Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 44
Það koma
alltaf tímabil
hjá framherj-
um þar sem
þeir skora ekki
í nokkrum
leikjum í röð.
Sem betur fer
hefur það ekki
gerst oft hjá
mér. Í síðustu
leikjum hef
ég líka verið
að spila úti
á kanti sem
hefur kannski
eitthvað að
segja.
Þ
að er vonandi að ég haldi áfram að
skora, ef það er einhvern tímann
sem maður vill skora og gera landi
og þjóð gott þá er það núna. Von-
andi verð ég á markaskónum í
þessum leikjum,“ segir Kolbeinn Sigþórsson,
framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Fyrri leikur Íslands og Króatíu í umspili um
sæti á HM í knattspyrnu í Brasilíu á næsta ári
fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta eru
stærstu leikir íslenska landsliðsins frá upphafi
og spennan fyrir þeim er mikil.
Allt frekar óraunverulegt
Kolbeinn hefur farið hamförum með lands-
liðinu og raðað inn mörkum. Hann hefur
alls skorað 13 mörk í 19 landsleikjum sem er
ótrúlegt hlutfall. Hann hefur auk þess skorað
í fimm síðustu leikjum. Það er því búist við
miklu af honum.
„Þetta er allt saman mjög spennandi. Það
hefur aldrei gerst áður að maður hafi flogið
heim í landsleik í nóvember og þegar ég kom
heim voru mínus fimm gráður. Og að þetta sé
fyrir landsleiki sem gætu komið okkur á HM,
það er mjög skrítin tilfinning. Þetta er eigin-
lega frekar óraunverulegt.“
Þjálfarinn heldur mönnum á jörðinni
Þegar Fréttatíminn ræddi við Kolbein í vik-
unni var hann í kaffi hjá foreldrum sínum.
„Við fengum smá frí,“ segir hann.
Kolbeinn segir að dagskrá lands-
liðsins vegna leikjanna tveggja hafi
verið svipuð og verið hefur, þó meira
sé undir en venjulega. „Eftir að við
komum til landsins mætum við
upp á hótel og förum yfir kom-
andi verkefni og dagskrána.
Svo förum við
á æfingu
alla
dagana
fram að
leik. Svo er
það takt-
ískur
undir-
bún-
ingur
fyrir
leikina, að
borða, hvíla sig, fara í nudd og „treatment“.
Þetta er orðin rútína sem við erum vanir. Það
er ekkert öðruvísi við þessa leiki nema það er
kannski aðeins hærra spennustig, enda meira
undir.“
Það er þá væntanlega hlutverk Lars Lager-
bäck og þjálfarateymisins að halda leikmönn-
um niðri á jörðinni?
„Já, þeir eru með sínar leiðir til þess. Þeir
hafa gert það vel í undanförnum leikjum, þeir
hafa leyst það mjög vel og náð fínni ró í mann-
skapnum. Og réttu jafnvægi svo menn fari nú
ekki fram úr sér. Þeir kunna mjög vel að nálg-
ast okkur leikmennina.“
Einvígi þar sem allt getur gerst
Kolbeinn er sammála því að þegar komið er í
umspilið geti allt gerst.
„Þetta er einvígi þar sem allt getur gerst.
Króatar þurfa að spila vel ef þeir ætla að vinna
okkur. Við höfum sýnt það í þessari undan-
keppni að það er mikið í okkur spunnið, við
höfum lent undir í leikjum en komið til baka og
það gefur okkur auka von. En við erum samt
klárlega litla liðið í þessari viðureign, þeir hafa
verið ofarlega á styrkleikalista Fifa seinustu ár
og eru sterkir. Við erum ekkert að gera okkur
grillur um að við séum að fara að rúlla yfir þá.“
Þurfum góð úrslit í kvöld
Íslenska landsliðið hefur vakið athygli og
aðdáun fyrir sóknarleik sinn í þessari undan-
keppni. Ekki síst hjá þjóðinni sjálfri sem er
vön því að landsliðið spili vörn og vonist til
að lauma inn einu og einu marki. Þurfum við
nokkuð að óttast að nú þegar svona mikið er
undir að þið farið að pakka í vörn?
„Nei, nei. Við erum búnir að fara yfir króat-
íska liðið saman og það sem við ætlum að gera.
Við vitum í hverju við erum góðir og munum
taka þá jákvæðu punkta sem hafa verið í okkar
leik. Að sjálfsögðu verða einhverjar breytingar,
Þurfum að
ná góðum
úrslitum á
heimavelli
Kolbeinn Sigþórsson mun
leiða sóknarlínu íslenska
liðsins í umspilsleikjunum
við Króatíu. Hann hefur
skorað í fimm síðustu
leikjum landsliðsins og
gæti orðið fyrstur til að
skora í sex leikjum í
röð ef hann skorar
í kvöld. Kolbeinn
hefur ekki skorað
í síðustu leikjum
Ajax en segir
að það sé ekki
áhyggjuefni.
Hann hafi
verið að
spila úti á
kanti í þeim
leikjum og
verði í það
minnsta í
góðu hlaupa-
formi.
Kolbeinn Sigþórsson
hefur skorað 13 mörk í
19 landsleikjum. Hann hefur
skorað í síðustu fimm lands-
leikjum og gæti orðið fyrsti
íslenski landsliðsmaðurinn til
að skora í sex leikjum í röð.
Ljósmynd/Hari
framhald á næstu opnu
44 landsleikurinn Helgin 15.-17. nóvember 2013