér og notaði hann fyrir kodda undir höfuðið."
En svo sagði þjónn Berkeleys fulltrúa þær stórkostlegu frétrir, að þeg-
ar húsbóndi hans legði sig ril svefns, þá tæki hann út úr sér augað og
legði það á borðið. Þetta reið baggamuninn og það var þegjandi sam-
þykkt, að hann væri snjallastur allra miklu mannanna."
50
HEIMILISRITIÐ