Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.11.2013, Page 94

Fréttatíminn - 15.11.2013, Page 94
Ég myndi pottþétt ekki gera þetta aftur. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 6 55 52 0 9/ 13 J ón Óttar Ólafsson er doktor í af-brotafræðum frá Cambridge og hefur auk þess starfað innan lög- reglunnar, í fjárfestingabanka og hjá sér- stökum saksóknara. Þessa reynslu og þá innsýn sem hann hefur fengið í skugga- hliðar samfélagsins nýtir hann í sinni fyrstu skáldsögu, reyfaranum Hlustað sem kom út fyrir skömmu. Viðtökurnar gefa góðar vonir um fram- haldið en nokkur kvikmyndagerðarfyrir- tæki hafa sett sig í samband við útgefand- ann, Bjart. „Við tökum þessu auðvitað fagnandi en allir skilja að við ætlum að fara okkur hægt,“ segir Guðrún Vil- mundardóttir hjá Bjarti. „Næsta skref er norska þýðingin en margir skandinavísk- ir og þýskir útgefendur bíða eftir henni.“ „Ég er mjög ánægður með kynninguna á bókinni og er bara þakklátur fyrir þá athygli sem hún fær,“ segir Jón Óttar. „Áhuginn beinist ekki síst að þessum bakgrunni manns og kannski þessum raunsæisstíl sem er á henni. Þetta er það sem fólk er að sækja í, en svo að sama skapi getur það líka farið í taugarnar á öðrum sem eru vanari klassískari reyf- urum með hefðbundnari nálgun á við- fangsefnið.“ Jón Óttar segist vita til þess að þrjú kvikmyndagerðarfyrirtæki á Íslandi og eitt í Danmörku séu að skoða bókina og séu „að velta fyrir sér möguleikum með kvikmyndaréttinn, hvort sem hún yrði þá notuð í kvikmynd eða í sjónvarpsþætti. Þannig að það er mikill áhugi úr þessari átt,“ segir höfundurinn. Aðspurður segir Jón Óttar að þekking hans á glæpum og rannsóknum þeirra, auk brennandi áhuga á reyfurum sem hann les af miklu kappi, hafi ýtt honum út í skrifin. „Það var þetta sambland, að vera með þessa innsýn í þennan raun- veruleika og svo að vera stöðugt að lesa reyfara. Mig langaði að spreyta mig á þessu og sjá hvað ég gæti.“ Hlustað er fyrsta bók í þríleik og næstu tvær bækur munu fylgja í kjölfarið. „Þau drög hafa legið fyrir frá upphafi. Þess vegna er opnað á marga vinkla og undir- sögur í þessari bók sem klárast ekki fyrr en í bókum tvö og þrjú. Leikurinn berst frá Íslandi til Englands og London í næstu bók og til Bandaríkjanna og Miami í þeirri þriðju.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hið blómlega bú opnað á ný Árni Ólafur Jónsson og fólkið á bak við hina ágætu þætti Hið blómlega bú hyggst láta til sín taka að nýju innan tíðar. Fyrsta þáttaröðin var sýnd á Stöð 2 í vor og sumar og vakti mikla athygli. Árni og félagar hafa nú tekið upp vetrarþáttaröð sem fer í loftið 28. nóvember næst- komandi. Ef að líkum lætur fá áhorfendur þá kennslu í matreiðslu fyrir jólin og sitthvað fleira. Þá stefnir Árni að því að gefa fyrstu þáttaröðina út á DVD á næstunni og hefur sett af stað fjármögnun á netinu, á Karolinafund.com, til það verði hægt. Á fyrstu tveimur dögunum safnaðist meira en helmingur af því sem til þarf. Vigdís skreytir á ný Hin skelegga þingkona Vigdís Hauksdóttir hefur verið áberandi í fréttum undan- farið og hafa oft verið skiptar skoðanir á ummælum hennar. Vigdís hyggst sýna á sér léttari hlið í næsti viku þegar Skreyt- ingakvöld Blómavals fer fram í Skútuvogi. Vigdís er sem kunnugt er menntuð í blómaskreytingum og verður gestaskreyt- ari á fimmtudagskvöldið, 21. nóvember. Ekki er ólíklegt að annríki verði í versluninni af þessu tilefni.  Jóhann Páll lJósmyndaði reimleika í reykJavík Á kafi í draugum og djöfulskap J óhann Páll Valdimarsson, bókaútgef-andi hjá Forlaginu, tók ljósmyndirnar fyrir bók Steinars Braga, Reimleikar í Reykjavík, og segist vart hafa á sér heilum tekið eftir að hafa þvælst á draugaslóðir með myndavélina á lofti. Jóhann Páll er forfallinn áhugaljósmyndari og freistaðist til þess að fá útrás fyrir delluna í þessu verkefni en eftir á að hyggja efast hann um að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Ég náttúrlega stóðst þetta ekki og tók verkefnið mjög alvarlega og ég held ég hafi gengið allt of langt í þessu.“ Jóhann Páll er annálaður kattavinur og hefur lent í miklum hremmingum með kisurnar sínar sem hafa verið gjarnar á að týnast þótt þær hafi blessunarlega skilað sér aftur. „Ég held að öll mín vandræði með kettina stafi af þessu. Skýringin er yfirnátt- úruleg, Það er alveg klárt mál.“ Jóhann Páll fór meðal annars í rökkri í kirkjugarða og myndaði þekkta draugastaði í borginni. „Ég verð nú að játa það að ég fór náttúrlega alveg á kaf í þetta verkefni og þvældist mikið um alls konar afkima í Reykjavík. Ég get nú ekki neitað því að mesti hrollurinn fór um mig þar sem ég var á fjórum fótum að mynda leiði Mar- grétar Müller. Þá fór um mig. Sú mynd er reyndar ekki í bókinni en þá fann ég að ég var kominn út í eitthvað vafasamt. Það voru einhverjir straumar og ég fann að þetta var ekkert grín sem ég var kominn út í. Svo hef ég náttúrlega verið að skríða um á háaloftinu á Alþingi og í svörtu herbergjunum á Hótel Borg þannig að ég sökkti mér í drauga og djöfulskap.“ Jóhann Páll var þjakaður af skelfilegum martröðum í æsku og hann segir þessa vinnu sína hafa vakið upp þann gamla draug. „Þannig að þetta hefur örugglega verið mjög óskynsamlegt af mér. Að láta plata mig út í þetta verkefni. Ég myndi pottþétt ekki gera þetta aftur og ef ég gæti endurskoðað þetta þá myndi ég ekki gera þetta.“ -þþ Jóhann Páll hefur verið á drauga- slóðum með myndavélina á lofti. Áhuginn beinist ekki síst að þessum bakgrunni manns og kannski þessum raunsæis- stíl.  Jón óttar ólafsson hlustað vekur athygli Bitist um raunsæisreyfara Glæpasagan Hlustað er fyrsta bók Jóns Óttars Ólafssonar. Bókin kom út fyrir skömmu og hefur vakið athygli, ekki síst fyrir raunsæislega nálgun á glæparannsóknir, en höfundurinn er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge-háskóla og hefur starfað hjá lögreglunni. Útlend bókaforlög og kvikmyndagerðarfólk hefur sýnt bókinni mikla athygli. Jón Óttar Ólafsson nýtir sér þekkingu sína og reynslu af rannsóknum sakamála í glæpasögunni Hlustað sem hefur vakið áhuga erlendra útgefenda og kvikmyndagerðarfólks á Íslandi og í Danmörku. Mikið horft á Vertu viss Vertu viss, nýr skemmtiþáttur sem Þórhallur Gunnarsson stjórnar, sló í gegn meðal sjón- varpsáhorfenda um liðna helgi. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV var meðaláhorf á þáttinn yfir 40 prósent og uppsafnað áhorf yfir 50 prósent. Þetta ku vera mesta áhorf á laugardagsþátt í langan tíma. Fólkið í blokkinni var vinsælasti dagskrárliður RÚV í síðustu viku, fimmtu vikuna í röð. Að sögn Skarphéðins Guðmundssonar dagskrár- stjóra er Fólkið í blokkinni í öðru sæti yfir þær þáttaraðir sem fengið hafa mest áhorf frá því rafrænar áhorfsmælingar hófust. Svartir englar er vinsælasta þáttaröðin frá upphafi. 94 dægurmál Helgin 15.-17. nóvember 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.