Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 13
GARMAN & WORSE. 7 Hun skellihló þegar þau hlupu saman niður brekkuna. En vitavörðurinn gekk að stóra sjón- aukanum. Alveg rjett. Pjetur sat afturí, óg nú stökk Magðalena út í bátinn, og á fremstu þóftunni sat karlmaður í vaðmálstreyju og með gulan sjóhatt. »Gott!« sagði gamli maðurinn og varánægð- ur. iPað er það besta, að þau hafi einhvern með sjer — allra hluta vegna.« ------------ II. Brattanesbrekkan gnæfði hátt yfir láglendið umhverfis, en sendin flatneskjan teygði sig fram með sjónum til beggja handa, svo mílum skifti. Fremst á brekkubrúninni stóð vitahúsið, og frá því var svo snarbratt niður að sjónum, að taka varð brekkuna í mörgum sneiðingum, til þess að komast upp og niður. Frá ómuna tíð hafði sauðpeningurinn troðið sjer ótal göt- ur um brattann fram og aftur, og í fjarlægð litu þessir troðningar út eins og dökkar línur, eða eins og blómlljettur, er hengdar væru til skrauts framan í hallann. Rjett sunnan við vitann, er stóð þar sem brekkan var hæst og bröttust, gekk bogamynd- uð vík inn í stiöndina, og við hinn endann á boganum stóðu Brattanesbæirnir; mörg hús saman, eins og dalítið þorp. Niðurundan bæjunum var bátahöfnin, og v'oru hlaðnir garðar úr stórgrýti, til hlifðar fyr- ir sjóganginum. Höfnin sást líka frá vitanum, svo Magc'alena gat htið cftir bátnum h.us P|eturs; hún þekti hann jafn vel og stofuna sína heima. Dagstofan hennar var stór og góð. Vita- ^yggiugin var ekki hærri en húsið sjálft, og var inni í suðvesturhorni þess. Á stofunni var því einn gluggi sjávarmegin, og annar, sem vissi í norður. Var þeim megin útsýn yfir sandbreiðurnar, og gat að líta lága, lyngvaxna hóla hj r og hvar, og sumstaðar óx melgresi í sandinum. I dagstofunni geymdi vitavörðurinn bækur sínar og skrifborð, og síðast en ekki síst stóra sjónaukann sinn. Hann var í grind, sem hægt var að snúa, svo að hægt var að beina hon- um bæði til norðurs og langt út yfir hafið. Par hafði Magðalena líka blómin sín og sauma- borðið, og fallegu húsgögnin, sem Garman frændi hafði fengið handa þeim beint frá Kaupmannahöfn — sendiherraskrifarinn gat altaf verið að dást að því, hve ódýr þau voru — þau sómdu sjer vel í þessari björtu og rúmgóðu stofu. Á löngu vetrarkvöldunum, þegar stormarnir stóðu beint af hafi og buldu á vitanum, þá sátu feðginin í hlýjunni innan þykkra múr- veggjanm og höfðu hiera fyrir gluggunum; en frá vitaljósinu bárust skæru leiftrin með reglubundnu miilibili út yfir öidurnar, sem veltust upp að landinu og brotnuðu á strönd- inni. Drunur hafsins ófust inn í samræður feðginanna og hlátur, og inn i hljóðfæraslátt hennar — alt líf þeirra fjekk eins og svip og blæ af hinu síkvika hafi, sem ólgaði og suð- aði rjett fyrir neðan gluggana. Magðalena hafði erft mikið af Ijettlyndi föð- ur síns; en hún var lika nokkuð áköf í lund — ein af kenslukonunum hafði kallað hana þrjóska. Pegar hún komst á legg, hafði hún því yfirtökin á heimilinu; faðirinn Ijet að jafn- aði undan síga; hann Ijet sjer það nú einu sinrii lynda; hann hló að litla harðstjóranum sínum, en hún tók handfylli sína í þjetta og hrokkna hárið hans. Pegar gamli maðurinn var að segja sögur, í mestu makindum, þá skammað hún hann, ef sagan ætlaði að fara nokkuð illa. En kæmi það fyrir, að honum mislíkaði við hana í einhverjum smámunum, þá tók hún sjer það svo nærri, að hún var lengi að jafna sig á eftir. Hún var kát og glöð í skapi, en hún þráði svo mjög sólskinið. Pegar faðir hennar var í þungu skapi, þá varð hún strax hrædd um að það væri sjer að kenna, og þá fjell henni allur ketill í eld. Magðalena hafði líka erft augu föður síns — dökk og leiftrandi; annars var hún ekki lík

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.