Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 59

Heimilisritið - 01.06.1950, Qupperneq 59
VII fáklæddir og þegar þeir fæddust í þenn- an heim. Hún hefði verið fegin að hafa þó ekki ekki hefði verið nema minnstu tegund af baðfötum, en hún mundi hvað Hilary hafði sagt og sagði við sjálfa sig, að það myndi vera hlægi- legt að vera feimin. Hún kastaði því náttfötunum frá sér í snatri og hljóp út í sjóinn, og Rena kom á eftir, þeg- ar hún hafði farið úr léreftspilsinu sínu og tekið af sér hálsband úr snigla- skeljum. Sjórinn var volgur og blátær. Torf- ur af skrautlitum smáfiskum skinu eins og gimsteinar. Joan var framúrskarandi góð sundkona, en hún komst brátt að því, að Rena var henni miklu slyngari, því hún synti í kringum hana, kafaði undir henni, steypti sér kollhnís í sjón- um og hagaði sér í stuttu máli eins og fiskur í mannsmynd. „Synda of langt, hvíta, gifta kona“, sagði Rna loks. „Stór liákarl synda hér stundum og gera menn hrædda. Synda nálægt landi betur“. Joan kunni það mikið f hinni merki- legu KyrrahafsenskUj að hún skildi að Rena aðvaraði hana við því að synda of langt frá landi, þar sem hákarlar voru stundum á sveimi. Hún sneri því við og synti að landi, öslaði gegnum brimið og á land, þar sem enn fleiri innfæddir voru en áður og góndu á hana. Þegar hún sá að Rena hafði ekki komið með neitt handklæði, flýtti hún sér að fara í náttföt Hilarys og lagðist því næst niður í volgan sandinn á ströndinni. „Það er ekki hægt að snúa við, Joan“ Joan hafði hresszt við að synda í ferskum, ylvolgum sjónum, og sviðatil- finningin í vöðvunum var horfin. Einn- ig var hún orðin rólegri í skapi, eftir að hún hafði hvílt sig í volgum sand- inum og rölt til baka til hússins í fylgd með Renu, sem hljóp í kringum hana eins og hundur í fylgd með húsmóður sinni. Joan fann að hún hafði fullkom- ið vald yfir sér og var reiðubúin til að hefja hvaða baráttu sem vera vildi. Hún hitti Hilary liggjandi á svöl- unum í legustól úr bambus. Hann hélt á bók í hcndi og hafði sígarettu í munninum. Hann reis upp í stólnum, þegar hann kom auga á hana og benti henni á annan legustól við hliðina á sínum. „Fáðu þér sæti, Joan, og leyfðu mér að samgleðjast þér“, sagði hann bros- andi. „Ég heyri að þeir innfæddu líti á þig sem gyðju og séu reiðubúnir að tilbiðja þig. Einn af mönnum mínum varð skáldlegur, þegar hann talaði um þig. Hann segir að húð þín sé eins hvít og innra borðið á kokoshnetu, og að útlimir þínir séu .. „Gerðu svo vel að gefa mér sígarettu og hættu þessu þvaðri“, tók Joan fram í fyrir honum og settist í stólinn, sem hann hafði bent henni á. „Með mestu ánægju", sagði Hilary brosandi og tók sígarettuveski úr gulli upp úr vinstri brjóstvasanum á hvíta léreftsjakkanum sínum. „Ég hélt þú myndir hafa gaman af að vita, að þú HEIMILISRITIÐ 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.