Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1920, Blaðsíða 25
GARMAN & WOR5E. 19 sjerstaka aðferð við það, að gera sjer gott af Búrgundavini —« en á eftir kom svo hósti og ýmiskonar leynibendingar milli bræðranna. Unglingarnir höfðu hvað eftir annað reynt að grafast eftir þessu leyndarmáli um Búrgund- arvínið, en það tókst ekki; jungfrú Cordsen var sú eina, sem vissi um þetta, hún hafði útveg- að konsúlnum hreina skyrtu; en jungfrú Cord- sen gat nú þagað um veigameiri leyndarmál en þetta. Loksins kom konsúllinn út aftur — hlægj- andi og bölvandi, allur rykugtir framan á og nieð köngurlóarvefi í hárinu. Þegar þeir voru búnir að hlægja um stund að fyndninni — það kom sjer vel að hvelfingarnar voru þykkar — þá opnaði sendiherraskrifarinn aðra flöskuna, eftir öllum listarinnar reglum, því hann var sjetfræðingur í þeirri grein. »Humm!« sagði konsúllinn, »það er alveg sjerstakur ilmur af þessu víni.« »F*að er orðið fúlt,« sagði sendiherraskrifar- inn og spýtti út úr sjer sopanum. »Svei! — Pað er satt — Rikki,« hrópaði Kristján Friðrik og hrækti tvisvar út úr sjer. Ríkarður opnaði hina flöskuna, þefaði upp úr henni og sagði ákveðinn: »Madeira«. Gula, tæra vínið glitraði svo fallega í gömlu glösunum, sem aldrei voru þvegin. »Já — þetta er nú annað bragð,« sagði kon- súllinn og settist tvívega á hestinn, því það var- hans sæti. En rugguhesturinn var leikfang frá bernsku- arunum — »það var alt svo miklu haldbetra í gamla daga —« sagði Kristján Friðrik — og Þegar hesturinn kom fram á sjónarsviðið ein- hvern dag, innanum annað skran, þá Ijet kon- súllinn bera hann niður í vfnkjallarann. Hann hafði nú í mörg ár setið á þessu Barnaleikfangi sínu, og drukkið gamilt vín úr gömlu glasi, og með gatnla leikbróðurnum. Og sendiherraskrifarinn sat í hægindastólræfl- inum, sem marraði í þegar hann hreyfði sig eitthvað. Hann sagði sögur, hló og rifjaði UPP gamlar minningar og bergði á blikandi víninu. Aldrei hafði honum fundist nokkurt vín jafnbragðgott og þetta, og aldrei hafði nokkur salur Ijómað eins í augum hans, eins og þessi lága kjallarahvelfing, við glætuna frá Ijóskerunum, sem stóðu ósandi á kvartilsbotn- inum. »Það er til skammar,* sagði konsúllinn, »að þú skulir ekki vera búinn að fá þinn hluta úr stóru portvínstunnunni. Jeg ætla að senda svo- lítið af víni út á Brattanes núna bráðlega, til þess að þú sjert ekki allslaus, þangað til hægt verður að skifta úr tunnunni.« »Nei, nei, Kristján Friðrik! Pú sendir mjer svo oft vín. Jeg er viss um að jeg er búinn að fá minn hluta fyrir löngu — og meira en það,« »Hvaða bull — Rikki! — heldur þú nú reikninginn?« »Nei, alls ekki!« »Jæja — en það gjöri jég, og þú hefir vafa- laust tekið eftir því, að í reikningnum þínum frá í fyrra —«. »Já — það veit sá, sem alt veit! — skál Kristján Friðrik!« sagði Ríkarður í skyndi; það var eins og Grýla á hann, þegar bróðir hans fór að koma með verslunarorðtækin. Retta er fjarskalega stór tunna.« »Satt er það — afskaplega stór tunna.« Og báðir gömlu mennirnir lyftu upp Ijós- kerunum, til þess að lýsa á tunnuna; og hvor þeirra hugsaði um hinn: »Rað er gott að bróðir minn veit ekki að tunnan er næstum tóm.« Pví það tók svo undir í henni, ef barið var í botninn, og gólfið hafði þar ávalt verið dökt af bleytu. Pégar þeir voru búnir að hella í síðustu glösin, stóðu þeir báðir upp og klingdu. Síð- an tóku þeir sína flöskuna hvor af Búrgundar- vítii, sem átti að hafa á miðdegisborðinu, hengdu svo frakkana á handlegg sjer og gengu upp úr kjallaranum. Pað var stranglega bannað að mæta þeim, þegar þeir komu upp úr vínkjallaranum, og jungfrú Cordsen átti fult í fangi með að verja

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.