Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 2

Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 2
V iðskiptavinir Serrano hafa að undanförnu séð vegg-spjöld á veitingastöðunum þar sem starfsfólkið er kynnt og lögð áhersla á þá staðreynd að hjá fyrirtækinu séu starfsmenn frá 14 löndum. „Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík,“ stendur á veggspjöldunum. Við myndir af starfsfólkinu er nafn þess, frá hvaða landi það er og helstu áhugamál. „Þetta er ekki auglýs- ingaherferð. Þetta er meira svona innri kynning og við erum að búa til skemmtilega stemningu í kring um þennan fjölbreytileika,“ segir Emil Helgi Lárusson, annar eig- anda Serrano. Alls starfa sjötíu manns hjá Serr- ano á Íslandi og er meirihluti þeirra íslenskur. „Við rekum fyrirtækið líka í Svíþjóð og þróunin þar hefur líka verið sú að við erum með mikla flóru af þjóðernum. Hér starfa hjá okkur Indverji, Pólverji, Rússi, Spánverji og Portúgali, til að nefna dæmi. Ímyndin hefur verið sú að það hljóti að skapa vandamál að hafa fólk frá mörgum löndum í vinnu en mér finnst það einmitt svo frábært og við fögnum þessum fjölbreyti- leika. Allir starfsmenn koma með sínar hugmyndir og menningu inn í fyrirtækið og það hefur áhrif á hug- myndafræði og vinnumenningu fyr- irtækisins. Mér finnst persónulega mjög gaman að vera með fólk frá 14 löndum í vinnu og það er virkilega gaman hjá okkur á árshátíðum þegar allir gleðjast saman,“ segir hann. Emil Helgi segir það ekki hafa verið meðvitaða stefnu að ráða fólk frá sem flestum löndum. „Víða í hin- um vestræna heimi hefur það æxlast þannig að innflytjendur veljast í þjón- ustustörf. Okkar hugmyndafræði er að það sé fagnaðarefni að við höfum fengið fólk frá ýmsum löndum til liðs við okkur. Ef við tökum ýkt dæmi þá getum við ímyndað okkur að pizza nyti ekki jafn mikilla vinsælda um allan heim ef Ítalir hefðu ekki flutt til annarra landa og tekið sínar matarhefðir með. Sama má segja um útbreiðslu á mexíkóskum mat og indversku karríi. Serrano fékk Íslensku auglýsinga- stofuna til að vinna veggspjöldin. „Við tókum bara myndir af fólki sem vinnur hjá okkur, bæði íslensku og frá öðrum löndum, og segjum aðeins frá því. Þetta er bara fólk með sín áhugamál, á sína fjölskyldu og er í þessu samfélagi hér með okkur,“ segir Emil Helgi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  SamfélagSmál Serranó fagnar fjölbreytileikanum Við fögnum þess- um fjölbreytileika. Á veggspjöldunum er mynd af starfsfólki og það kynnt til sögunnar þar sem meðal annars er sagt frá hvaða landi það er. Íslendingar eru líka á veggspjöldunum Þetta er Emin. Hann er frá Túnis. Hefur búið á Íslandi í tvö ár. Áhugamál hans er MMA sem hann æfir af kappi. Hans maður í sportinu er Fedor Emelianenko. Hjá Serrano starfa rúmlega 80 starfsmenn frá 12 löndum. Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík. Við tölum Serrano. Serrano er líka í Svíþjóð og heitir þar Zócalo. Þar vinna Íslendingar. Af því að við erum allskonar. Við tölum Serrano. Þetta er Darri. Úr Breiðholtinu með viðkomu í „The US and A“. Æfir blandaðar bardagaíþróttir. Erfitt að hagga honum. Þyngdar- punkturinn, skiljiði. Hjá Serrano starfa rúmlega 80 starfsmenn frá 12 löndum. Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík. Við tölum Serrano. Serrano er líka í Svíþjóð og heitir þar Zócalo. Þar vinna Íslendingar. Af því að við erum allskonar. Við tölum Serrano. Eigandi Serrano segir það fagnaðarefni að hjá fyrirtækinu starfi fólk frá fjórtán löndum. Á veitingastöðunum blasa við veggspjöld þar sem starfsfólk er kynnt til sögunnar með nafni, þjóðerni og hugðarefnum, í því skyni að skapa skemmtilega stemningu. Starfsfólk frá 14 löndum Þetta er Sanna. Er frábær blanda, 50/50 Íslendingur og Tansaníubúi. Stúderar mannfræði í háskólanum. Ekki líffræðilega. Félagslega. Hjá Serrano starfa rúmlega 80 starfsmenn frá 12 löndum. Það auðgar samfélag okkar. Við erum ólík. Við tölum Serrano. Serrano er líka í Svíþjóð og heitir þar Zócalo. Þar vinna Íslendingar. Af því að við erum allskonar. Við tölum Serrano. Emil Helgi Lárusson, annar eiganda Serrano, fagnar því að hafa fengið til liðs við fyrirtækið fólk frá mörgum og ólíkum löndum. Ljósmynd/Hari fyrir fullorðna og börn eldri en 2 ára án rotvarnarefna ódýrt Stíflað nef? Naso-ratiopharm fæst án lyfseðils í apótekum Nefrennsli? xylometazolin hýdróklóríð Naso-ratiopharm nefúði inniheldur xylometazolin sem minnkar þrota í slímhúðum í ne og hálsi, dregur úr aukinni slímmyndun og auðveldar einstaklingum með kvef að anda í gegnum neð. Lyð er ætlað til skammtíma meðferðar við stíu í ne, t.d. vegna kvefs. Skammtar eru 1 úðun í hvora nös, eftir þörfum, mest þrisvar á dag. Lyð má nota í mest 7 daga í senn. Naso-ratiopharm 0,5 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 8 klst. Naso-ratiopharm 1 mg/ml: Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára. Tíminn á milli skammta skal ekki vera styttri en 6 klst. Algengustu aukaverkanir eru sviði og ofþornun í slímhúð í ne. Einstaklingar sem m.a. nota MAO-hemla, eru með þrönghornsgláku eða hafa ofnæmi fyrir xylometazolini eða einhverju hjálparefnanna skulu ekki nota lyð, sjá nánar í fylgiseðli. Lesið vandlega fylgiseðlinn sem fylgir lynu. Nóvember 2012. Grænn fyri r börnin Nýtt Barnahús Barnahús verður flutt í nýtt húsnæði að Gilsárstekk 8 í Reykjavík sem ríkið hefur fest kaup á. Núverandi húsnæði Barna- húss var orðið of þröngt fyrir starfsemina þar sem brýnt var orðið að fjölga starfs- fólki og bæta aðstæður. Eygló Harðar- dóttir félags- og húsnæðismálaráðherra segist innilega glöð og þakklát fyrir að þetta mál sé nú komið í höfn. „Starfið sem fram fer í Barnahúsi er svo mikilvægt og verkefnin slík að við verðum að sjá til þess að aðbúnaður barna sem þangað leita og starfsfólksins sem vinnur við þessi erfiðu mál sé eins og best verður á kosið,“ segir hún. Í Barnahúsi fara fram skýrslutökur fyrir dómi að beiðni dómara þegar lög- regla fer með rannsókn máls, könnunar- viðtöl að beiðni barnaverndarnefnda ef þörf er á þegar ekki er óskað eftir lögreglurannsókn, sérhæfð greining til að meta hugsanlegar afleiðingar kynferðis- ofbeldis á barnið og fjölskyldu þess og meðferð. -sda Blóðbankinn 60 ára Sextíu ár eru liðin frá því Blóðbankinn var stofnaður. Í tilkynningu frá bankanum af því tilefni segir að Blóðbankinn sé með sönnu „banki allra landsmanna“, enda ein af grunnstoðum íslenska heilbrigðiskerfis- ins. Á Íslandi eru í dag tæplega 7.000 virkir blóðgjafar og tæplega 3.000 manns þiggja blóðhluta á ári hverju. Forsvars- menn Blóðbankans segja brýnt að fá fleiri til þess að gefa blóð reglulega. Neyðarsöfnun fyrir börn á Filippseyjum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hvetur landsmenn til að styrkja neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn á Filippseyjum. Skelfileg eyðilegging blasir við á eyjunum þar sem einn stærsti fellibylur sögunnar gekk yfir um síðustu helgi. Meira en fjórar milljónir barna eru í sárri neyð og þurfa tafarlausa hjálp. UNICEF var á staðnum áður en fellibylurinn gekk yfir, er þar nú og verður þar áfram. Mikið magn hjálpargagna hefur þegar verið sent á vettvang. „Þarna eru börn sem hafa upplifað miklar hörmungar. Ef við getum vakið athygli á því og bent fólki á hversu auðvelt er að stykja UNICEF til að hjálpa þessum börnum er það hið besta mál,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. UNICEF á Íslandi færir strákunum hjartans þakkir fyrir að vekja athygli á þeirri skelfilegu neyð sem ríkir á Filippseyjum og leggja sitt af mörkum til að hjálpa. Með því að senda sms-skilaboðin BARN í símanúmerið 1900 styrkir fólk neyðarsöfnun UNICEF um 1.900 krónur. Einnig er hægt að leggja inn beint á reikning UNICEF á Íslandi: 701-26-102040, kt. 481203-2950. - eh „Það verður allt á hliðinni, það er bara þannig,“ segir Magnús Hafliðason, markaðsstjóri Dom- inos á Íslandi. Mikil spenna er vegna fyrri leiks Íslands og Króatíu í umspili um sæti á HM. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og má búast við því að tugþúsundir sitji límdar við skjáinn. Þá er næsta víst að margir hyggjast gera vel við sig í mat og drykk. Magnús segir að á stórviðburðum eins og Eurovision, landsleikjum, stórmótum í knatt- spyrnu og leikjum í Meistaradeildinni sé alltaf nóg að gera við afgreiða pítsur. „Það kemur alltaf rosalegt „búst“ í sölu. Við erum búin að birgja okkur upp að öllu leyti og erum tilbúin í stríð.“ Svo ber við að auk lands- leiksins hefst sala á jólabjór í Vínbúðunum í dag. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, má búast við annríki í verslunum af þessu tilefni. „Við eigum frekar von á því að það verði mikið að gera. Það er oftast þannig að mesta álagið á föstudögum er eftir fjögur svo það er heppilegra fyrir fólk að vera fyrr á ferðinni,“ segir hún. -hdm  Íþróttir mikil Spenna fyrir leik ÍSlandS Við króatÍu Við erum tilbúin í stríð Sigrún Ósk Sigurðardóttir býst við önnum í Vínbúð- unum í dag. Markaðsstjóri Dominos segir að allt verði á hliðinni fyrir landsleikinn í kvöld. 2 fréttir Helgin 15.-17. nóvember 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.