Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 31
Horizon 2020 | Erasmus+ | Creative Europe
Ýtt úr vör
Opnunarráðstefna nýrra samstarfsáætlana ESB
Hótel Sögu
22. nóvember
kl. 8:30 - 12:00
Horizon 2020
Salur: Katla
Denise Heiligers, DG Research
and Innovation
Morten Möller, ICT Unit, DG Research
and Innovation
Mario Roccaro, Marie Sklodowska
Curie, DG Education and Culture
Aðalheiður Jónsdóttir, kynningarstjóri
Rannís
Fundarstjóri: Elísabet Andrésdóttir,
sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís
Erasmus+
Salur: Hekla
Jan Truszczynski, DG Education
and Culture
Ágúst H. Ingþórsson og
Anna R. Möller, forstöðumenn
Landskrifstofa menntáætlunar og
Evrópu unga fólksins
Fundarstjóri: Arnór Guðmundsson,
skrifstofustjóri menntamála,
mennta- og menningarmálaráðuneyti
Creative Europe
Salur: Esja
Susanne Ding, DG Education
and Culture
Ragnhildur Zoëga og
Sigríður Margrét Vigfúsdóttir,
Creative Europe Desk
Fundarstjóri: Karitas Gunnarsdóttir,
skrifstofustjóri menningarmála,
mennta- og menningarmálaráðuneyti
8:30
9:50
10:10
11:45
Ný kynslóð samstarfsáætlana ESB 2014 - 2020
Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun
Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun
Creative Europe kvikmynda- og menningaráætlun
Opnunarávarp Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
European Programmes 2014 - 2020 Jan Truszczynski, Director General,
DG Education and Culture, European Commission
Rannís og samstarfsáætlanir ESB Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís
Fyrirspurnir
Fundarstjóri: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri, mennta- og menningarmálaráðuneyti
Kaffihlé
Kynning á nýjum samstarfsáætlunum ESB:
Létt hádegissnarl fyrir gesti opnunarráðstefnu
Betri melting
Fæst í næstu verslun
Nánar á www.heilsa.is
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is
Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða.
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís
og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
PI
PA
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
•
1
3
2
5
0
3
ónulegra hagsmuna eða hagsmuna
læknastéttarinnar. Við erum að
ræða um hagsmuni sjúklinga og
þjóðarinnar,“ segir hann.
Afrakstur áralangs niðurskurðar
Runólfur segir að ástandið á Land-
spítala sé afrakstur áralangs fjár-
sveltis, það sé ekki eingöngu til-
komið vegna mikils niðurskurðar
eftir hrun, niðurskurðurinn hafi
löngu verið hafinn og í raun hafi
aldrei verið nægilegu fé verið veitt
til starfsemi Landspítalans frá
því sjúkrahúsin í Reykjavík voru
sameinuð í eitt háskólasjúkrahús
árið 2000. En auknar fjárveitingar
munu duga skammt nema önnur
úrræði fylgi með. Fyrst og fremst
þarf að nýta vel þá fjármuni sem
veittir eru til spítalans eins og
stjórn-málamenn hafa ítrekað
bent á en til að það sé unnt þarf
að byggja fjármögnun rekstrar-
ins á umfangsmikilli kostnaðar-
greiningu líkt og í mörgum öðrum
löndum og fyrirbyggja sóun sem
m.a. stafar af útgjöldum er hljótast
af viðhaldi úreltra bygginga og
ófullkomins tækjakosts.
„Landspítali hefur aldrei haft
aðbúnað í líkingu við það sem
þekkist á háskólasjúkrahúsum
í öðrum löndum. Þá á ég ekki
bara við aðstöðu lækna, heldur
allra starfsmanna, og nær það til
vinnuaðstöðu, tækjakosts og ýmis
konar stuðningsþjónustu. Það þarf
að endurskipuleggja alla starfsemi
sjúkrahússins,“ segir hann. Þá
þarf að hyggja sérstaklega að há-
skólahlutverki spítalans sem er
ein öflugasta mennta- og vísinda-
stofnun landsins. Sérstaklega er
mikilvægt að styrkja tengslin við
Háskóla Íslands.
Runólfur segir að læknar sem
hafi starfað á Landspítalanum
lungann úr sinni starfsævi líkt og
hann sjálfur, hugsi sér ef til vill til
hreyfings á síðari hluta hennar.
„Ég hygg að læknar á miðjum aldri
gætu hugsað sem svo að þeir séu
búnir að leggja sitt af mörkum en
vilji ekki eyða öllum sínum starfs-
ferli við þessar aðstæður,“ segir
hann. „Eftir því sem fleiri hætta
versnar ástandið hjá þeim sem
eftir eru. Það skapast vítahringur.
Eins og stendur tekst okkur að
halda uppi viðunandi þjónustu við
sjúklinga, en um leið og þjónustan
verður lakari en læknar geta sætt
sig við skapast tilefni til að fara
eitthvert annað því enginn vill vera
ábyrgur fyrir slíku,“ segir hann.
„Við verðum að fá lækna heim
að loknu sérfræðinámi en það er
ekki síður mikilvægt að fá ungu
læknana um borð á ný,“ segir Run-
ólfur og bætir við að nauðsynlegt
sé að blása til sóknar í framhalds-
námi í lyflækningum á Landspít-
ala. „Hér hefur verið völ á að taka
fyrstu þrjú árin í framhaldsnámi í
lyflækningum en frekara nám fer
svo fram erlendis. Sé allt með felldu
hér höfum við fulla burði til að veita
framhaldsmenntun í almennum lyf-
lækningum sem er sambærileg við
það sem gerist á erlendum háskóla-
sjúkrahúsum. Engin eftirspurn er
eftir náminu hér því unglæknar
telja námsaðstöðuna ekki boðlega
þar sem gífurlegt vinnuálag og
mannekla stendur í vegi fyrir því að
hægt sé að skapa eðlilegt jafnvægi
milli vinnu og menntunar en það
er forsenda slíks framhaldsnáms,“
segir hann.
„Við þurfum stuðning við það
svo við getum gert þetta nám eftir-
sóknarvert. Þetta er grundvallar-
atriði sem varðar framtíð íslenskrar
læknisfræði. Fyrir það fyrsta eru
ungir læknar í framhaldsnámi mjög
mikilvægur hlekkur í læknisþjón-
ustu sjúkrahúss á borð við Land-
spítala. Það er mjög óheppilegt að
byggja þjónustuna nær alfarið á
reyndum sérfræðilæknum. Ungir
læknar sem hefja sitt framhalds-
nám hér brúa bilið sem skapast
óhjákvæmilega vegna fjarveru
lækna er stunda sérfræðinám
erlendis. Þá gegna ungir læknar
í framhaldsnámi þýðingarmiklu
hlutverki við handleiðslu yngri
Framhald á næstu opnu
Helgin 15.-17. nóvember 2013