Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 36
30
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Helgason. Og miki! heppni er það fyrir ís-
lensku þjóðina, að eiga þenna mann fyrir
aðalleiðloga barnakennaranna.
Nemendur höfundarins og vinir — og þeir
eru margir um land alt — hafa efalaust aflað
sjer bókarinnar, svo fljótt sem þess var kostur,
því þeir hafa að öllum líkindum búist við, að
finna þar svo margt, sem minti þá á kennar-
ann, sem áður var þeim besta fyrirmyndin. Og
þeim hafa varla brugðist vonir sínar, því bók-
in er fyrst og fremst til þess ætluð, að vera
kensiubók í uppeldisfræði við kennaraskólann,
og hlýtur því að bera blæ af kenslu höfundar-
ins í þeirri grein á undanförnum árum.
»En fleiri eru nú barnakennarar en þeir,
sem á skóla ganga, og ráðnir eru til þess að
lögutn. Allir, sem umgangast börn, taka þátt
í uppeldi þeirra með orðum sínum og eítir-
dæmi; hvort sem þeir ætlast til þess eða ekki,«
segir höf. í formála bókarinnar. Með það fyrir
augum hefir hann sniðið bókina þannig, að
efni og framsetningu, að hún geti verið hand-
hægur leiðarvísir við uppeldi barna, hvort
heldur er á heimilunutn eða í skólunum. Og
það væri synd að segja, að nokkurt skólabók-
arbragð sje að bókinni. Þær þykja að jafnaði
þurrar og sfrembnar og laða menn lítt til
lesturs, og eiga fæstar því Iáni að fagna, að
vera lesnar að nokkuru ráði eftir að því námi
er lokið, sem þær heyra til. En ólíklegt þykir
mjer að þeir, sem lesa bók þessa undir kénn-
arapróf, fleygi henni frá sjer að prófinu loknu.
Hjer er snildarlega með efnið farið, málið lip-
urt og Ijett, kryddað með tilvitnunum í eldri
og yngri rit, og hvert einstakt atriði rökstutt
með dæmum, svo Ijóslifándi, að hreinasta unun
er að lesa bókina.
Uppeldi nefnist »alt, sem til þess er gert, að
hlynna að þroska mannsins og beina honum
leið, einkum á uppvaxtarárunum.* Eins og
gefur að skilja, verður öll viðleitni í þá átt að
byggjast á því, hvernig sálarlífi barnsins er
varið. Sálarfræðin verður því að vera undir-
staða uppeldisfræðinnar, og nokkur þekking í
þeirri grein er því nauðsynleg hverjum þeim,
sem einhvern þátt tekur í uppeldi barna, en
það gera allir, sem með börnum eru. Margar
af þeim misfellum, sem hvarvetna finnast á
barnauppeldinu, mundu ekki eiga sjer stað, ef
allur þorri manna væri ekki allsendis ófróður
um einföldustu lögmál sálarlífsins, eða ef menn
myndu altaf eftir því, að lítilfjörlegt atvik getur
oft grafið djúpt um sig í barnssálinni. Enginn
getur lesið þessa bók M. H. án þess að vakna
til umhugsunar um þessi efni, og í hverju ein-
stöku atriði flytur hún holl ráð og góðar
bendingar. Hjer um bil tveir þriðjungar bók-
arinnar eru um sálarlíf og uppeldi, og á sá
hluti áreiðanlega fullkomið erindi inn á hvert
einasta heimili. Síðari hlutinn er um skóla og
kenslu. Eru það einkum leiðbeiningar handa
fræðslunefndum og kennurum um tilhögun
kenslunnar og annað það, er að skólastarfinu
lýtur. En svo náið samband er samt ávalt á
milli fræðslunnar og annars uppeldis barnsins,
að foreldrar þess ættu að minsta kosti ekki að
láta sig það litlu skifta, hverjum reglum er
fylgt við fræðsluna. Að því leyti á síðari hluti
bókarinnar erindi til alþýðunnar, engu síður en
hinn fyrri.
Barnakennararnir kvarta sáran um það, eink-
um í kaupstöðunum, að skilningur heimilanna
á starfi skólanna og þeim örðugleikum, sem
þeir eiga við að stríða, sje altof oft af skorn-
um skamti. M. H. þekkir þennan skilnir.gs-
skort og skilur hann vafalaust betur en flestir
aðrir. Hann viðurkennir, að kennararnir geti
stundum átt sök á þessu, að einhverju leyti,
en langtíðasta ástæðan er þó vanþekkingín.
Aukin þekking á grundvallaratriðum uppeldis-
fræðinnar mundi að mestu leyti geta brúað
djúpið milli skólanna og heimilanna. An henn-
ar er ekki hægt að búast við neinum áhuga á
uppeldismálunum, en sameiginlegur áhugi er
það eina, sem getur vakið samhug og sam-
vinnu milli kennara og foreldra. Jeg fyrir mitt
leyti efast ekki um það, að bók M. H. reynist
þess megnug, að vekja áhugann og auka sam-