Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 38
32 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Álfur er óðfluga og eirðarlaus. Hann kveður Unu í Vesturey þannig: »Víst er eyjan þín yndisleg, Una! En samt er hún nú að verða mér að fangelsi — og sá, sem finnur að hanr. er fjötraður, spyr ekki um, hvort fjöturinn er úr járni eða rósum.« Síðar segir hann um sjálfan sig: »Eg er dæmdur til þess, að þrá sifelt ástríður hins dauðadæmda og þyrsta í eitraðar veigar.« »Eg er eins og vígvöllur, þar sem tveir flokkar berjast, og eg ræð ekki hvorir sigra.« Eg er landflátta og förumaður á leið- um jarðarinnar, en ek í purpura og gullreið um óravegu draumanna.« Oft er æfintýramaðurinn slöðvaður á fluginu. Honum verður að líta yfir líf og æfistarf ann- ara manna. Sál hans heillast um stund, hann starir agndofa. Hann reynir stundum að hlægja til að harka af sjer viðkvæmnina. »Augnablikin þjóta fram hjá mér eins og visin strá, sem vindurinn feykir. Og ekkert þeirra vil eg biðja að dvelja hjá mér. Öll eru þau ófullkomin.* »Er ekki eitt hreiður, sem þú átt, stærra en jörðin öll, sem enginn getur eignast.« »Getur ekki verið, að mér hafi sést yfir eitthvað á jörðinni, að eg ætti að kynnast henni betur, áður en eg tala við dómarann.« »Eg veit vel muninn á lífi okkar, Steinunn. — Rú hefir bygt upp úr rústum, eg hefi lagt í rústir.« Rað er óvinnandi verk að vitna í þessa þætti. Á hverri blaðsfðu tindra slípaðir gimsteinar. Ein setning, ein samlíking getur þar á stund- um opnað manni heilan heim. Hver og einn verður sjálfur að lesa, finna og njóta. Lfk- ingarnar og brotin öll renna þá saman í eina heild, andstæðurnar í eðli og lífi æfintýra- mannsins verða skiljanlegar. Við sjáum, að höfundurinn leiðir hann ekki fram sem hug- sjón sína, heldur sem eina af myndunum úr hinni miklu bók lífsins, mynd sem við gleym- um ekki, en finnum að hefir sitt gildi. í þáttum þessum leiðir skáldið okkur ein- mitt inn í Iistaverkasafn. Við staðnæmumst við hverja myndina af annari og hrópum ósjálf- rátt: sRetta er lífið.« Við þekkjuiii Disu af Skaganum. Rantiig konur eru til, jafnvel mitt á meðal vor. Myndirnar eru svo náttúrlegar, að þær taka hug vorn fanginn. Eða þá Una, Auðna og Steinunn í Haga. Við dáumst að hverju málverki. »f*etta er lífið!« — svona margbreytt og margþætt, ýmist fult af and- stæðum eða fegursta samræmi. Sumir kvarta yfir því, að bók þessi haldi engri fastri lífsstefnu fram. í köflunum ágætu »Gras« og »Dagur dómsins« og í frásögninni hugðnæmu um Unu í Vesturey sýnist þó bent í vissa átt. Skáldið sýnir oss hvarvetna myndir úr lífinu, sem við þekkjum og skiljum. Og hver sá, sem kennir okkur að skilja lífið betur, hann gerir okkur einmitt færari um að velja sjálf lífsstefnuna, — og velja rjett. Bókin er listaverk. Hver, sem annars getur fundið nautn í fögru málverki eða mynd, dregnri af hönd listamanns og með blæhreinum lit og línum, hver, sem getur orðið hugfanginn af, fögru, þróttauðgu máli og draumgjöfulli Ijóðlist, hann mun ekki hafna bók þessari eftir fyrsta lestur, Hann mun stöðugt finna nýja nautn við að blaða í henni, og lesa þar upp aftur og aftur fegurstu kaflana. I. B. Spakmæli. Enginn er fátækur, fyr en hann hefir tapað mannorði sínu, enginn óhamingjusamur, fyr en hann hefir tapað sjálfum sjer. — > c- Mótlætið er vor besti augnlæknir. --> «- Menn, sem lítið vita, tala venjulega mikið, hinir, sem mikið vita, tala oftast fátt. Fávísum manni finst alt óaðfinnanlegt, sem sagt er. --» «- Skáldhneigður hugur hættir aldrei að vera bamslegur

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.