Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 58

Heimilisritið - 01.06.1950, Síða 58
um hyrfi við það. Hver er annars þessi Rena?“ „Rena er hin töfrandi, kaffibrúna stúlka, sem sat við rúm þitt, þegar þú vaknaðir", sagði Hilary. „Ég er hrædd- ur um, að hún hafi aldrci fyrr haft stöðu sem herbergisþerna, og ég efast um að hún hafi nokkru sinni fyrr séð hvíta konu. En ég efast ekki um, að þú munir geta kennt henni eitthvað og menntað hana svo mikið, að hún gæti reykt sígarettur, daðrað við karlmenn og fótumtroðið hjörtu þeirra. Hinsveg- ar hugsa ég, að þú getir ekki kennt henni neitt í sundlistinni“. Joan fann blóðið stíga til höfuðs sér og hún beit sig í varirnar til að dylja reiði sína. „Þótt hún tilheyri villimönnum, hugsa ég að hún muni sýna mér meiri kurteisi en þú gerir“, svaraði hún. „Biddu hana að vísa mér leið niður að ströndinni“. Hilary klappaði saman höndunum, og Rena birtist næstum samstundis. Hún kinkaði kolli brosandi, er hann gaf henni fyrirskipanir sínar á hennar máli. „Muava stendur eiginlega jafnfætis tignustu baðstöðum í Evrópu, því við noturn alls ekki baðföt hér“, sagði hann, þegar hann sneri sér að Joan. „Baðföt myndu vekja eftirtekt hér og fá þá innfæddu til að skellihlæja. Ég vona að þú njótir sundsins vel“. Hann kveikti sér x sxgarettu og rölti út úr herberginu með svip, sem gerði Joan alveg örvinlaða, því svo var að sjá, sem hann teldi það, sem milli þeirra hafði farið, ekki þcss vert að eyða orð- um að því. Ef hann hugsar sér það, að hann geti skemmt sér á minxr kostnað, fer hann alveg villur vegar, sagði hún við sjálfa sig um leið og hún vippaði sér fram úr rúminu. Guði sé lof að hann heyrði það ekki, þegar ég hrópaði til hans úti í storminum, að ég elskaði hann. Ég myndi heldur deyja en að viðurkenna, að ég elskaði hann. Þenn- an þorpara! Ég elska hann ekki, ég hata hann. Náttföt Hilarys voiu alltof stór handa Joan, svo að hún varð að bretta upp bæði ermum og skálmum. Henni var ljóst, að hún leit hlægilega út í þessum búningi, þegar hún litlu síðar fylgdist með Renu niður að strönd- inni. Þar var heill hópur innfæddra, ungra og gamalla, sem veltu sér og byltu allavega í sjónum. Rena hoppaði ánægð á undan. Hún hrópaði eitthvað á máli hinna innbornu, og flestir þyrptust samstundis upp úr sjónum og horfðu stórum augum á Jo- an, fyrstu hvítu konuna, sem þeir höfðu nokkurntíma séð. Þeir þvöðruðu og spjölluðu hver framan í annan og ráku upp einkennileg hljóð, og allt voru þetta frumstæð merki þeirra um undrun og aðdáun. Joan leið illa og var óróleg. Hún hafði oft labbað um ströndina við Deanville, klædd baðfötum, sem und- irstrikuðu líkamsfegurð hennar, og hún hafði ekki verið minnstu vitund feim- in, þótt hún vissi að tugir ungra manna störðu á hana, mállausir af aðdáun yf- ir yndisleik hennar og líkamsfegurð. En það var samt allt annað en að afklæða sig hér fyrir augunum á hóp forvit- inna, innborinna manna, sem voru jafn 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.