Fréttatíminn - 15.11.2013, Qupperneq 62
62 fjölskyldan Helgin 15.-17. nóvember 2013
Einelti er afleiðing
Á ttundi nóvember var forvarnardagur gegn einelti, þessu böli sem virðist plaga nær fimmtung af öllum ólaunuðum starfsmönnum á fjölmennasta vinnustað landsins, skólakerfinu. Þar ber sem sagt börnum og ungmennum lögboðin
skylda til að starfa í tíu ár undir stjórn námskrár ríkisins og við miðstýrt sveitarfélags-
vald. Þar mæta þau á myrkum vetrardögum áður en þau hafa líffræðilegar forsendur
til að vera yfirhöfuð á fótum og bera þyngri byrði á baki heldur en líkamsþroski þeirra
ræður við með góðu móti. Sumum hinna ólaunuðu starfsmanna gengur samt ágætlega
og kvarta ekki, aðrir þola einelti. Á þessum vinnustað er ekki hægt að segja upp nema
viðkomandi starfsmaður sé á launaskrá.
Ég hef ítrekað leyft mér að viðra þá skoðun að einelti geti ekki orðið til af sjálfu sér.
Börn og ungmenni beita hvert annað ekki kerfisbundinni valdníðslu í einhverju
formi að gamni sínu eða þjálfa upp ofbeldissamskipti „bara af því að“. Einelti skap-
ast sem sagt ekki í tómarúmi – einelti getur aldrei verið orsök síns sjálfs. Einelti er
þar af leiðandi afleiðing. Eftir áralanga umhugsun og skoðun á samskiptum ósjálf-
ráða fólksins okkar fann ég orsökina að þessari afleiðingu og orsökin er einfald-
lega skortur. Skortur á góðum aðstæðum sem geta tryggt að öllum gangi vel í sam-
skiptum og skortur á fullorðnu fólki til að passa mannskapinn nógu vel. Skortur á
umhverfi heima og heiman sem hefur kennt umburðarlyndi og víðsýni, skortur á
stöðugri þjálfun í hlýlegri og jákvæðri orðanotkun, skortur á elskulegheitum og
kærleika í daglegum samskiptum.
Niðurstaðan er því að einelti er hörgulsjúkdómur rétt eins og aðrir af því tagi
sem framkallast þegar skortur á lífsnauðsynlegum efnum fyrir sálina eða líkam-
ann er kominn á alvarlegt stig. Einelti okkar tíma má því líkja við skyrbjúginn
forðum sem ekkert gekk að lækna sem sjálfstætt vandamál hvað sem hrópað var
á torgum um hinn skelfilega skyrbjúg. Það var ekki fyrr en fólk áttaði sig á því að
skortur á ferskri fæðu með ríkulegu innihaldi af C-vítamíni var hin raunverulega
orsök skyrbjúgsins sem farsælar lyktir fundust í meðhöndluninni. Sem sagt, eiga
við orsökina, bæta upp vöntunina og þar með hvarf hinn illræmdi skyrbjúgur úr
lífi Vesturlandabúa. Blessað C-vítamínið gat það sem ótal lækningatilraunum hafði
mistekist í glímunni við hörgulsjúkdóminn.
Þá er komið að okkur að bæta upp þá vöntun sem er í lífi barna og ungmenna á Ís-
landi og veldur því að stór hluti þeirra kynnist hörgulsjúkdómnum einelti frá einhverri
hlið. Sumir eru kallaðir þolendur og aðrir gerendur en slíkt er alröng flokkunarað-
ferð. Allir, ég segi og skrifa allir, eru þolendur þegar kemur að vöntun hinu andlega
C-vítamíni sem veldur ofbeldissamskiptunum og börn ráða ekki sjálf við að sækja sér
samskiptavítamínið. Ábyrgðin er okkar, fullorðinna, að gefa það inn á hverjum degi –
bæði á heimilum og í skólum. Tryggjum að aðstæður séu þannig að þær hvetji til góðra
samskipta og þar á meðal má leggja niður frímínútur í flestum skólum. Pössum börnin
okkar betur og gefum þeim meiri tíma með fjölskyldunni en þau fá í dag. Tökum upp
jákvæða orðræðu á heimilinu, föðmum hvert annað og þjálfum hlýleg samskipti í stað
þess að lesa blogg og kommentakerfi og bölvast yfir fréttunum. Leikum svo besta leik í
heimi sem er einfaldlega kærleikurinn.
Ég hef ítrekað leyft mér að viðra þá skoðun að einelti
geti ekki orðið til af sjálfu sér.
Hörgulsjúkdómurinn einelti
Margrét
Pála
Ólafsdóttir
ritstjórn@
frettatiminn.is
heimur barna
Foreldrar nú til dags vinna nánast undantekningarlaust báðir
úti langan vinnudag. Þeir koma þreyttir heim og eiga þá eftir
að takast á við verkefnin heima fyrir, elda mat, vaska upp, þvo
þvott, taka til og þar fram eftir götunum. Svo ekki sé minnst á
það mikilvægasta: að sinna börnunum, veita þeim athygli og
umhyggju, hjálpa þeim með heimalærdóm og bara hlusta á
það sem þau hafa að segja eftir daginn.
Fjöldi barna sækir ýmsar tómstundir og eykur það oft enn
á álag á foreldranna, sérstaklega þangað til börnin eru orðin
nægilega stór til þess að geta bjargað sér sjálf á milli staða.
Ósjaldan eru börn og fullorðnir því að koma heim um kvöld-
matarleytið, og þá er eins gott að vera vel skipulagður. Ef eldri
börn eru á heimilinu er sjálfsagt að þau leggi sitt af mörkum
við heimilishaldið. Þau geta eldað, þvegið þvott, tekið til og
vaskað upp, allt eftir því sem þau ráða við eftir aldri.
Til þess að auðvelda öllum lífið er tilvalið að setja pró-
gramm fjölskyldunnar upp í skjali sem öllum er aðgengilegt.
Til þess hafa verið gerð mörg forrit, svo sem eitt sem nefnist
Cozi, og er fáanlegt á netinu og í snjallsíma. Í því er hægt að
skipuleggja stundaskrá fjölskyldunnar og deila út verkum.
Þar geta allir skrifað sameiginlegan innkaupalista og fundið
saman hvað á að vera í matinn. Þegar fjölskyldan er komin
upp í vana með að nýta sér þessa nýju tækni verður lífið mun
auðveldara, aldrei fer á milli mála hver á hvaða verk, hvað á
að vera í matinn og hver ber ábyrgð á innkaupunum. Því um
það snýst málið: að einfalda lífið svo meiri tími sé til að gera
það sem er skemmtilegast: að vera saman.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Forrit StundaSkrÁ FjölSkyldunnar Skipulögð
Hvernig einfalda má fjölskyldulífið