Heimilisritið - 01.06.1950, Page 62
„Hf þú í raun og veru veizt og skil-
ur hvað ást er, munt þú ekki óska
annars en að vera hjá þeim manni, sem
þú elskar“, sagði hann hægt eftir langa
þögn. „Heimili þitt er þar sem hjarta
þitt er, og ef þú elskaðir mig myndir
þú ekki óska þér til þess staðar, sem
þú komst frá. Þú hefur gabbað mig
fyrr, Joan, og getur gert það aftur. Þú
gætir gabbað mig til að flytja þig til
baka og hlegið svo að mér eins og þú
gerðir á Bora Bora“.
„Nei, hvernig geturðu trúað slíku
um mig“, sagði Joan.
„Er það alvara þín að vilja giftast
mér?“ spurði Hilary allt í einu. Og eft-
ir augnabliks umhugsun kinkaði Joan
kolli.
„Já, ef þú vilt flyja mig aftur til
„Nei, nei, nei!“ tók Joan jram i jyrir
honum og stökk á jœtur. „Eg vil ekki
láta töjramann gifta mig.“