Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Qupperneq 8
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Garman & Worse. Saga eftir Alexander Kielland. I. Ekkert er jafn víðáttumikið og hafið, ekkert afn umburðarlynt. A breiða bakinu sínu ber það smælingjana, sem búa á jörðunni, eins og rólynd en risavaxin skepna; og í svalkaida djúpinu sínu á það rúm fyrir alt volæði ver- aldarinnar. Pað er ekki satt, að hafið sje svik- ult. því það hefir aldrei lofað neinu. Hið mikla hjarta þess slær tállaust, hreint og frjálst, og á því hvíla engar kröfur eða skyldur. — Pað eitt verður jafnan heilbrigt í þessum sýkta heimi. Og þegar smælingjarnir sitja á ströndinni og horfa út á hafið, þá syngur það gömlu Ijóðin sín. Margir skilja þau alls ekki, og aldrei skilja tvær sálir þau á sama veg. Pví hafið á sjerstök orð handa hverjum einum, setn horfist i augu við það. Pað veltir brosandi tærum, grænum bárun- um upp að berum fótum unglinganna, sem eru að veiða krabba í flæðarmálinu; það brotn- ar á skipinu eins og blá undiralda, og þeytir söltu löðrinu langt inn á þilfarið; þungar, grá- ar úthafsöldur velta upp að ströndinni, og froðurákirnar þyrlast í bugðum um sljettan fjörusandinn, meðan gráhvítur brimgarðurinn teygir úr sjer, fyrir þreyttu auga áhorfandans. Og í þunga niðnum, sem heyrist þegar báran brotnar að fullu, er eins og dularfull samúð, hver og einn hugsar um sín hjartans mál og kinkar kolli til hafsins, eins og það væri vin- ur, sem veit alt og þegir yfir öllum leyndar- málum. En enginn fær að vita hvað hafið er þeim, sem búa út við ströndina, því þeir segja aldrei neitt. Peir hafa hafflæmið fyrir augum sjer alla æfina. Hafið er lagsbróðir þeirra og ráð- gjafi, vinur þeirra og óvinur; það veitir þeim viðurværi meðan þeir lifa og legurúm, þegar þeir hníga í valinn. Orðin verða þar næstum óþörf. Og augnaráð strandbúans breytist eftir svipbrigðum hafsins — er stundum innilegt, stundum hálfskeikað eða þrjóskufult. En svo hittir þú einn af þessum strand- byggjum, ferð með hann langt upp til sveita, inn á milli fjallanna, í fegursta dalinn, sem þú þekkir; setur fyrir hann dýrindis krásir og býrð honum hvílu á mýkstu hægindum. Hann bragð- ar ekki rjettina og festir ekki blund f hvílunni. Hiklaust klifrar hann yfir hvert fjallið af öðru, þangað til hann eygir Ioksins — langt í fjarska, einhverja bláa rönd, sem hann þekkir. Pá er eins og hjarta hans opnist, hann einblínir á blámann, sem blikar út við sjóndeildarhring- inn, þangað til alt verður glitrandi blátt fyrir augum hans; — en hann mælir ekki orð frá vörum. — — Oft komust menn í kaupstaðnum þannig að orði við Ríkarð Garman: »Að þjer — herra sendiherraskrifari! skulið geta Iifað í þessari einveru, þarna úti við vitann yðar!« En gamli maðurinn svaraði altaf á þessa leið: »Já, jeg get nú sagt ykkur það, að enginn finnur til einveru úti við hafið, ef hann er einu sinni farinn að kynnast því; — og auk þess hefi jeg nú hana Magðalenu litlu t»já mjer.« Og honum var þetta alvara. Pau 10 ár, sem hann var búinn að dvelja í einverunni úti við ströndina, voru besti kaflinn af æfi hans, og hafði þó ýmislegt drifið á dagana hans og ekki altaf staðið á stöðugu um lifskjörin. En hvort sem það var nú af því, að hann var orðinn leiður á heiminum, eða það var litla dóttirin hans, eða þá hafið, sem fjötraði hann, ef til vill hjálpaðist þetta alt að — en á því

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.