Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 22
kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Þann 3. maí fékk Siðmennt formlega skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is – sk ráð l í f s skoðunar fé lag Siðmennt A llar fjölskyldur eru einstakar en fullyrða má að fáar hafa þær reynt jafn mikið á stuttum tíma og fjöl- skylda ein við Bjargartanga í Mos- fellsbæ. Hjónin glímdu við ófrjó- semi í fimm ár en eignuðust loks þríbura með tæknifrjóvgun. Einn þeirra dó á meðgöngunni. Nokkr- um árum síðar eignuðust hjónin tvíbura og fátt virtist standa í vegi fyrir hamingjunni. Í mars greind- ist móðirin, Katrín Björk Baldvins- dóttir, með brjóstakrabbamein og í ágúst lenti faðirinn, Eyþór Már Bjarnason, í alvarlegu vélhjóla- slysi þar sem allur neðri hluti and- lits hans brotnaði. Katrín er nú laus við krabbameinið og Eyþór er í árangursríkri endurhæfingu á Grensásdeild. Viðhorf hjónanna til lífsins er vægast sagt einstakt og þau líta svo á að þau séu einstak- lega heppin. Þrír mánuðir eru frá slysinu þegar Eyþór tekur á móti mér á heimili sínu. Yngsta dóttirin, Kristíana Svava sem er fædd 2011, er veik heima en amma hennar, sem hefur mikið haldið til hjá þeim er á staðnum til að aðstoða. Þó ég hafi ekki hitt Eyþór áður sé ég að andlit hans hefur orðið fyrir miklu skakkaföllum. „Ég missti alveg sjón á hægra auga en ég er með svona 60 til 70 prósenta sjón á vinstra auga. Það hefur farið batnandi og ég vona að það batni meira. Ég þarf að fara að mæta í vinnuna,“ segir hann og hlær. Í 22 ár hefur hann starfað á dekkja- verkstæði og smurstöð N1 í Mos- fellsbæ og nú er fyrsta dekkja- skiptavertíðin sem hann missir af í áraraðir. „Þetta er alveg ferlegt,“ segir Eyþór sem augljóslega nýtur starfsins en hefur heldur ekki misst húmorinn. Katrín kemur heim nokkrum mínútum síðar, beint úr Ljósinu – endurhæfingar- og stuðningsmið- stöð fyrir krabbameinsgreinda. Við setjumst saman niður í stof- unni og við hlið mér blasir við upp- ábúið rúm. „Systir hennar hefur sofið í þessu rúmi þegar hún gistir hér,“ segir Eyþór til skýringar. Það eru margir sem leggja sitt af mörkum til að hjálpa fjölskyldunni að láta daginn ganga upp. Haldið sofandi í öndunarvél Slysið átti sér stað á Þingvallavegi í Mosfellsdal þann 11. ágúst. „Ég keyrði aftan á bíl. Ég man ekkert eftir þessum bíl og ekkert eftir þessum degi. Ég man heldur eigin- lega ekkert eftir gjörgæslunni,“ segir Eyþór en þar var hann í 18 daga. Þegar slysið varð var hann með opinn vélhjólahjálm án kjálka.. „Það brotnaði bara allur neðri hluti andlitsins. Kinnbeinin brotnuðu og það er búið að setja í mig járn báðum megin. Bitið er enn alveg vitlaust. Ég finn vel til í þessu ennþá,“ segir Eyþór og strýkur létt yfir hökuna og vinstri kinn. Honum var haldið sofandi í öndunarvél til að byrja með og fór hann í ellefu klukkustunda aðgerð á andliti. Katrín var á spítalanum meðan hann var í aðgerðinni sem lauk klukkan hálf fimm að morgni. „Áður en ég sá hann þá ímyndaði ég mér það versta. Þó hann væri mjög bólginn þá sá ég samt strax að þetta var hann. Eftir aðgerðina fór ég beint heim og mætti með foreldrum mínum á skólasetningu hjá eldra settinu þá um morgun- inn,“ segir Katrín og vísar til eldri barnanna tveggja. Eyþór skýtur kómískur inn í: „Ég var þá bara sofandi.“ Auk áverka á andliti brotnaði Eyþór á úlnlið, rifbeinum og herðablaði, auk þess sem hann fékk loftbrjóst. Tæpri viku eftir slysið var byrjað að vekja hann nokkra tíma á dag. „Hann man kannski ekki mikið eftir því þegar hann var í öndunarvél og gat ekki tjáð sig,“ segir Katrín. Eyþór segist muna vel eftir barkaþræðingunni. „Það sem mér fannst eiginlega verst við þetta allt að fyrst ég var svona brotinn þurfti að festa munninn saman með vír áður en ég fór í aðgerðina.“ Eiginkonan rifjar upp þær stundir sem henni Eyþór Már Bjarnason og Katrín Björk Baldvinsdóttir ásamt börnum þeirra; Baldvin Ásgeiri, Kristíönu Svövu, Elísabetu Heiðu og Brynjari Má sem er fremstur. Ljósmynd/Hari Pollýanna settist við hliðina á mér Eyþór Már Bjarnason lenti í alvarlegu vélhjólaslysi í ágúst. Eftir slysið þurfti hann að fara í ellefu tíma aðgerð vegna þess að allur neðri hluti andlits hans var brotinn. Eiginkona hans, Katrín Björk Baldvinsdóttir, greindist með brjósta- krabbamein fyrr á árinu en meinið greindist fljótt og hægt var að fjarlægja það. Mikið hefur því verið lagt á hjónin. Þau glímdu einnig við ófrjósemi og reyndu í fimm ár að eignast barn. Með gjafasæði og tæknifrjóvgun varð Katrín ólétt af þríburum en eitt barnið dó á meðgöngu. Síðan hafa þau eignast tvíbura og um tíma voru fjögur börn undir fjögurra ára aldri á heimilinu. Katrín segir að Pollýanna sé komin í góða þjálfun hjá henni eftir það sem á undan er gengið. 22 viðtal Helgin 15.-17. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.