Fréttatíminn - 15.11.2013, Blaðsíða 24
„Það er langt síðan ég komst upp á
bragðið með að taka 1944 kjötsúpu
með mér til Grænlands. Þetta er
nefnilega alveg ekta íslensk kjötsúpa,
matarmikil og bragðgóð. Svona
vinnuferðir eru nokkuð kreandi,
það er mikill búnaður sem fylgir
ljósmyndun og þess vegna er 1944
kjötsúpan bæði þægileg og hentug.
Síðan komst ég að því að grænlenskir
ferðafélagar mínir eru sólgnir í hana,
sem hefur kosti og galla: Við erum
rétt lagðir af stað þegar birgðirnar af
súpu eru búnar. Þá er bara að muna
að birgja sig betur upp næst.“
RAX
HEIT MÁLTÍÐ Á 5 MÍNÚTUM
Ómissandi
kjötsúpa
Hægeldun
tryggir að
vítamín, bragðefni
og næringarefni
halda sér.
Engin viðbætt
rotvarnarefni.
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
svo ákveðin í að þetta færi allt vel
að ég varð bara jákvæður líka. Það
þýðir ekkert annað en að verða
jákvæður.“
Katrín rifjar upp að fyrri með-
gangan hafi verið mjög dramatísk
og misstu þau eitt barnið. „Þá þjálf-
aðist hún Pollýanna vinkona mín
vel. Eftir að ég greindist mætti hún
bara og settist við hliðina á mér.
Það hefur hjálpað til. Maður hefur
auðvitað gengið í gegn um ýmis-
legt en þegar maður er kominn
aðeins frá atburðunum og hugsar
um hvort þetta hafi verið eitthvað
sem maður vildi hafa sleppt, þá
áttar maður sig á að við alla erfið-
leika verður til reynsla og þegar ég
hugsa til baka um hvort ég hefði
viljað sleppa einhverju þá er svarið
yfirleitt nei.“
Fyrr um daginn fékk Katrín
að vita að hún byrjar í geislameð-
ferð í þarnæstu viku, en undir-
búningur fyrir meðferðina hefst í
næstu viku. „Krabbameinið mitt
var hormónaháð þannig að ég
verð á töflum í minnst fimm ár til
að minna líkur á að krabbameinið
taki sig upp aftur. Í dag segi ég
að ég hafi verið með krabbamein.
Það góða við að fá brjóstakrabba-
mein er að það er í langflestum
tilfellum læknanlegt. Þetta er allt
önnur staða en áður fyrr. Það var
líka gott að krabbameinið var á
þannig stað að ég uppgötvaði það
fljótt. Brjóstnám og brjóstaupp-
bygging er auðvitað stór aðgerð
en samt er þetta eitthvað sem er
svo auðvelt að nálgast og fjarlægja.
Um 200 konur greinast árlega með
brjóstakrabbamein. Ég var einu
sinni spurð hvort mér fyndist ekki
óréttlátt að ég hafi fengið brjósta-
krabbamein. Svarið við því var
nei.“ Og í ljósi alls spyr ég hjónin
hvort þau hafi á öllum þessum
tíma aldrei orðið reið. Þau hrista
höfuðið, segja bæði „nei“ og líta
svo ástúðlega hvort á annað. Ég
hefði gefið mikið fyrir að festa
þessar sekúndur á myndband, svo
fagurt var það.
Minni skilningur á ófrjósemi
Katrín segir þau hjónin hafa mætt
miklum skilningi og góðvild í
samfélaginu undanfarna mánuði.
„Fólk áttar sig á að það er áfall að
greinast með krabbamein, það
er áfall að lenda í slysi og það er
áfall að missa barn. Fólk áttar sig
hins vegar ekki jafn vel á hvað það
getur tekið gríðarlega á að reyna
að eignast barn árum saman, að
halda alltaf áfram að vona og verða
reglulega fyrir vonbrigðum. Við
vorum samt auðvitað mjög heppin
með fólkið í kring um okkur.“
Þau byrjuðu að reyna að eignast
barn árið 2001 þegar þau voru
búin að vera saman í rúm fjögur
ár. „Kannski leið of langur tími
þar til við létum athuga málið. Við
reyndum fyrst í rúmlega ár. En
svo kom í ljós að það voru engar
sáðfrumur,“ segir Katrín. „Karlinn
var bara bilaður,“ skýtur Eyþór
fimlega inn í. Þau prófuðu fyrst að
nota frumur úr honum sem fundist
í vefjasýni og fóru þá í smásjár-
frjóvgun. Katrín varð ólétt eftir
fyrstu meðferðina en í 12 vikna
sónar kom í ljós að orðið hafði
dulið fósturlát. „Það var áfall. Af
hverju fengum við fyrst já fyrst við
fengum ekki að halda því,“ segir
hún. Á endanum var ákveðið að
þau myndu notast við gjafasæði
og loks urðu úr þrjú börn. „Ég
gekk með eineggja stráka og
eina stelpu. Upp kom vandamál
hjá strákunum en þeir voru með
sameiginlega fylgju. Næstum
allt blóðflæðið úr fylgjunni fór til
annars drengsins. Strax á 16. viku
voru komnar vísbendingar þess
efnis.“ Tveimur vikum síðar fór
hún til Belgíu þar sem gerð var
laseraðgerð á fylgjunni, en ekki
líða margar vikur þar til sá tvíburi
sem hafði fengið minna blóðflæði
fékk vatn í kringum hjartað og
drengirnir báðir með mikla vaxtar-
skerðingu. „Tveimur vikum seinna
er annar látinn. Eftir það stækkar
hinn eðlilega og ég geng með þau
öll í 4 vikur til viðbótar. Þau eru
síðan fædd eftir 28 vikur, þau sem
lifðu voru 3 og 4 merkur. Þá var
búið að reyna að stoppa mig af í tvo
sólarhringa. Við tóku 15 vikur á
vökudeild sem gekk stóráfallalaust
fyrir sig en tók auðvitað mikið á.“
Öll þrjú börnin, sem fædd voru
2007, fengu nöfn frá ömmum
sínum og öfum. „Englastrákurinn
okkar, sem er elstur, heitir Bjarni.
Hann fékk nafnið hans afa síns og
var grafinn milli ömmu sinnar og
afa. Við jarðarförina stóðum við
því við leiði foreldra Eyþórs og
barns. En við gerum ráð fyrir að
Bjarni og afi hans séu mestu mátar
enda var afinn mikill barnakall.
Hinn eineggja strákurinn heitir
Baldvin Ásgeir og stelpan heitir
Elísabet Heiða,“ segir Katrín.
Nokkrum árum síðar ákváðu
þau að reyna einu sinni að fara í
tæknifrjóvgun, aftur með gjafa-
sæði. „Ófrjósemi tekur mikið á.
Þó við værum komin með tvö
börn þá helltist aftur yfir okkur að
við tæki erfitt tímabil óvissu. Við
ákváðum að reyna bara tvisvar og
ef það gengi ekki að, þá gætum
við þakkað fyrir ríkidæmið sem
við áttum þó. Ég var ákveðin í að
ef ég yrði ólétt yrði það drauma-
einburameðganga,“ segir hún
kímin. Hún varð ólétt, ekki af einu
barni heldur tvíburum sem heita
Brynjar Már og Kristíana Svava.
„Þetta varð draumatvíburameð-
ganga og var frábær í alla staði.
Börnin voru fædd 13 og 14 merkur
eftir fulla meðgöngu. Þau fæddust
2011 þannig í smá tíma vorum við
með fjögur börn yngri en fjög-
urra ára á heimilinu. Mér finnst
alltaf sérstakt að hafa gengið með
fimm börn í tveimur meðgöngum
á fjórum árum. Við lítum á eldri
krakkana sem þríbura og þau eru
alveg með það á hreinu að þau
eru þríburar, en skiljum alveg þó
fólk tali um þau líka sem tvíbura.“
Aldrei hefur verið neitt leyndarmál
að börnin séu getin með gjafasæði.
Eyþór segir slíkan feluleik ekki til
neins: „Þetta er ekkert til að fela.“
Katrín segir að þetta hafi auðvit-
að verið hans börn frá upphafi.
„Við erum búin að ræða þetta við
eldri börnin og við lögðum þetta
þannig fram að til að fá einmitt
þau þurftum við að fara þessa leið.
Alltaf þegar maður er kominn
með börnin sín í hendurnar þá vil
maður engin önnur og er ánægður
með leiðina sem maður þurfti að
fara til að eignast þau.“
Til mikið af góðu fólki
Þegar þau útskýrðu krabbameinið
fyrir börnunum notuðust þau við
bók frá Styrktarfélagi krabbameins-
sjúkra barna. „Við lásum hana með
eldri börnunum. Í þeirra huga er
Jólaljós
Styrktartónleikar fyrir Eyþór,
Katrínu og fjölskyldu
Styrktartónleikar kirkjukórs
Lágafellssóknar í Mosfellsbæ verða
haldnir í Guðríðarkirkju í Reykjavík,
sunnudaginn 24. nóvember klukkan
16. Þeir sem fram koma eru Egill
Ólafsson, Raggi Bjarna, Gréta
Hergils, Kaleo, Hafdís Huld, Storm-
sveitin, Vox populi, Birgir Haralds-
son, Tindatríóið og Kirkjukór
Lágafellssóknar.
Miðaverð er 3 þúsund krónur.
Ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.
Hægt er að kaupa miða í forsölu í
gegnum netfangið
arnhildurv@simnet.
Eyþór er í endurhæfingu á Grensásdeild og Katrín er að byrja í geislameðferð. Hún
fór í brjóstnám í september. Ljósmynd/Hari
24 viðtal Helgin 15.-17. nóvember 2013