Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 84

Fréttatíminn - 15.11.2013, Síða 84
84 bækur Helgin 15.-17. nóvember 2013  Bókadómur drakúla Engan þarf að undra að Arnaldur Indriðason hafi í síðustu viku haldið stöðu sinni í efsta sæti bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda með Skuggasundi. Bókin hefur fengið glimrandi fína dóma og stjörnum rignir yfir hana. Hún er nú þegar orðin önnur mest selda bók haustsins. Á listanum yfir íslensk skáldverk var Dísu saga, Vigdísar Grímsdóttur, í öðru sæti og Stefán Máni í því þriðja með Grimmd. arnaldur á toppnum  ritdómur Fjallaland r agnar Axelsson ljósmyndari hefur fyrir löngu skipað sér í röð þeirra fremstu úr þeirri stétt. Þar trónir hann t.d. ásamt þeim Jóni Kaldal portrettljósmyndara og Ólafi K. Magnússyni frétta- ljósmyndara. Það má í raun segja að Ragnar, eða RAX eins og hann er betur þekktur, sé það besta frá þess- um tveimur. Blaðaljósmyndari sem segir sögur með ógnarsterkum portrettmyndum af fólki í harðneskju- legu umhverfi. RAX á fáa jafningja á Íslandi og þarf út fyrir landsteinana til að finna þá. Ljósmyndarar eins og heimildaljósmyndarinn Mary Ellen Mark og blaðaljós- myndarinn og Pulitzer verð- launahafinn Ed Keating eru fólk sem hægt er með góðu móti að líkja við RAX. Það er jafnvel hægt að seilast svo langt að líkja honum við gömlu meistarana, Brassai og Cartier Bresson. Öll deila þau næmninni fyrir því hvernig heimurinn lítur út í svarthvítu. „Ef ljósmynd er flott í lit er hún flott í svarthvítu.“ Sagði RAX á fyrir- lestri þar sem hann fór yfir myndir bæði frá Græn- landi og Landmannaafrétti. Það sem RAX gerir betur en flestir í hans stétt er að rækta samband við fólk. Samband sem nær út fyrir venjulegt samband ljósmyndara og viðfangsefnis. Það er sennilega líka það sem skilur hann frá fólkinu að ofan. Hann er ekki bara fluga á vegg. RAX þekkir þetta fólk og myndirnar hans verða dýpri fyrir vikið. Að hafa úthald í að elta þetta sama fólk árum og jafnvel ára- tugum saman, fara burtu frá eigin fjölskyldu til þess að skrásetja líf annarra, er óeigingjarnt starf. Ragnar Axelsson hefur tekið það að sér og fyrir vikið á hann heildstætt verk, búið til úr mörgum ólíkum bútum úr lífi fjölda fólks. Arfleið ljósmyndarans RAX. Fjallalandið Nýjasta verkið úr þessum bútum er bókin Fjallaland. Myndir og sögur úr smalamennsku á Landmannaafrétti. Hálfgerðri eyðimörk frá Heklu að Veiðivötnum með Landmannalaugar í miðjunni. Hrikalegt svæði þar sem allra veðra er von og aðeins hörðustu gangnamenn hafa smalað í gegnum árin. Bílar eru að miklu leyti bannaðir þannig að yfirleitt fara menn ríðandi eða gangandi – sem gerir myndirnar auðvitað enn áhugaverðari og þær verða líka á sérstakan hátt tímalausar. Rauður þráður bókarinnar er Þórður Guðnason frá Þverlæk í Holtum. Hann prýðir fyrstu mannamyndina í bókinni. Hún sýnir Þórð glaðbeittan með blik í auga og góð fyrirheit um framtíðina. Síðasta myndin er líka af honum. Sama blik- ið en myndin sýnir að árin taka sinn toll og framtíðin er óviss. Myndirnar í bókinni sýna okkur heim sem sjálf- sagt er að hverfa og þess er kannski ekki langt að bíða að enginn nenni lengur á afrétt með fé. Fyrirhöfnin verði ekki lengur þess virði – en jafnframt að fjöllin eru ekki að fara neitt og lífið heldur áfram. Ég verð að segja, sem mikill aðdáandi mynda RAX, þá eru þeim ekki gerð nógu góð skil í þessari bók. Fyrir það fyrsta eru myndirnar allt of oft látnar fara yfir kjöl bókarinnar og með því hálfpartinn eyðilagðar. Algerlega óþarft þegar bókin er í svona stóru broti og af hverju bókin var yfir höfuð í ferköntuðu broti skil ég heldur ekki, því utan nokkurra landslagsmynda í upphafi bók- arinnar er engin mynd jöfn á alla kanta. Pappírinn er vissulega þykkur en ef ég væri að gefa út svona fína bók með svo gott sem bara svarthvítum ljósmyndum hefði ég boðið upp á aðeins mattari pappír. Myndirnar hefðu haft mjög gott af því. Þetta er ljósmyndabók og í þeim skiptir textinn kannski ekki höfuðmáli. En hann getur lyft myndun- um upp á hærra plan. En textinn í þessari er hvorki fugl né fiskur. Flæðir engan veginn nógu skemmtilega um bókina. Poppar upp hér og þar eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Sá sem kemur alveg kaldur að lestrinum gerir sér enga grein fyrri því hvort sögumaðurinn er RAX eða Þórður. Það er eins og textinn eigi að vera jafn tímalaus og myndirnar enda hvorugt í nokkurri tímaröð. Hann nær þó á köflum að fanga athyglina og sögurnar af nafna mínum Runólfssyni í Hólum á Rangárvöllum voru mínar uppáhalds. Kápan á bókinni, þessi sem er undir rykhulstrinu, er minimalísk svo ekki sé sterkar að orði kveðið. En áferðin utan á bókinni er dásamleg og hún mun sóma sér vel á hvaða kaffiborði sem er. En hvort betra hefði verið að fórna aðeins naumhyggjunni með því að merkja bókina ekki bara á kilinum heldur framan á líka – svona af því að þetta er kaffiborðsbók – skal ósagt látið. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Laugardagurinn 16. nóvember er dagur veitingahúsanna, svokallaður Restaurant Day, Þessi hátíð á rætur að rekja til Finnlands en þennan dag er almenningur virkjaður og hvattur til þess að opna „pop-up“ veitingastaði, bari og kaffihús út um allar trissur, í görðum, heima- húsum og á götum bæjarins. Yfir 1000 viðburðir hafa verið skráðir til leiks um víða veröld. Spark tekur þátt í fjörinu og þar sem 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu þykir við hæfi að bjóða upp á gómsætustu blaðsíðuna úr bókinni Stína stórasæng eftir Lani Yamamoto. Stína er hugmyndarík uppfinningastelpa. Henni er alltaf kalt og er stöðugt að nota ímyndunaraflið til að halda á sér hita. Hún bakar yndislegar kökur og býr til heitt súkkulaði. Fyrir 500 krónur býðst gestum að stíga inn í bókina og smakka á kræs- ingunum Stínu frá klukkan 15–17 í Spark Design Space við Klapparstíg 33. Kræsingar Stínu í Spark Signal Books í Bretlandi gaf nýverið út bókina Reykjavík í bókaflokknum Innercities – Cultural Guides. Í þessum flokki eru fyrir bækur um Aþenu, Bath, Berlín, Marseilles og Prag. The Sunday Times hefur gefið þessum flokki afbragðseinkunn og segir höfunda fulla af eldmóði andspænis viðfangsefnum sínum. Gérard Lemarquis skrifar bókina um Reykjavík en borgina þekkir hann vitaskuld út og inn. Hann starfaði sem fréttaritari AFP á Íslandi í 29 ár og skrifar ennþá fyrir dag- blaðið Le Monde. Það er því tæpast hægt að tala um glöggt gests auga í þessu tilfelli heldur innsýn Reykvíkings sem um leið hefur ákveðna fjarlægð vegna uppruna síns. Þetta er ekki hefð- bundin leiðsögubók heldur öllu heldur áhugavert lesefni hverjum þeim sem grúska vill í íslenskri menningu. Kynning á bókinni í Sjónarlind við Bergstaðastræti 7 er öllum opin á milli 14-16 laugardaginn 16.nóvember. Gérard skrifar um Reykjavík Skáldsaga Brams Stoker, Dracula frá árinu 1897, eitt lykilverka hryllingsbókmenntanna og í raun sætir furðu að bókin skuli fyrst núna koma út í óstyttri ís- lenskri þýðingu. 116 árum eftir að hún var gefin út. Ekkert skrímsli kemst hvorki með klær né fúlar tær nærri hælum Drakúla greifa þegar kemur að langvarandi menningaráhrifum. Áhrif Drakúla á hrylling í bókum, sjónvarpi og kvikmyndum eru vægast sagt djúpstæð. Þessi bók er því algert lykilrit fyrir alla þá sem vilja kafa ofan í hrollvekjur og þykjast hafa vit á þeim. Bram Stoker skrifaði eiginlega ekkert af viti fyrir utan þessa bók en í henni hittir hann líka heldur bet- ur beint á stikuna. Drakúla er frekar löng og flókin saga þar sem sjónarhornið flakkar á milli all margra persóna sem koma hugsunum sínum, ótta, órum og kynnum af blóðsugugreifanum til skila með dagbók- arfærslum, hljóðrituðum minnispunktum, sendibréf- um og öðrum slíkum heimildum. Þessi frásagnarmáti virkar ögn gamaldags og jafn- vel á köflum þreytandi á tímum SMS-a og hraðra klippinga sem kenndar eru við MTV. En þetta gengur upp og hægt og rólega lætur Stoker persónur sínar raða saman hryllingssögu sem slagkraftur er í. Sagan ekki síður skemmtileg vegna þess hversu galopin hún er fyrir túlkunum og þær eru ófáar bæk- urnar, margar hverjar sprenglærðar, sem skrifaðar hafa verið um hina ýmsu leshætti á þessu furðuverki. Meðal annars er talið að Drakúla hafi á viktoríu- tíma pempískra Breta heillað vegna sterkra kynferð- islegra undirtóna. Bit blóðsugunnar og vampírisminn sem heltekur fórnarlömb hennar eru þá í raun smit og kynsjúkdómur. Og með því að skipta út einum lif- andi vökva fyrir annan, blóði fyrir sæði, er Drakúla í raun argasta klám. Og þar sem greifinn bítur bæði karla og konur má segja að hann heilli og hneigist til beggja kynna. Ekkert tiltökumál nú til dags en þótti saga til næsta bæjar fyrir rúmri öld. Það þarf að setja sig í ákveðnar stellingar til þess að lesa svæsnar kynlífslýsingar út úr texta Stokers en geri maður það er hann alveg á pari við 50 gráa skugga. Bara svo miklu betri bókmenntir og Drakúla mun fylgja okkur um ókomna tíð, útblásinn af kyn- orku á meðan skuggarnir gráu munu liggja getulaus- ir í gleymskunnar dái. Þessi heildarþýðing á Drakúla, með neðanmáls- greinum sem skýra ýmis textatengsl og fleira, er lofsvert framtak. Komi blóðsugugreifinn fagnandi. Þórarinn Þórarinsson Blóðsuga boðin velkomin  drakúla Bram Stoker Gerður Sif Ingvarsdóttir þýddi Rúnatýr 332 2013 Bela Lugosi í kjól og hvítu í hlutverki Drakúla. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu?  Fjallaland Ragnar Axelsson Crymogea, 183 síður, 2013. Ef ljósmynd er flott í lit er hún flott í svarthvítu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.